Búnaðarrit - 01.01.1966, Side 65
SKYRSLUR STARFSJIANNA
59
eðlilegum ástæðum á vor- og sumartímann bæði varð-
andi atvinnugarðyrkju og garðrækt áliugafólks. Vegna
umfangsmikils starfssvæðis og fjölmargra óska, sem ár-
lega berast um aðstoð, miðar liægt í starfinu og gengur
illa að sinna því, sem þyrfti, en væntanlega verður liægt
að bæta úr þessu bráðlega.
Heimsóknir mínar á lielztu svæði garðyrkjubænda
liafa verið sem hér segir:
Biskupstungur og nágr. sveitir: Jan. 13.—16., apríl 12.
—16., júní 22.-24., júlí 20.—23. og 27.-28.
Borgarfjörður: Febr. 15.—19., apríl 22.—25., inaí 18.
—22., júlí 8.—10., nóv. 9.—10.
Hveragerði, Ölfus: Febr. 4.—5., 11., marz 31., apríl
30., júlí 6., ágúst 25.—26., okt., 13., 21., des. 7.
Mosfellssveit: Marz 18., apríl 29., júní 21., ágúst 5.
Norðurland: Um Skagafjörð, Eyjafjörð, Fnjóskadal og
Reykjaliverfi, ágúst 17.—22.
Önnur ferðalög í sambandi við leiðbeiningar voru sem
hér segir: 1.—15. maí og 1.—12. júní ferðaöist ég nokkuð
um ýmsa hreppa í Árnes- og Rangárvallasýslum sam-
kvæmt tibnælum Sambands sunnlenzkra kvenna, er liafði
að nokkru skipulagt ferðir mínar. Heimsótti ég mörg
heimili og veitti leiðbeiningar og lagði á ráð um ýms at-
riði, er varða beimilisgarðrækt. Víða virtist mér allmik-
ill ábugi fyrir garðrækt, en flestir kvörtuðu þó yfir naum-
uin líma til þess að sinna þessu starfi, svo og þekkingar-
leysi. Ég sá þó á ferðum mínum nokkur glögg dæmi um
það, að margt má gera, þótt tíminn sé naumur, ef vilji
og ábugi er fyrir liendi.
Seint í maí brá ég mér norður á Sauðárkrók og ferð-
aðist þar um nágrennið í vikutíma í erindagjörðum um
lieimilisgarðrækt, gerði ég jafnframt nokkra skipulags-
uppdrætti að görðum fyrir fólk. Laust fyrir miðjan júlí
fór ég lil Borgarness og veitti þar leiðbeiningar og að-
stoð í nokkra daga, en í Borgarnesi ríkir mikill ábugi