Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 4

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 4
4 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR SAFNA FYRIR FÓRNARLÖMB Á HAÍTÍ Að minnsta kosti þrenn samtök hér á landi taka við framlögum þeirra sem vilja styðja neyðarhjálp og uppbyggingarstarf á Haítí. Ýmist er hægt að hringja í söfnunarsíma eða leggja inn á reikninga. Nánari upplýsingar um safnanir er til dæmis að finna á heima- síðum Rauða kross Íslands (rki.is), Unicef (unicef.is) og SOS barnaþorpa (sos.is). Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, vill koma því á framfæri að hann hafi ekki gist í fangaklefa yfir nótt vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum Byrs og Exeter, eins og Fréttablaðið hafði eftir fréttastofu Stöð 2 á fimmtudag. Hann hafi kosið að bíða í fangaklefa eftir lögmanni sínum í nokkrar klukkustundir. LEIÐRÉTTINGAR Guðrún Jónsdóttir, sviðsstjóri á verð- bréfasviði Fjármálaeftirlitsins, var rang- lega nefnd Helga í frétt blaðsins í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Í viðtali við Bylgju Dís Gunnarsdóttur söngkonu á blaðsíðu 20 í blaðinu í gær var farið rangt með tímasetn- ingu óperettutónleika Óp-hópsins í Íslensku óperunni. Hið rétta er að þeir eru á dagskrá þriðjudagskvöldið 19. janúar. Hlutaðeigandi og lesendur eru beðnir velvirðingar. SVEITARSTJÓRNIR Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur framlengt frest sem sveitarfélag Álftaness fékk til að koma skikk á fjármál sín um eina viku. Í desem- ber fengu Álft- nesingar frest til 20. janúar til þessa en þurfa nú ekki að skila áætlun sinni fyrr en 27. jan- úar. „Við vinn- um í þessu af krafti. Það er bæði efnahags- hlutinn og rekstrarhlutinn undir,“ segir Kristinn Guðlaugs- son, forseti bæjarstjórnar. Lagt var fyrir Álftnesinga að skoða sameiningu við önnur sveitarfélög en Kristinn segir það bíða næsta áfanga þegar tekist hefur að koma betra skipulagi á fjármálin. - gar Fjárhagsvandinn á Álftanesi: Frestur lengdur um eina viku KRISTINN GUÐLAUGSSON HAÍTÍ Fjörutíu og sex börn í barna- þorpi SOS í Santo rétt utan við Port-au-Prince á Haíti eiga stuðn- ingsforeldra á Íslandi. Þau sluppu öll heil á húfi frá jarðskjálftanum á þriðjudagskvöld, að sögn Ragnars Schram, hjá SOS á Íslandi. Linda Laufey Bragadóttir og fjöl- skylda hennar hafa stutt eitt þess- ara barna, hina níu ára Judeline, í um tvö ár og fengu jólakort frá henni daginn eftir skjálftann. Á kortið hafði Judeline teikn- að peningapoka með dollaramerki og óskum um gleðileg jól. „Það er ótrúleg tilviljun að Judeline skyldi skreyta kortið á þennan hátt,“ segir Linda Laufey. „Í ljósi þessara hörmulegu atburða fær þessi litli peningapoki aukið vægi og minnir okkur öll á hversu gott við getum látið af okkur leiða með fjárframlögum og dregið úr neyð þessa fólks.