Búnaðarrit - 01.01.1966, Blaðsíða 255
VINDSKÝLING Á ÍSLANIII
249
(Ausganpswert). Sköinmu eftir að úrkoma minnkaði,
liarðnaði sendni leirinn mjög liratt, en mold og sandur
löngu seinna. Eftir 11 daga þurrk náði sendni leirinn
5000 g liámarki, moldin 2000 g og sandurinn 1500 g.
Það er að segja, ]ietta farg varð að leggja á, til þess að
brjóta liið skorpna og liarðnaða jarðvegsyfirborð. Hin
vindskýlda, gróðurlausa leirjörð tilraunaakursins Neuliof
við Giessen sýndi að meðaltali unt 100 g liörkuminnkun
í samanhurði við bersvæði í hinni úrkomumiklu veðráttu
frá 8. til 19. sept. 1960. Herzlan óx mjög fljótl á hersvæð-
isreitunum, er úrkomunni lauk, og fjórfaldaðist, þegar
miðað er við grundvallartöluna, á minna en tveimur
dögum við venjulegt sólfar, en náði ekki að tvöfaldast
á skýldri jörð.
Venjulega hefur vindskýling álirif á hitajar (warme-
haushalt) jarðvegsins. Hin liæga loftskipting, sérstaklega
í nálægð skjólhelta, kemur í ljós sem hitasöfnun í jarð-
veginum. Ef 100 fermetra hlettur er umgirtur með 1 m
háu vindskjóli og hitastig jarðvegsins er mælt, þá kemur
eftirfarandi mismunur í ljós miðað við hersvæði: Staður:
tilraunaakur Neuhof við Giessen. Jarðvegstegund: þétt
leirjörð, ógróin. Tími: júní/júlí 1960.
Meðalhiti
Dýpt
1 skjóli
Á bersvæði
5 cm 10 cm 20 cm 50 cm
19.2 17,9 18,0 17,6
18.2 17,4 17,4 17,6
Að meðaltali er hitaaukinn í skjóli í 5 cm dýpi 1,0°,
10 cm 0,5° og 20 cm 0,6°. Jarðlæga loftið er oftast lilýrra
í skjólinu og þá sérstaklega, ef um lokað skjólsvæði er
að ræða. Á rófnaakri tilraunalandsins Ileidelberg —
Grenzhof, sem var umgirtur 3 m háu maísbelti, mældist
3,4° meiri liiti í 1 m hæð um kl. 14 á heiðskírum dögum
í ágústmánuði 1957.