Búnaðarrit - 01.01.1966, Page 239
VINDSKÝLING Á ÍSLANDI
233
sveiflum. Til þess benda úrkomumælingar íslenzku VeS-
urstofunnar, sem gerðar vorn í nágrenni Reykjavíkur á
s. 1. ári1). Samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum befur
fundizt vegna staðhátta við einstaka regnmæla á eitthvað
18 km vegalengd allt að 400% aukning á regnmagninu
gagnvart viðmiðunarpunkti á jafnsléttu.
Ennfremur lítur út fyrir, að staðbundin álirif verði á
veðurfarið í nánd við heitu lindirnar. Hvaða höfuðatriði
veðurfarsins þetta snertir, er enn óleyst. Með tilliti til
jarðvarmans var h. 11. sept. s.l. ár2) ákveðinn jarðhiti
með tilraunamælingu í 10 cm dýpt nálægt heitri upp-
sprettu við Reykjavík. Hitainælirinn sýndi í 1,50 m fjar-
lægð frá lindarupptökum 15,9 stig, 6 m frá þessum stað
10,9 stig, 46 m þar frá 9,3 stig og 35 m þaðan 8,4 stig.
Framangreindar mælingar eru dæmi, sem sýna sér-
kennileika liins staðbundna veðurfars, eins og það getur
orðið vegna landslagsins, og að þekking á þeim vegna
liagnýtra markmiða með vindskýlingu er algjör nauð-
syn, til þess að hægt sé að dæma um gagnsemi hennar.
Um leið mun koma í I jós, að vindskýli eru ef til vill ekki
alls staðar nauðsynleg, því að auk hins staöbundna veður-
fars, sérstaklega í sambandi við vind, verður ennfremur
að taka tillit til hinna eðlisfræðilegu eiginleika jarðvegs-
ins, vatnsfestu hans og grunnvatnsstöðu. Síðast en ekki
sízt verður að vera ljóst, hvaða gróður á að rækta.
Jarðvegstegundirnar liafa áhrif á ástand vatnsins í
jarðveginum. Ef um er að ræða mjög blautan jarðveg
með kyrrstöðuvatni eða hárri grunnvatnsstöðu, þá er í
flestum tilfellum líklegt, að vindskjól sé til liins verra,
vegna þess að það dregur úr nauðsynlegri uppgufun.
Mismunurinn á niðursigi rirkomunnar er mjög breyti-
legur í jarðveginum. Samkvæmt rannsóknum á Lysimet-
erstöðinni í Giessen var niðursigið 1947 til 1959 í sand-,
J) Líklega a árínu 1963. — Þýð.
=) Árið 1963.