Valsblaðið - 01.05.1995, Side 50

Valsblaðið - 01.05.1995, Side 50
Sigurður Dagsson í leik með Val gegn ÍA í „den-tid". Það er Teitur Þórðarson sem skallar að marki en Magnús Bergs er til varnar. Ingi Björn Albertsson fylgist vel með. VALSBLAÐIÐ 1965 Leit á mig sem gest í liðinu Það vakti nokkra furðu á s.l. vori þegar Valur kom til leiks með ungan markvörðu, sem aldrei hafði fyrr séztí marki hjá féalginu í neinum aldursflokki þess í knattspymu og var hann þó kominn nokkuð yfir tvítugt. Nafnið á þessum unga manni er Sigurður Dagsson. Ekki var nafnið þó ókunnugt með öllu, því hann hafði um nokkurst sekið getið sér gott orð sem handknattleiksmaður, m.a. í landsliði unglinga. Hann var einn bezti maður í liði Vals í þeim flokkum sem hann hefur leikið með og þar byrjaði hann í marki í þriðja flokki en lék úti á velli í öðmm flokki og meistaraflokki. Vakti hann oft á sér athygli fyrir uppstökk sín og skot. Þótti mör- gum sem þar hlyti að vera á ferð- inni snjall frjálsíþróttamaður, sérstaklega í stökkum og um eitt skeið um hann hafa komið þar fið sögu, þótt ekki legði hann það fyrir sig fyrir alvöm. Þó varð hann meistari í þrístökki með 14 m stökk og staðfestir það að þar var hann vel liðtækur, ef ekki afreks- maður. „Þegar ég kom á fyrstu knattspymuæfinguna hjá Val var fyrsta verkið að raka smágrjóti af vellinum og tók ég auðvitað þátt í því. En þótt skömm sé frá að segja, leizt mér ekki á þetta og kom ekki aftur!" Valsmenn munið getrauna- númer Vals 101 VALSBLAÐIÐ 1964 Álít að æfingaskipulaginu sé abótavant, segir Árni Njálsson „Ég álít að heppilegast væri að æfingar meistara- og 1. flokks væm alveg séræfingar, lokaðar öðrum. Þá á ég við að menn, sem koma aðeins til að skemmta sér og þegar þá langar, verði ekki á þess- um æfingum. Ættu tvær slíkar séræfmgar að vera á viku og svo tvær fyrir alla og þá kappliðum gert að mæta a.m.k. á annarri æfmgunni. Þá vil ég benda á að árs æfmga„prógramið" er of skipu- lagslítið. Það þarf að gera viss áætlun, sem nær yfir allt æfinga- og keppnistímabilið, hvort sem það er nú ár eða 8-10 mánuðir. I þess- um árs-tímaseðli verður að vera viss og ákveðinn stígandi: Það verður að vera ákveðið bókhald yfir þessa áætlun frá æfingu til- æfingar, og frá viku til viku, og ennfremur yfir æfmgasókn hvers einstaks leikmanns. Ég myndi leggja til, ef ég ætti að annast þjálfun, að leikmenn væru við og við þolprófaðir. Það gefur vissa vísbendingu um það hvert stefnir með þjálfunina. Ég myndi líka kreljast þess að valið væri í liðið eftir æfmgasókn, og hvenrig menn hafa lagt sig fram við æfingar. Ég mundi ekki samþykkja að handknattleiksmenn, sem stunda bæði handknattleik og knattspymu, fengju að koma inn í liðið, þó að þeir hefðu stundað handknat- tleikinn allan veturinn en sleppt þjálfun knattspymumanna. Ég mundi segja að 25 æfmgar væri lágmark áður en keppni byr- jaði og á ég þar við æfingar sem eru á hinu skipulagða æfmgatíma- bili, ekki þótt menn hreyfðu sig eitthvað á hinu svokallaða hvíldar- tímabili." 50

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.