Valsblaðið - 01.05.1995, Side 35

Valsblaðið - 01.05.1995, Side 35
Ólafur Már Sigurðsson (t.h.) afhendir Reyni Vignir, formanni Vals, gjafa- bréf með nöfnum þeirra sem gáfu tækjabúnaðinn. Gjöf til Knattspyrnu- félagsins Vals Afhent 31. desember 1994 \ tilefni af vígslu félagsaðstöðu í salarkynnum Vals að Hlíðarenda var Knattspymufélaginu Val færður til eignar fullkominn tækjabúnaður til móttöku á gervihnattasendingum auk sjónvarps, myndbands, geislaspilara og hljóðkerfis, auk þess sem komið var fyrir skjávarpa þar sem hægt er að horfa á sjónvarpssendingar á breið- tjaldi. Það var Ólafur Már Sigurðsson sem var aðalhvatamaður þessa framtaks. Markmiðið með þessu framtaki var að geta boðið upp á þá möguleika fyrir Valsmenn að hittast og eiga saman góða stund að Hlíðarenda, fylgjast með beinum útsendingum af stórviðburðum í íþróttum og efla þannig félagsandann. Að þessar gjöf stóðu um 130 ein- staklingar og hópar innan Knattspymufélagsins Vals en þeir gáfu framlög þar til markmiðinu var náð. Andvirði gjafarinnar er um 1,5 milljónir. Getraunir á laugardögum Alla laugardagsmorgna í vetur hittast kátir Valsmenn í félags- hcimili Vals að Hlíðarenda og tippa á leikina í ensku knatt- spyrnunni. Komin er ákveðin hefð á getraunamorgnana og boðið er upp á kaffi og meðlæti auk þess sem menn ræða allt milli himins og jarðar. Þó aðal- lega fótbolta. Hvað annað? Getraunastarfið er mikilvægt fyrir félagið og eru Valsmenn nær og fjær hvattir til aö láta sjá sig í félagsheimili Vals — ef ekki til að tippa þá bara til að njóta þess að vera í góðum félagsskap og ræða málin. Þið sem ekki komist — munið getraunanúmer Vals - 101. VALSBLAÐIÐ 1979 Úr viðtali við Val Bene- diktsson fyrrum milliríkja- dómara í handknattleik og knattspyrnu og landsliðsmann í handknattleik Þú varst valinn í fyrsta lands- liðið í handknattleik, Valur! „Jú, ég var í því liði. Við fórum til Svíþjóðar og Danmerkur. Fyrst var leikið við Svía og við töpuðum víst 15:7, síðan var leikið við nokkur félagslið og loks haldið til Dan- merkur. Við vorum örþreyttir og töpuðum landsleiknum 20:6, útkeyrðir og gjörsamlega reynslu- lausir í öllu sem viðkoma lands- leikjum. Þá höfðu ekki komið hingað til lands nema tvö eða þrjú félagslið í heimsókn. Við höfðum eiginlega ekkert séð af handknattleik eins og hann gerðist erlendis. Það var ekki mikið gert í alþjóð- legum samskiptum á þessum árum og kannski hafa úrslitin ytra ekki verið beinlínis hvetjandi. Á árunum 1950 til 1958 voru landsleikimir þrír, ég var með í öllum leikjunum. Þriðji leikurinn var hér heima við Finna. Hann fór fram á Melavellinum í stormi og strekkingi. I hálfleik var staðan 2:0 fyrir Finnana, sem léku víst meö vindinn í bakið. I seinni hálfleik skoraði ég fyrsta markið okkar og fyrsta mark íslensks landsliðs í handbolta á heimavelli. Og við komust í 3:2 en Sólmundur í markinu var óheppinn að láta Finnana jafna undir lok leiksins. Það var skotið úr hominu en Sólmundur lyfti fætinum og boltinn skrúfaði sig inn í homið." Valur hætti keppni 1962. „Ég var orðnin hálfgerður afi í liðinu. Beggi Guðna, var held ég næstelstur, meira en tíu árum yngri en ég." Með Valskveðju!

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.