Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 89
SKYRSLUR STARFSMANNA
83
lirepps, Strand., Sf. Langdæla, Sf. Staðarlirepps, Sf. Fells-
lirepps, Skag. og Sf. Ásahrepps. Nú liefur myndazt skarð
í fjárræktarfélagsstarfsemina í Skagafirði og Múlasýslum
og þyrfti að fylla í það skarð hið hráðasta.
Tvö nýlega stofnuð sauðfjárræktarfélög fengu sam-
þykktir staðfestar á árinu:
1. Sf. Gaulverjabæjarhrepps, Árnessýslu.
2. Sf. Mosfellslirepps, Kjósarsýslu.
Ný samþykkt var staðfest fyrir Sf. Þverárlirepps og
Sf. Prúð, Rauðasandslireppi.
Sauðfjárræktarbúin
Sömu bú sendu inn skýrslur og um getur í síðasta árgangi
Búnaðarritsins. Er þar með lokið starfsemi búanna í anda
hinna gömlu búfjárræktarlaga, en væntanlega munu sum
þeirra liefja starfsemi eftir núgildandi lögum. Ég vil
leyfa mér, fyrir liönd Búnaðarfélags Islands og alþjóðar,
að þakka sauðfjárræktarbúunum fyrir gagnmerkt braut-
ryðjendastarf lun árabil og forystu og mótun kynbóta-
starfsins á umliðnum árum. Árangur sá, sem náðst hefir
við útfærslu á starfsemi búanna í gegnum fjárræktarfé-
lög, afkvæmarannsóknir og nú síðast stofnræktarhú, verð-
ur seint að fullu metinn fyrir fjárrækt okkar Islendinga.
Og án efa værum við ekki eins vel á vegi staddir á fram-
farabraut á því sviði, ef ekki hefði þar notið við árvekni
og fórnfúss starfs forráðamanna sauðfjárræktarbúanna.
Ég vænti þess, að eiga enn um skeið ánægjulegt samstarf
við búin, eins og verið liefur til þessa.
Afkvæmarannsóknastöðvar
Fimm stöðvar voru starfandi, liinar 4 sömu og um getur
í 78. árg. Búnaðarritsins, og liin 5. að Skriðuklaustri í
Fljótsdal. Nú er mikill hugur að auka og efla afkvæma-
rannsóknir víða um land. Og væntanlega verður að vonum