Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 16
10
BÚNAÐARRIT
nefndu sinn manninn livort, þá Gísla Kristjánsson, rit-
stjóra, og Kristján Karlsson, erindreka, en þriðja nefnd-
armanninn, Pétur Gunnarsson, forstjóra, skipaði ráð-
herra án tilnefningar, og er liann formaður. Jafnframt
fól landbúnaSarráSherra BúnaSarfélagi Islands með bréfi
dags. 30. ágúst að kanna, hversu mikið liey bændur kynnu
að vilja gefa til bænda á Austurlandi vegna lieyskortsins
þar. Var þegar brugðizt við og með bréfi dags. 18. sept.
var ráðuneytinu tilkynnt, að bændur á Suður- og Vestur-
landi hefðu boðizt til að gefa ca. 2700 liestburði af beyi
og auk þess um 50 þúsund kr. í peningum. Þá voru ókom-
in svör frá nokkrum aðiljum t. d. ríkisbúunum, sem sum
hafa gefið nokkuð af lieyi. Búnaðarfélag Islands afhenti
kalnefnd öll gögn í þessu máli í september, og hefur
nefndin staðið í útvegun heys og að fá það flutt. Alls
pöntuðu bændur um 38 þús. hesta af lieyi. Nefndin lief-
ur lofað að útvega um 30 þúsund hesta og hefur þegar
komið austur meira en helmingi þess magns.
RáðunautanámskeiS. Dagana 15.—21. marz liélt Biin-
aðarfélag Islands námskeið í Bændahöllinni fyrir héraðs-
ráðunautana, en venja er að lialda slík námskeið annað
livert ár. Á námskeið þessi eru einnig boðnir kennarar
bændaskólanna, nemendur Framlialdsdeildarinnar á
Hvanneyri, tilraunastjórar tilraunastöðvanna og sérfræð-
ingar Búnaðardeildar. Tilgangur með námskeiðum þess-
um er í megindráttum tvíþættur. I fyrsta lagi ræða ráðu-
nautar Búnaðarfélags Islands við héraðsráðunautana um
hina ýmsu þætti leiðbeiningastarfseminnar og taka sér-
staklega fyrir liverju sinni breytingar á þeim lögum, sem
Búnaðarfélag Islands sér um framkvæmd á með aðstoð
búnaðarsambandanna. I öðru lagi fær Búnaðarfélag Is-
lands sérfræðinga eða tilraunastjóra tilraunastarfseminn-
ar til að kynna lielztu niðurstöður innlendra rannsókna
og tilrauna, sem nýlokið er við eða eru í gangi, fyrir ráðu-
nautum og öðrum fundarmönnum. Námskeið þetta sóttu
því nær allir héraðsráðunautarnir og allur þorri þeirra,