Búnaðarrit - 01.01.1966, Side 142
136
BÚNAÐAKRIT
sveitastarfa svo fljótt sem orka leyfði. Hann fermdist áð-
nr en fræðslulögin gengu í gildi 1907 og naut því ekki
þeirrar fræðslu, sem þau áskildu, en inun þó hafa verið
vel á vegi staddur hvað barnafræðslu snertir. Hann fer í
Hólaskóla og lýkur þar námi 1917. Varð honum dvölin
þar mjög til þroska og mun liafa liaft gæfusöm áhrif á lífs-
starf hans. Vorið 1924 hóf hann búskap í Sunnudal, en
fluttist ári síðar að Innri-Fagradal, þar sem liann bjó æ
síðan. Hann var góður og áhugasamur bóndi, bætti jörð
sína mikið, byggði svo að segja öll hús frá grunni, bæði
yfir fólk og fénað, ræktaði mikið og átti gagnsamt bú.
Snemrna hlóðust á Þórólf margs konar félagsmálastörf.
Hann átti sæti í hreppsnefnd í 33 ár, var lengi í stjórn
Kaupfélags Saurbæinga og lengst af formaður þess. Hann
átti sæti í stjórn Búnaðarsambands Dalamanna frá stofn-
un Jiess 1947. Átti frumkvæðið að stofnun Ræktunarsam-
bands V.-Dalasýslu, var í stjórn þess frá stofnun og for-
maður síðustu árin. Þá var hann í stjórn Mjólkursamlags
Dalasýslu, átti sæti á flestöllum búnaðarsambandsfund-
um alla sína búskapartíð, svo og aðalfundum Stéttarsam-
bands bænda, þegar það var stofnað, og átti um tíma sæti
á Búnaðarþingi og í sýslunefnd Dalasýslu. Hann liafði
mikinn áhuga á þjóðmálum, fylgdist vel með Jiví, sem gerð-
ist á því sviði, og braut málin til mergjar af góðri getu,
svo sem vænta mátti, því að Þorólfur Guðjónsson var góð-
ur maður og gegn, víðsýnn félagshyggjumaður. Hann var
ótrauður fundarmaður, einarður í málflutningi, hélt fast
á sínum málstað, en þó fús til samstarfs og farsælla lausna
þeirra vandamála, sem við var að glíma liverju sinni. Þór-
ólfur liafði óhilandi trú á íslenzkum landbúnaði, og sú trú
hans var studd staðgóðri og langri lífsreynslu. Hann kunni
vel að gleðjast í góðra vina hópi, var léttur í máli, orð-
lieppinn og gamansamur. Honum var það fullljóst, að fé-
lagssamtök bænda, bæði í búnaðar- og verzlunarmálum
væru það vígi, sem bezt dyggði þeim til sóknar og varnar
í lífsbaráttu þeirra.