Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 34
28
BÚNAÐAKKIT
kvöldfagnaðar síðasta kvöldið, sem þeir dvöldu á brezkri
grund. Búnaðarfélag Islands þakkar Sigursteini og konu
hans fyrir rausn þeirra og hjálpsemi.
Bœndajarir innanlands. Farnar voru þrjár bændaferðir
innanlands. Borgfirðingar fóru um Suðurland 8.—12.
júní, Vestfirðingar fóru um Norður- og Austurland að
Jökulsá á Breiðamerkursandi 13.—22. júní og Dalamenn
fóru um Suðurland allt til Fljótshverfis 25.—29. júní.
Ragnar Ásgeirsson var fararstjóri í þessum ferðum, nema
hvað Gunnar Árnason, gjaldkeri félagsins, leysti Ragnar
af hólmi tvo síðustu dagana með Dalamönnum.
Fræðslustarfsemi félagsins
Ráðunautar félagsins veita fræðslu og leiðbeiningar allt
árið í viðtölum við menn, með bréfaskriftum, í greinum
í blöðum og tímaritum og með erindaflutningi á fundum
og í útvarp. Ráðunautarnir skýra nánar frá þessuin mál-
um í starfsskýrslum sínum hér á eftir.
Búnaðarfélag íslands gefur iit Búnaðarritið, sem allir
ævifélagar fá ókeypis, einnig Frey, sem færir kaupend-
um hagnýtar árstíðabundnar leiðbeiningar og ýmislegt
annað efni, og Handhók bænda, sem er nauðsynleg upp-
sláttarbók fyrir bændur og alla aðra, sem eitthvað fást
við ræktun jaröar.
Búnaðarfélag Islands liefur veitt 15 nemendum, er
stunda nám í búvísindum, mjólkurfræði og dýralækn-
ingum við erlenda báskóla, námsstyrki á árinu, einnig 5
nemendum við Framhaldsdeildina á Hvanneyri og einni
stúlku, sem er nemandi við reiöskóla í Þýzkalandi. Því
miður hefur félagið allt of lítið fé til að veita í styrki sem
þessa.
Þessir nemendur hlutu námsstyrk:
Jón R. Björnsson, búfræðinám í Danmörku ................ kr. 3.500,00
Guðinundur Sigþórsson, liúfræðinnni í Diinniörku........— 3.500,00
Bjarni Björnsson, búfræðinám í Englandi ................— 3.500.00