Búnaðarrit - 01.01.1966, Side 8
2
BÚNAÐAKRIT
Starfsmenn og starfsgreinar
Hér verður starfsfólk Búnaðarfélags Islands talið upp og
getið verksviðs livers og eins. 1 skýrslum starfsmanna,
sem birtar eru sérstaklega hér á eftir, kemur nánar fram
verkaskipting þeirra, og að hvaða verkefnum þeir unnu
sérstaklega á árinu.
1. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri. Búnaðarmála-
stjóri er framkvæmdastjóri félagsins, stjórnar öllum
starfsgreinum þess í umboði félagsstjórnar og situr stjórn-
arfundi. Hann er ritstjóri Búnaðarritsins.
2. Gunnar Árnason, gjaldkeri. Hann gegnir einnig
skrifstofustjórastarfi ásamt búnaðarmálastjóra.
3. Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkjafræðingur, jarðrækt-
arráðunautur.
4. Björn Bjarnarson, jarðræktarráðunautur.
5. Agnar GuSnason, fóðurræktarráðunautur og með-
ritstjóri Freys frá því í maí, ritstjóri Handbókar bænda.
6. Óli Valur Hansson, garðræktarráðunautur.
7. Ólajur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur.
8. Jóhannes Eiríksson, nautgriparæktarráðunautur.
Hann liafði fengið orlof til námsdvalar í Bretlandi eitt
háskólaár og dvaldi við háskólann í Reading frá 1. okt.
1964 til 30. júní 1965.
9. Arni G. Pétursson, sauðfjárræktarráðunaulur.
10. Gunnar Bjarnason, alifugla- og svínaræktarráðu-
nautur.
11. Þorkell Bjarnason, settur brossaræktarráðunautur.
12. Hafsteinn Kristinsson, mjólkurfræðiráðunautur.
13. Ragnar Ásgeirsson, byggðasafnaráðunautur.
14. Haraldur Árnason, verkfæraráðunautur. Hann er
einnig framkvæmdastjóri Vélasjóðs og í stjórn bans á-
samt þeim Birni Bjarnarsyni, jarðræktarráðunaut og
Steinþóri Gestssyni, bónda á Hæli.
15. Gísli Kristjánsson er ritstjóri Freys, en xitgáfunefnd
skipa Einar Ólafsson, bóndi, Lækjarhvammi, Pálmi Ein-