Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 68
62
BÚNAÐARRIT
búvísindum, við skólaval og umsóknir. Hinn 21. marz
leiðbeindi ég um liáskólanám í búvísindum á 10. starfs-
fræðsludeginum í Reykjavík. Hef ég frá uppliafi leið-
beint um landbúnaðarmál ásamt öðrum á starfsfræðslu-
dögum í Reykjavík að einum undanskildum, er ég kom
því ekki við. Hinn 24. september flutti ég erindi um þörf
landbúnaðarins fyrir sérhæft vinnuafl á starfsfræðslu- og
félagsfræðinámskeiði, sem fræðslumálastjórnin stóð að
í Kennaraskóla Islands. Á árinu flutti ég þrjá búnaðar-
þætti í útvarp. Hinn fyrsti nefndist Nokkrir áfangar í
landbúnd&armálum og fjallaði um nýja löggjöf í jarð-
rækt og búfjárrækt og á fleiri sviðum. Hinir nefndust
Séð og heyrt vestan liafs og voru fyrstu tveir af fjórum
þáttum um ráðunautastarfsemi og viðhorf til landbúnað-
ar í Bandaríkjunum.
Nautgripasýningar. Að þessu sinni var Jóhannes Ei-
ríksson formaður dómnefnda á nautgripasýningum, sem
nú voru haldnar á Austurlandi, en báðir vorum við á af-
kvæmasýningum, sem haldnar voru á Suðurlandi 10., 13.
og 14. september og í Borgarfirði 1. október. Samband
nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar liafði eindregið óskað
eftir afkvæmasýningu á tveimur nautum á árinu, þótt
ekki bæri upp á sýningarár þar. Varð félagið við þessu,
og dæmdi ég hópana 22. júní á Akureyri, en ferðalag þelta
stóð yfir 21. til 24. júní.
Fundahöld og ferSalög. Dagana 25. og 26. janúar sótti
ég aðalfund Nautgriparæktarsambands Árnessýslu að Sel-
fossi og Nautgriparæktarsambands Rangárvalla- og V.-
Skaftafellssýslu að Hvoli, en fundum þessum hafði verið
frestað fram yfir áramót. Dagana 27. til 31. marz var ég
á ferðalagi um Skagafjörð og Húnavatnssýslu. Að beiðni
Hólaskóla flutti ég þar erindi um mjaltir fyrir nemendur,
sunnudaginn 28. marz, og sýndi 3 kvikmyndir, og daginn
eftir var bændafundur á Hólum, sem um 40 bændur sóttu,
en fundarmenn voru rösklega 70 að meðtöldum nemend-
um. Skýrði ég á fundinum frá tilraunum með kálfaeldi,