Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 126
120
BÚNAÐARRIT
og búrekstursfyrirkomulag á námsskránni. Þar á meöal
voru lieimsóknir á lánastofnanir bœnda til þess að kynn-
ast lánafyrirkomulagi, lánakjörum og lánaskilyrðum, sem
bændur skulu uppfylla, og svo hversu mat fer fram á
þeim verðmætum, sem lán eru veitt til.
Þessi hagfræðiatriði í nútíma viðskiptabúskap skipta
mjög miklu máli hjá okkur eins og öðrum. Um þriggja
vikna skeið lagði ég alla ástundun á þessi verkefni í Dan-
mörku, en liinn fyrrnefnda þátt ferðar og dvalar rækti
ég meira í Noregi og Svíþjóð. Á báðum þessunt sviðum
er margt, sem við getum af grannþjóðum okkar lært og
haft til fyrirmyndar, beint eða óbeint.
Skulu þau atriði ekki rakin hér, en vonandi gefst tími
og tækifæri til að brjóta ýmis atriði þeirra til mergjar á
öðrum vettvangi.
5. Þá sat ég aðalfund Stéttarsambands bænda að Eið-
um á Héraði, og við sama tækifæri — um miðsumar —
fór ég til Norðfjarðar til þess að staðfesta af eigin sjón
og raun þau umfangsmestu köl, sem ég bef nokkru sinni
litið, og álykta, bvaða ráðstafanir belzt skyldi gera til að
afstýra þeirri vá, sem slík ósköp, er þar gaf að líta, lilytu
að liafa í för með sér.
6. Ennfremur vann ég að skipulagningu ráðunauta-
námskeiðs, sem Búnaðarfélag íslands liélt um vikutíma
síðla vetrar og annaðist stjórnun þess.
Til nokkurra minni báttar lilutverka af öðru tagi lief
ég verið kvaddur við og við, en þau skulu ekki rakin hér,
aðeins mín föstu störf og þau önnur, sem að framan er
getið. Að lieiman var ég samtals 66 daga á árinu.
í janúar 1966,
Gísli Kristjánsson.