Búnaðarrit - 01.01.1966, Side 100
94
BÚNAÐARRIT
Bólstað v. Reykjavík, vegna meiðsla. Ég var beðinn að
koma austur til að velja nýjan graðhest úr liópi inn-
fæddra. Fór ég austur, er ég var staddur á Húsavík í orlofi
snemma í sept. Fyrir valinu varð 3ja vetra hestur, ljós-
rauður, ættaður frá Ketilsstöðum á Völlum í móðurætt,
sonur Ljónslappar 1817 Bergs Jónssonar. Það var afburða
mikil liryssa, falleg, þróttleg og harðviljug. Faðir folans
er Blesi 500. Þetta er efnilegur foli, einkum er fram-
bygging lians ágæt, en afturbygging og fætur lakari, en
hesturinn er ekki mikið gefinn og á eftir að fyllast og
þroskast með eldi og árum. En við vorum sammála um,
að ekki væri rétt að láta gelda þennan fola, svona ætt-
aðan.
Sýningar
Dagana 13.—20. júní voru haldnar sýningar á Vestur-
landi í þessum sýslum: Borgarfjarðar-, Mýra-, Snæfells-
ness-, Dala-, A.-Barðastrandar- og Strandasýslu. Sýndar
voru 84 liryssur og 25 stóðliestar 2ja vetra og eldri.
Héraðssýning var svo haldin að Faxaborg dagana 17.
og 18. júlí. Komu þar til leiks 29 hryssur og 17 stóðhest-
ar og hlutu kr. 18.130,00 í verðlaun. Héraðssýningin tókst
að mörgu leyti vel, en ég ræði ekki frekar um sýningarn-
ar liér. Mun ég birta skýrslu yfir þær seinna í Búnaðar-
ritinu. Vil þó geta þess, að Leifur Jóhannesson, ráðu-
nautur, ferðaðist með mér á allar sýningarnar. Þá voru
þeir Guðmundur Pétursson, ráðunautur, og Bogi Eggerts-
son með mér á öllum sýningum í Borgarfjarðarhéraði, en
þar voru flest hrossin sýnd. Þakka ég þeim mjög vel fyrir
samveruna og góða samvinnu.
Fundir og fleira
Ég sat og flutti erindi á aðalfundi Hrs. Suðurlands á
Hellu 17. apríl og einnig á aðalfundi Hrs. Vesturlands í
Borgarnesi 5. desember.