Búnaðarrit - 01.01.1966, Síða 131
SKYRSLUR STARFSMANNA
125
liamlaði veður, en flesta dagana, sem við dvöldum við
Djúp, var töluverður vindstrekkingur með miklu frosti.
En livað um það, ráðin voru lögð á um dýraveiðar næsta
vor, en þá vann Gísli 46 refi og 72 minka í áðurnefndum
hreppum.
Frá Djúpi fórum við til baka yfir Þorskafjarðarheiði
í lieiðskíru veðri. 1 morgunljómanum vorum við staddir
á lieiðarbrúninni; þar sáum við í snjófölinu nýgengna
refaslóð, og var Gísli þar með liorfinn eftir henni út á
lieiðina með Sako-riffilinn sinn um öxl, og innan skamms
kom liann með mórauðan ref til haka.
Þessum kafla vil ég ljúka með því að þakka fyrir þær
frábæru móttökur, sem við fengum við Isafjarðardjúp í
þessari ferð.
FcrS urn Húnavatnssýslur. Hinn 2. apríl lagði ég af stað
í ferð norður í Húnavatnssýslur. Við Einar Guðlaugsson
á Blönduósi höfum farið margar veiðiferðir saman og
orðið vel ágengt við refa- og minkaveiðar, og nú gerðum
við ferð í skotliús hans, eins og s. 1. vetur, og lágum fyrir
ref, en Einar liafði „borið þar út“ fyrr um haustið. I
þetta sinn unnum við stóran, mórauðan ref. Á þessum
slóðum liefur tekizt að fækka refum verulega frá því,
sem áður var, en þá unnu bitvargar mikið tjón á sauð-
fénaði bænda. Síðar í þessari ferð unnum við Einar einn-
ig 2 minka.
FerS urn Snæfellsnes. I maímánuði fór ég vestur um Snæ-
fellsnes og leitaði minka í Bjarnarhöfn, fór um Akureyj-
ar og helztu varpeyjar þar í grennd og vann alls 7 full-
orðna minka. Þetta var á þeim tíma, er minkurinn gýtur,
og var einn þessara minka læða, sem rétt var ógotin með
mörgum hvolpum. Annarri læðu náðum við út í varp-
liólma, og var hún nýgotin, en hvolparnir náðust ekki.
Það kemur ekki að sök, þótt nýgotnir minkalivolpar
náist ekki, því þeir drepast strax, þegar móðirin sinnir