Valsblaðið - 01.05.2000, Page 45

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 45
Ungir Valsarar Elfa Hreggviðsdóttir meistaraflokki í handbolta Fæðingardagur og ár: 19. október 1983. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Bara fullt fullt af bikurum. Fyrsta augnablikið sem þú manst eftir: Þegar að ég var á skíðum 7 ára gömul og ætlaði að stökkva af stökkbretti með stæl. Þegar að ég lenti beit ég í sundur á mér tunguna. Það lýsir því hvað ég er rosalega óheppin. Af hverju handbolti: Geri allt eins og Teddi frændi, þetta er líka skemmtilegasta íþróttin. Flest mörk í leik: 12 mörk í unglingaflokki. Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar við unnum allt sem hægt var að vinna í 3. flokki '99. Skemmtilegustu mistök: Hef gert svo mörg mistök að ég man ekki eftir neinum sérstökum. Fyndnasta atvik: Við vorum að keppa með 5. flokki fyrir langa langa löngu. Við höfðum verið í sókn og vorum að hlaupa til baka þegar ein stelpan, sem var með mér í liði, datt og fór svona fjóra afturábak kollhnísa áður en hún gat staðið upp. Dómarinn þurfti að stoppa leikinn því að það lágu allir í hlátur- skrampa á gólfinu. Stærsta stundin: Þegar ég fór á fyrstu handboltaæfinguna 8 ára gömul. Hvað hlægir þig í sturtu: Þegar vatnið er frosið. Kostir: Mikið keppnisskap og oftast í góðu skapi. Ókostir: Alltaf rosalega þreytt og með ólæknandi skósýki. Athyglisverðust í meistaraflokki: Hafrún, hún er sú allra fyndnasta, toppmanneskja og alltaf með einhverjar sögur. Flottastur í Val: Baldur húsvörður. Hvað lýsir þínum húmor best: Algjör aulahúmor sem endar oftast með því að ég er sú eina sem hlæ. Fleygustu orð: Má ég sjá! Það fallegasta sem hefur verið sagt um þig: Þegar stelpumar hrósa hlaupastíl mínum, hann er sá allra flottasti. Hjátrúarfull: Fer ekki úr upphitunargallanum fyrr en fyrirlið- inn er búinn að heilsa dómaranum. Á hvaða íslendingi hefurðu mestar mætur: Auðvitað mömmu og pabba. Fullkomið laugardagskvöld: Með góða spólu, mikið nammi og kærastann. Ef þú yrðir að vera einhver önnur: Ætli ég vildi ekki vera Mia Hundvin, hún er rosalegur leikmaður. Hvað gætirðu aldrei hugsað þér að gera: Að borða pöddur og svoleiðis viðbjóð. Mottó: Hláturinn lengir lífið. Fyrirmynd í boltanum: Mia Hundvin í norska landsliðinu. Leyndasti draumur: Of mikið leyndarmál. Erfiðasti andstæðingur: Ásdís í KA- hún er líka leiðinlegasti andstæðingurinn. Kærasti: Einar Hólmgeirsson. Við hvaða aðstæður líður þér best: í algjörri afslöppun upp í sófa með Einari. Pínlegasta uppákoma: Við voru að skjóta úr stöðum á æfingu og Elvar þjálfari var í marki og ég skaut í andlitið á honum. Eftirminnilegasta stefnumót: Fyrsta stefnumótið með Einari. Við fórum í sund og hittum gjörsamlega alla sem við þekktum. Það var frekar vandræðalegt. Hvaða setningu notarðu oftast: Ég get þetta ekki. Ef þú værir alvöld í Val: Láta kynda meira í litla salnum á vet- uma, það er ekki líft þar fyrir kulda. Valsblaðið 2000

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.