Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 120
114
BÚNAÐARRIT
nokkuð af bréfum og beiðnum um vistun stúdenta eða
annars námsfólks, er vill dvelja hér nokkrar vikur og
vinna hluta úr sumrinu, en kynnast landinu annars. Mjög
er torvelt að finna fólki þessu starfsskilyrði um fáar vik-
ur, og þar að auki er sumt af því frá suðrænu breiddar-
stigi og talar fjarskyldar tungur, er sveitafólkið skilur
ekki, og útlendingarnir geta ekki gert sig skiljanlega fyrr
en dvalartíminn er á enda.
Reynslan liefur því sýnt, að landkynning á þennan
hátt er ekki auðveld, enda útlendingarnir einatt lítt til
þess kjörnir að gegna þeim hlutverkum, sem sinna þarf
í sveit á Islandi.
Taflan sýnir, að 50 manns liafa ráðizt hingað í sveit
á árinu og að fólkið hefur verið frá 6 þjóðum.
1 þessu sambandi er fróðlegt að líta yfir farinn veg og
sjá, liversu margar vistanir útlendinga liefur verið um
að ræða á vegum Búnaðarfélags Islands síðastliðin 20
ár. Flestar voru vistanirnar árið 1958, 328 samtals, en á
20 árum alls 1629. Meginþorrinn hafa verið Danir, eða
1267 piltar og 163 stúlkur, samtals 1430.
Annars liafa umræddar 1629 vistanir náð til fólks frá
14 þjóðum. I þessum tölum eru ekki með Þjóðverjar þeir,
sem hingað komu í lióp vorið 1949, um 320 manns sam-
tals, sem sumt ílentist liér, en aðrir fóru fljótlega af landi
burt.
Heildarmynd yfir störf ráðningarstofunnar á árinu 1965
má fyrst og fremst sjá af árangrinum, sem eftirfarandi
yfirlit ber með sér, en það sýnir vistanir samtals 340.
Vistanir voru sem hér segir:
Karlar Konur nrengir Telpur Alls
íslendingar í sveitum .. 70 69 115 30 284
Islendingar erlendis .. 4 2 6
Útlendingar í sveitum . 47 3 50
Samtals 121 74 115 30 340