Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 137
SKÝRSLUR STARFSMANNA 131
vera sú, að í fyrra vantaði skýrslur frá 30 bæjar- og sveit-
arfélögum, en nú ekki nema frá 20.
Kostnaður liefur aukizt allverulega á þessu ári, aðal-
lega vegna liins síhækkandi kaupgjalds og hækkunar
verðlauna fyrir unnin dýr, en verðlaun liækkuðu, þegar
Alþingi setti með lögum bann við eitrun, en þau lög
komu til framkvæmda á s. 1. ári.
Þau 25 dýr, sem taflan sýnir, að fundizt liafi danð af
eitri, drápust af eitrun, sem framkvæmd var, áður en
lögin tóku gildi.
í jam'iar 1966,
Svcinn Einarsson.
Sandgrœðslan (Landgrœðslan)
Eins og árið 1964 gekk sandgræðslustarfið mjög vel á
s. 1. ári, þótt gróðri liafi farið liægt fram í maímánuði.
Fullyrða má, að grasspretta innan sandgræðslugirðing-
anna var með bezta móti á s. 1. ári. Eins og að líkum
lætur, er sjálfgræðslan mjög þýðingarmikill þáttur í
sandgræðslustarfinu, sem er mjög liáð veðurfarinu á
liverjum tíma. Á s. 1. ári þroskaðist fræið á melgrasinu og
íslenzka túnvinglinum með albezta móti, samanber að
báðar þessar grastegundir þroskuðust mjög vel á Hóls-
sandi í Norður-Þingeyjarsýslu, þ. e. betur en gerzt liefur
síðan Hólssandur var girtur. Þá dafnaði túnvingullinn,
sem er af dönskum uppruna (Festuca rubra var. geniosa)
mjög vel, og er tvímælalaust bezta grastegundin, sem
breytir örfoka landi í gróið land, á meðan við liöfum ekki
neitt sem lieitið getur af innlendum stofni af túnvingli.
Eins og á árinu 1964 var höfuðáherzla lögð á Hauka-
dalslieiðina, Landeyjasand, Þeystarreykjasand og Nýlióls-