Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 29
SKÝRSLA BÚNAÐARMÁLAST.IÓRA
23
að sitja á stórbýlum, Með fáum undantekningum ætti að
selja prestssetrin bændum, en færa bústaði prestanna
ýmist í þorp eða að skólastöðum.
Að lokum viljum við, þátttakendur í þessari ferð, þakka
af alliug öllum þeim, konuin og körlum, sem við hittum,
ræddum við og nutum gestrisni bjá, fyrir ýmiss konar
aðstoð og ágætar móttökur.
Utanferðir búnaðarmálastjóra
Undirritaður fór tvívegis utan á árinu til þess að sækja
fundi. Fyrst á fund Búfjárræktarsambands Evrópu í
Nordwijk í Hollandi dagana 22.—25. júní og flutti þar
erindi um ábrif vaxtarlags á kjötgæði lamba, að ósk
þeirra, sem sáu um dagskrá fundarins. Búnaðarfélag fs-
lands er aðili að þessari stofnun, og tel ég það ávinning
fyrir okkur, enda þótt við getum ekki nema sjaldan sent
fulltrúa á fundina.
Hinn fundurinn, sem ég sótti, var baldinn í París dag-
ana 3.—5. nóvember á vegum OECD. Yar þar fjallað um
rannsóknir á aðlögun í landbúnaði. f báðum þessum ferð-
um bafði ég stutta viðkomu í Bretlandi.
Erlendir gestir
Að venju komu aBmargir erlendir gestir í lieimsókn til
Búnaðarfélags fslands á árinu 1965. Skal nokkurra þeirra
getið.
Landshöfðinginn yfir Grænlandi, lir. N. O. Christensen
og aðalræðismaður Dana á fslandi, lir. Ludvig Storr,
sneru sér til Búnaðarfélags fslands með ósk um, að félagið
greiddi fyrir og leiðbeindi þremur mönnum úr Landsráði
Grænlands, sem óskuðu eftir að koma til íslands á árinu
og dvelja liér nokkra daga til að kvnna sér atvinnulíf og
félagsmál bér á landi. Búnaðarfélagið varð fúslega við
þessu. Þann 27. júlí komu þessir grænlenzku gestir til