Valsblaðið - 01.05.1995, Page 31
— Hvers vegna verður þú svo mikill
Valsmaður sem raun ber vitni?
„Hlíðarendi í heild sinni heillaði mig
óskaplega og sömuleiðis félagsskapurinn
í Val. Manni þótti mjög merkilegt að
klæða sig í Valsbúninginn og takkaskó í
gamla ijósinu að Hlíðarenda, þar sem
búningsaðstaðan var á mínum fyrstu
árum í Val. Eg fór oft í Vatnaskóg á
þessum árum og hitti þar m.a. séra
Friðrik Friðriksson. Það, og dvölin í
Vatnaskógi yfirleitt, hafði sterk áhrif á
mig. Mér var líka vel kunnugt um tengsl
KFUM og Vals og það styrkti Vals-
hjartað til muna og í Vatnaskógi
spiluðum við strákamir oft fótbolta.
Eftir að ég hætti að æfa með Val fór ég
samt mikið á völlinn, einkum ef Valur
var að spila og ég fylgdist nokkuð með
starfmu. Eg hef alla tíð haft mikinn
íþróttaáhuga.”
— Hvað var það í fari séra Friðriks
sem hafði svona sterk áhrif á unga
menn?
„Fyrst og fremst persónan séra
Friðrik. Hann hafði ótrúlega útgeislun
og einstakt lag á að tala til ungra manna
og fá athygli þeirra algjörlega óskipta.
Harin fletti dægurmálum og trúmálum
saman á skemmtilegan hátt þannig að
það hafði mikil áhrif. Hann leit aldrei á
sig sem dýrling, þótt hann væri það
vissulega, en fór ekki leynt með eigin
lesti. Hann naut þess t.d. að reykja stóra
vindla. I Vatnaskógi kynntist ég líka
öðmm góðum foringjum sem höfðu
sterk og góð áhrif á mig.”
— Stendur eitthvað upp úr í endur-
minningunni frá keppnisárum þínum
með Val?
„Ég get nú ekki hampað mörgum
verðlaunapeningum frá mínum leik-
mannsferli í Val. 4. flokkur varð
Islandsmeistari árið 1957, en ég var lítið
með það sumar. Mig minnir þó að ég
geti státað af Reykjavíkurmeistaratitli.
Það, sem er hvað eftirminnilegast, er
keppnisferð til Siglufjarðar og
Akureyrar.
Sigurður Marelsson, fór fyrir hóp-
num sem fyrsti formaður unglingaráðs,
og hann var alveg ódrepandi í að halda
uppi góðum anda hjá ungviðinu. Við
spiluðum 2 leiki á Siglufirði og 3-4 á
Akureyri og það var ævintýri líkast,
enda var maður að fara í fyrsta sinn í
alvöruferðalag án mömmu og pabba.”
Hcrmann Gunnarsson hafði fyrstur
orð á því við Ólaf Gústafsson, þegar
þeir voru saman í Verslunarskólanum,
að hann þyrfti að fara að vinna fyrir Val.
Ólafur Gústafsson og Árni Sigurjónsson í fararbroddi við vígslu
Friðrikskapellu. Gylfi Þ. Gíslason hcldur á krossinum en á eftir honum koma
Pétur Sveinbjarnason og Bjarni Bjarnason meðal annarra.
„Það hefur brugðist með ein-
hverjum hætti að halda tengslin
við þessa félagsmenn“
Hermann var þá ein af stjömum meist-
araflokks í handknattleik og knatt-
spymu. Árið 1977 tók Ólafur sæti í
stjóm knattspymudeildar fyrir tilstuðlan
Péturs Sveinbjarnarsonar sem var for-
maður deildarinnar. Þeir höfðu Ieikið
saman í yngri flokkunum. „Það er
ekkert launungarmál að á árunum 1976-
1978 var Valsliðið líklega það besta sem
félagið hefur átt í seinni tíð og því var
gaman að koma inn í starfið á þeim
blómatíma. Stjómin gaf leikmönnum
ekkert eftir hvað varðar drift og atorku
og var mjög vel haldið utan um starfið.”
Ólafur starfaði fyrir knattspymudeild-
ina í fjögur ár en var kjörinn í aðalstjóm
árið 1981. Um þriggja ára skeið var
hann varaformaður félagsins. Árið 1989
var stofnfundur um byggingu Friðriks-
kapellu og var Ólafur kjörinn í fram-
kvæmdastjóm hennar. Þegar byggingu
kapellunnar var lokið var hann beðinn
um að taka sæti í stjóm fulltrúaráðs
Vals. Fulltrúaráði er ætlað að vera
nokkurs konar bakhjarl fyrir aðalstjóm
og hún á að geta borið allar meiriháttar
ákvarðanir undir það. Þá er fulltrúaráðið
hugsað sem vettvangur eldri Valsmanna,
sem hafa tekið þátt í starfi félagsins
innan vallar sem utan, til að hittast og
ræða málefni Vals og fylgjast með
starfinu. „Mitt mottó hefur alla tíð verið
það að leggja aldrei út í neinar fram-
kvæmdir nema sjá fyrir endann á því
fjárhagslega. Þegar ég ritstýrði
Valsbókinni var það algjört frumskilyrði
að ljúka verkinu þannig að félagið
myndi ekki bera fjárhagslegan skaða af.
Við byggingu Friðrikskapellu var ekki
farið hraðar en fjármunimir leyfðu og
það gekk eftir.”
— Ertu meira stoltur af einhverju
einu verkefni, sem þú hefur unnið
fyrir Val, en öðru?
„Valsbókin og Friðrikskapellan er það
áþreifanlegasta. I báðum tilvikum var
maður þátttakandi frá upphafi til enda,
með í öllum ákvörðunum og að tryggja
fjárhagsgrundvöllinn. Starfið í stjóm
knattspymudeildar 1977-1980 er líka
eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir.
Forystan var mjög sterk hjá Pétri
31