Valsblaðið - 01.05.1995, Qupperneq 43

Valsblaðið - 01.05.1995, Qupperneq 43
Valsmenn geta tekið þátt í fjöl- breyttu félagsstarfi að Hlíðarenda. Félagsmálaráðið hefur, undir forystu Helga Benediktssonar sem einnig á sæti í aðalstjóm Vals á þessu ári, leitast við að treysta í sessi þá ijöl- breyttu félagsstarfsemi sem hefur auð- gað mannlífið að Hlíðarenda á liðnum árum. Mikilvægt er að þessi starfsemi verði sjálfbær, þ.e. að hún lendi ekki á herðum aðalstjómar og deildastjóma sem þegar hafa nóg á sinni könnu. Margir þættir í félagsstarfi Vals beinast að öðrum verkefnum en íþróttaæfmgum og keppni. Glæsileg félagsaðstaða að Hlíðarenda býður upp á marga möguleika til að auka sam- skipti og samheldni meðal íþrótta- fólks, foreldra, aðstandenda, gamalla Valsara, stuðningsmanna, velunnara og íbúa í nálægum hverfum. Hér skulu nefnd helstu dæmin frá árinu 1995: Þrettándabrennan var sem fyrr vel sótt þótt hún hafi að þessu sinni færst yfir á „fimmtándann" vegna veðurs. Samvinna Vals, Ferðafélags íslands og Hjálparsveitar skáta, um blysgöngu, brennu, flugeldasýningu og veitinga- sölu, hefur mælst afar vel fyrir meðal fjölskyldna og er orðinn fastur við- burður í borgarlífmu. Valskórinn hélt vortónleika í Friðrikskapellu á afmælisdegi Vals, 11. maí, við góðar undirtektir. Kórinn söng einnig á samkomu á afmælisdegi séra Friðriks, þann 25. maí og nú ný- verið á árlegu aðventukvöldi í kapell- unni, þann 13. desember. Kórfélagar eru tæplega þrjátíu, karlar og konur, undir stjóm Gylfa Gunnarssonar. Bridgespilarar héldu tveggja kvölda tvímenningskeppni í febrúar og var þátttaka mjög góð. Taflmót var ekki Valskórinn söng á árlegu aðventukvöldi í Friðrikskapellu, 13. des. sl. Fjölbreytt félagsstarf r I góðum húsakynnum! haldið að þessu sinni en iðulega setjast menn að tafli í félagsheimilinu, t.d. á getraunamorgnum á laugardögum. Þykir ýmsum hagstætt að setjast við gluggana, sem snúa að stóra íþrótta- salnum, því þá er unnt að drepa tímann við að horfa á æfingar eða leiki í salnum á meðan andstæðingurinn er að spá í næsta leik! Skokkarar og líkamsræktarfólk hafa sem fyrr fært sér aðstöðuna að Hlíðarenda í nyt, þótt ekki hafi verið með skipulegum hætti eins og stund- um áður. Nú þegar um það bil er lokið breytingum á húsnæði Vals, sem hafa tekið mikinn tíma forráðamanna Vals, hlýtur það að verða eitt af viðfangs- efnunum að bæta nýtingu aðstöðunnar. Með opnun göngubrautarinnar, út Nauthólsvík til vesturs með Skerjafirði út að Faxaskjóli/Hofsvallagötu og til austurs yfir Kringlumýrarbraut inn Fossvogsdal og upp með Elliðaá, er Hlíðarendi kominn í þjóðbraut, skokk- ara og hjólreiða- og göngufólks. Félagsheimilið skapar glæsta um- gjörð um margar samkomur á vegum félagsins, deilda þess og sérstakra skemmtinefnda. Auk herrakvölds og þorrablóts var nú í fyrsta sinn haldið kvennakvöld sem heppnaðist mjög vel. Uppskeruhátíð deilda og samkom- ur til að fagna glæstum sigrum, s.s. í Islandsmóti eða bikarkeppni og árlegu vali á Iþróttamanni Vals, eru jafnan vel sóttar og félaginu til mikils sóma. Stefán Halldórsson, félagsmálaráði Vals 43

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.