Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.09.2004, Side 5

Bjarmi - 01.09.2004, Side 5
í þriðja lagi ef konu hefur verið nauðgað. Eyðingin skal helst fara fram á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og ekki eftir 16. viku nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður. Á tímabilinu 1961-2002 voru 13.290 fóstureyðingar framkvæmd- ar á íslandi1 2 3 4. Þvi má gera ráð fyrir að um 15 þúsund íslenskum fóstrum hafi verið eytt frá árinu 1961 til dagsins í dag. í ræðu sinni í Dómkirkjunni 1. janúar 2004 voru biskupi íslands, herra Karli Sigurbjörnssyni, þessar tölur ofarlega í huga. „Við verðum að gefa gaum að þeirri staðreynd að þetta eru hrikalegar tölur, þúsundir einstaklinga sem við höfum ekki haft rúm fyrir í velsæld íslensks samfélags. Það er harms- efni. Einhver móðuharðindi hafa byrgt okkur sýn gagnvart því sem máli skiptir! “ Félagslegar ástæður Langflestar fóstureyðingar á íslandi eru framkvæmdar vegna „óviðráðanlegra félagslegra ástæðna". En hvar liggja mörkin? Getur kona farið í fóstureyðingu af þeirri ástæðu að hún er i námi og vill Ijúka þvi áður en hún eignast börn? Með tilkomu Netsins gefst fólki nú kostur á að leyfa heiminum að fylgjast daglega með gjörðum sínum og hugsunum. Á svoköll- uðum „blogg-“ og „spjallsíðum" má m.a. lesa um hugrenningar kvenna sem látið hafa eyða fóstri. Á einni slíkri síðu greinir ung íslensk kona frá því að hún hafi tvisvar látið eyða fóstri. Hún man ekki hvers vegna hún fór í fyrra skiptið en í seinna skiptið var ástæðan sú að kærastinn var ósáttur við þungunina og hún gat ekki hugsað sér að sitja ein uppi með barnið. í dag er þessi unga kona enn barnlaus og sér mjög eftir því að hafa látið eyða fóstrun- um. Fleiri slikar frásagnir má finna á Netinu þó þar megi einnig finna frásagnir kvenna sem sjá ekki eftir Eyðingin skal helst fara fram á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar og ekki eftir 16. viku nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður. neinu. Sumir fara hörðum orðum 1 Á hverjum virkum degi undanlarín limm ára hala aö meöaltali 3,6 ólædd börn látiö liliö aI völdum lóstureyöinga hér á landi (tölur Irá Landlækni fyrir árin 1998-2002). 2 12 vikna gamalt lóstur hefur tekiö á sig mannsmynd, er meö fingur, tær, augnlok og mótaö andlit. Heilinn stjórnar hreylingum og lilfærastarlsewi, lifrin Iramleiöir blóölrumur og hjartaö slær. 3 Hulda Jensdóttir, Ijósmóöir og alþingismaöur á Alþingi 1991. 4 Tölur Irá Landlæknisembættinu.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.