Valsblaðið - 01.05.1995, Page 34

Valsblaðið - 01.05.1995, Page 34
STARFIÐ ER MARGT Skýrsla körfuknattleiksdeildar Vals 1994-1995 Frá leik Vals og KR í úrvalsdeildinni á dögunum. Pjöreggið er í yngri flokkunum Árangur-meistaraflokks karla olli gífurlegum vonbrigðum á keppnis- tímabilinu. Vel má vera að væntingar margra hafi verið of rniklar í upphafi. Allt fór þó vel af stað, leikmanna- hópurinn var ijölmennur og nýr þjálf- ari hafði verið ráðinn, sem miklar vonir voru bundnar við. Af ýmsum ástæðum gekk dæmið ekki upp og svo fór að skipta varð um þjálfara um ára- mót. Liðið var þó í baráttu um sæti í úrslitakeppninni fram að síðasta leik. Meistaraflokkur kvenna sýndi mikl- ar framfarir frá síðasta tímabili og var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. En það er í yngri flokkunum sem íjöregg deildarinnar er. Gífurleg íjölgun iðkenda hefur orðið á allra síðustu árum og virðist ekkert lát vera á henni. Til að árangur náist þarf þó að vinna mun markvissar að málum yngri flokka. Stærsta skref- ið í þá átt er að skilja að rekstur yngri flokka og meistarflokka eins og gert hefur verið í knattspymunni með glæstum árangri. Verði unnið að þessu á næstu árum þarf körfuknattleiksdeild Vals ekki að kvíða framtíðinni. Ekki er hægt að tjalla um rekstur deildarinnar án þess að minnast á fjár- hagsstöðuna, stærsta vandamál hennar. Á undanfömum misserum hefur mikið verið unnið í því að koma bókhalds- málum félagsins í gott horf. Kom þá í ljós hversu slæm staða deildarinnar er í raun og veru. Það hlýtur að vera for- gangsmál framtíðarinnar að koma deildinni út úr þeim vanda. Þetta á reyndar ekki bara við um körfúknatt- leiksdeildina því aðrar deildir em ekki betur settar í fjármálum. Undirritaður telur að þetta vandamál verði ekki leyst nema með nánu samstarfi deil- danna og miklu og ströngu aðhaldi aðalstjómar. Það gengur einfaldlega ekki lengur að menn skuldsetji deildimar alveg ábyrgðar- og eftirlit- slaust. Nú er svo komið að erfitt er að fá fólk til starfa fyrir félagið. Þessi þróun verður að breytast og það verður að snúa vöm í sókn! Rögnvaldur Hreiðarsson Stjórn körfuknattleiksdeildar Vals: Rögnvaldur Hreiðarsson, formaður Sigmundur Smári Stefánsson, varaformaður Öm Stefánsson, ritari Emil Ragnarsson Jón Garðar Hreiðarsson Jón Ágústsson Hörður Gunnarsson Linda Stefánsdóttir íþrótta- árangur 1994 Meistarflokkur karla Þjálfarar Ingvar Jónsson og Ragnar Þór Jónsson sem tók við af honum Meistaraflokkur kvenna Islandsmót: 9. sæti Þjálfarar: Vor: Jón Bender Haust: Svali Björgvinsson Unglingaflokkur karla Þjálfari: Bragi Magnússon Unglingaflokkur kvenna Þjálfari: Jenny Anderson Drengjaflokkur A og B-lið Þjálfarar: Vor: Jóhannes Sveinsson Haust: Magnús Guðfinnsson 10. fl. karla A- og B-lið Þjálfarar: VorrGuðni Hafsteinsson Haust: Svali Björgvinsson 9. fl. karla A- og B-lið Islandsmeistarar Þjálfarar: Vor: Brynjar Karl Sigurðsson Haust: Jonathan Bow 8. fl. karla A- og B-lið Þjálfarar: Vor: Guðmundur Guðbjörnsson Haust: Sigvaldi Ingimarsson 7. fl. karla A- og B-lið Þjálfarar: Vor: Gústaf Gústafsson Haust: Lárus Dagur Pálsson Minnibolti karla 11 og 12 ára Þjálfarar: Vor: Sigvaldi Ingimarsson Haust: Bergur Emilsson

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.