Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 134
128
BÚNAÐAKIUT
Torfi í Hvamnii í Hvítársíðu og Þorgrímur á Síðumúla-
veggjum í sömu sveit; þeir voru á eftirlitsferð með sauð-
fjárveikivarnargirðingu, sem liggur þarna í Langjökul.
Okkur talaðist svo til, að ég færi með Torfa á hestunum
að Efri-Fljótsdrögum, en þar liefur aldrei verið svipazt
um eftir mink. Engin merki voru um, að minkur liefði
gengið þar út þetta sumar, en víða greinileg merki um
fyrri veru lians þar.
1 vötnunum í Efri-Fljótsdrögum sá ég smásilung, sem
mér virtist vera bleikja. Ég er mjög þakklátur þeirn
Hvítsíðungum fyrir þetta tækifæri til að komast í Efri-
Fljótsdrög.
Næstu daga leituðum við minka allt í kringum Arnar-
vatn. Var það mikill léttir við starfið, að Benedikt á
Aðalbóli lánaði okkur veiðibát sinn, sem hann hefur á
vatninu, en með okkur tókum við utanborðsmótor, svo
nú tók það ekki nema 20 mínútur að komast frá Skammá
yfir í liinn enda vatnsins.
Þótt vinnudagur væri langur, tók það okkur 6 daga að
leita í kringum Amarvatn og vötnin þar í grennd og
vinna alls 22 minka, því oft á tíðum er mjög erfitt að
komast að dýmnum fyrir stórgrýti.
Frá Skammá héldum við norður Stóra-Sand og tjöld-
uðum við Seyðisá, skammt frá Hveravöllum. Daginn eftir
leituðum við vatnasvæðin þar, fundum mink á einum
stað, og var liann unninn (geld læða). Að kvöldi þessa
dags var haldið af stað og gist næstu nótt í nýjum, mynd-
arlegum leitarmannaskála á Kolkulióli á Auðkúlidieiði.
Seint um kvöldið fórum við að gömlu minkabæli þar
skammt frá og sáum, að þar myndi vera fjölskylda; þar
unnum við læðu og tvo hvolpa.
Við tófu urðum við lítið varir í þessari ferð. Við heyrð-
um í einni tófu um nóttina við Kolgrímsvötn, og á leið
okkar frá Seyðisá að Kolkuhóli komum við að gömlu
greni, þar leyndist einn stór hvolpur, sem við unnuni
strax fyrirhafnarlítið.