Búnaðarrit - 01.01.1966, Side 101
SKÝRSLUR STARFSMANNA
95
Ég var boðaður á aukafund á Blönduósi hjá Hrs. Norð-
urlands 20. júní, en var þá að enda sýningaferð og gat
ekki farið.
Þá fór ég ferð til fundahalda lijá hestamannafélögum
á Vesturlandi í byrjun inaí, var það á vegum L. H. Að-
alfund L. H. sat ég 6.-—7. nóv. á Hvolsvelli og flutti þar
langt erindi um hrossarœkt. Ég kenndi lirossadóma á Hól-
um í Hjaltadal í októbermánuði á námskeiði, er L. H.
gekkst fyrir, og kostaði það ferð mína.
Dagana 20.—21. nóv. fórum við Kristinn Jónsson, ráðu-
nautur, norður að Laugabakka í Miöfirði á fund lijá
Búnaðarsambandi V.-Húnvetninga og béldum þar erindi
um brossarækt og beitirækt og sýndum litskuggamyndir.
Landssamband hestamannafélaga starfar með miklum
blóma undir forystu Einars Sæmundsen. Ný félög spretta
hvarvetna upp, og nú teljast innan L. H. 26 félög. Þeir
eru mjög ábugasamir í hrossaræktinni og velta þeim mál-
um fyrir sér snemma og seint, og er mér mikill stuðning-
ur að starfi þeirra og áliuga.
Þá sat ég fund með hestamönnum úr félögunum vestan
lieiða, j). e. Hafnfirðingum, Reykvíkingum og Kjalnes-
ingum, þar sem rætt var um, livort J)eir skyldu áfram
taka þátt í sýningum lirossa á Vesturlandi. Þar sem þeir
eru starfandi í Hrs. Suðurlands, var ákveðið, að þeir
fylgdu því svæði með Jiátttöku í sýningum.
tJtflutningur mun bafa verið með minnsta móti. Ég út-
bjó upprunavotlorð fyrir 44 bross, er fóru flugleiðis í
marz. Eftir J)að var Gunnari Bjarnasyni falið að sjá um
þá pappíra. Einn ættbókarfærður slóðbestur, Moldi 599,
frá Skúla Kristjónssyni, Svignaskarði, var fluttur út.
Moldi var ekki æskilegur í okkar reiðhestarækt, kald-
lyndur og harður í skapi og of grófur að byggingu. Með-
alverð vitfluttra hrossa var um 10.600,00 kr.
UmferSatamningar á vegum Hrs. Suðurlands, sem mér
var falið að aðstoða við, komust ekki í framkvæmd á
Jiessvi ári.