Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 83
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 83
aðalbJörg maría ólafsdóttir
Tafla 1. Efnisþættir námsgreinanna fjögurra samkvæmt markmiðum aðalnámskrár
Í töflunni sést, ef skoðað er lárétt, hvernig samræmi er á milli námsgreinanna fjög-
urra. Nemendur kynnast lögmálum og aðferðum tækninnar sem og öðrum aðferðum
í námi og starfi og læra að nýta hana við hönnun hugmynda og útfærslu fjölbreyttra
viðfangsefna. Upplýsingaöflun með miðlum tækninnar tengist beint markmiðum
félagslegs og sögulegs samhengis myndlistar kennslunnar. Meðvitund um fjölbreytta
útfærslu á sviði sköpunar eykst með þjálfun gagnrýninnar hugsunar og fagurfræði-
Lögmál og aðferðir:
Nemendur þjálfa skap-
andi og tæknilega færni,
sem felst í notkun á miðl-
um greinarinnar í sköpun
nemenda.
Félagslegt og sögulegt
samhengi: Nemendur
auka skilning og þekk-
ingu á myndhefð sam-
félagsins í nútíð og fortíð.
Fagurfræði og rýni: Nem-
endur þjálfa myndtúlkun,
gagnrýna hugsun og
hæfni til að lýsa skoð-
unum sínum með eigin
orðum, sem vekur þá til
umhugsunar um gæði og
tjáningu myndmálsins.
Beiting tölva: Nemendur
þjálfast í notkun tölvu-
og upplýsingatækni við
vinnuna.
Tölvulæsi: Nemendur
þjálfast í að beita tölvu-
og upplýsingatækni.
Tækniskilningur: Nem-
endur læra að meta og
skilja möguleika tækn-
innar og takmarkanir.
Viðhorf: Nemendur
kynnast möguleikum
tölvu- og upplýsinga-
tækni í námi og starfi og
sjá hvernig tæknin nýtist
í réttu samhengi við við-
fangsefnin.
Tæknilæsi: Nemendur
öðlast kunnáttu til að
nýta tækjabúnað til
þekkingaröflunar og
miðlunar.
Upplýsingalæsi: Nem-
endur öðlast þekkingu og
færni í að afla, flokka og
vinna úr upplýsingum á
gagnrýninn og skapandi
hátt.
Menningarlæsi:
Nemendur læra að njóta
menningar og vinna úr
ýmsum þáttum hennar
á skapandi og siðrænan
hátt.
Upplýsinga- og tækni-
læsi: Nemendur tileinka
sér þá þekkingu, færni
og tækni sem þarf til að
útfæra eigin hugmynd í
sýnilega afurð.
Hugmynd, lausn, afurð:
Nemendur læra fagleg
vinnubrögð við hug-
myndavinnu, útfærslu og
framleiðslu afurðar.
Einstaklingur, tækni og
umhverfi: Nemendur
verði meðvitaðir um
gagnvirk tengsl á milli
einstaklinga, tækni og
umhverfis, sem teng-
ist þeim sviðum sem
nýsköpun og hagnýting
þekkingar samþættist
hverju sinni.
Myndlist Tölvunotkun Upplýsingamennt Nýsköpun og
í grunnskóla hagnýting þekkingar