“ Ragnar Schram segir að þótt SOS starfi ekki við neyðaraðstoð veiti samtökin nú nauðstöddum þá hjálp sem þau geta. Þegar frá líði bíði gríðarleg enduruppbygging. Munaðarlausum börnum í SOS- þorpunum muni áreiðanlega fjölga á næstunni. SOS eru alþjóðleg sam- tök sem starfa í 132 ríkjum og reka tvö barnaþorp á Haítí. Íslendingar hafa stutt börn í þorpinu í Santo. - pg Fjörutíu og sex börn á Haítí eiga íslenskar stuðningsfjölskyldur: Getum dregið úr neyðinni á Haítí HAÍTÍ „Menn eru mjög ánægð- ir í svona leiðangri ef þeir ná að bjarga einum. Þannig að við erum mjög ánægðir með þann árangur sem við höfum náð nú þegar,“ sagði Lárus Björnsson, fjarskiptamaður hjá íslensku Alþjóðasveitinni í gær. Í gærmorgun höfðu alþjóðleg- ar rústabjörgunarsveitir fund- ið samtals um tuttugu manns á lífi í húsarústum í höfuðborg- inni Port-au-Prince á Haítí. Þeirra á meðal voru konurn- ar þrjár sem íslenska sveitin bjargaði úr rústum Caribbean- matvælamarkaðarins. Fréttablaðið ræddi við Lárus Björnsson klukkan átján í gær að íslenskum tíma eða klukk- an eitt um hádegi á Haítí. Um morguninn var íslenska sveitin pöruð saman við björgunarsveit frá Flórída og sveitirnar fengu úthlutað einu af 22 skilgreindum leitarrsvæðum í Port-au-Prince. „Þeir eru að keyra um og skoða hvar þörf er á aðstoð og aðstoða þar sem þörf er á,“ sagði Lárus. Að sögn Lárusar er unnið í samvinnu við heimamenn eins og hægt sé. „Þeir eru náttúru- lega daprir en hafa tekið okkur mjög vel,“ sagði Lárus sem kvað fara vel mjög vel um Íslending- anna þótt hitinn væri 35 stig og mikill raki í lofti. „Við erum með búðir í útjaðri flugvallarins og þar eru allar alþjóðasveitirnar komnar á sama punktinn. Sam- einuðu þjóðirnar eru komnar. Við lánuðum þeim eitt tjald til að stjórna sínum aðgerðum. Hjálp- argögn eru að streyma að. Við heyrum reglulega í stórum vélum að lenda.“ Ólafur Loftsson, einn stjórn- enda íslensku sveitarinnar, sagði skipulag björgunarstarfsins fara ört batnandi. Sérstök sveit sam- hæfi aðgerðir og samstarf björg- unarsveita frá ýmsum lönd- um undir merkjum Sameinuðu þjóðanna. Stjórnendur íslensku sveitarinnar voru kallaðir að því starfi enda margreyndir úr alþjóðlegu samstarfi. Unnið væri að því að koma upp færanlegum sjúkrastöðvum og öðru til að bæta aðhlynningu fórnarlamba og koma í veg fyrir frekara neyðarástand. „Ég hef grun um að þegar maður verður kominn heim og fer að draga andann og fer að fá fjarlægð frá þessu þá upplifi maður þetta sterkar,“ sagði Ólafur „en núna ein- beitir maður sér að verkefninu. Það þarf að fara í gegnum þetta. En það gefur okkur aukinn kraft að finna að fólkið heima er með okkur í þessu.“ peturg@frettabladid.is gar@frettabladid.is Gefur kraft að finna stuðning frá Íslandi Alþjóðlegar björgunarsveitir fundu 20 manns á lífi í rústunum í Port-au-Prince á Haítí í fyrradag. Íslenska sveitin fann þrjá þeirra. Stórar flugvélar streymdu að í gær með hjálpargögn, að sögn fjarskiptamanns hjá íslensku sveitinni. HEIL Á HÚFI Íslenska rústabjörgunarsveitin náði þremur konum á lífi úr rústum verslunarhúss í Port-au-Prince í fyrradag, tveimur sólarhringum eftir jarðskjálftann. Fréttamenn CNN fylgdust með björguninni og ræddu við liðsmenn sveitarinnar í beinni útsendingu að björgun lokinni. MYND/LANDSBJÖRG VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 6° -3° -1° 2° -1° 5° -1° -1° 23° 9° 15° 10° 25° -5° 4° 14° 0° Á MORGUN Strekkingur S- og V- lands, annars hægari. 15 MÁNUDAGUR Strekkingur sunnan- lands, annars hægari. 20 5 34 3 4 35 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 9 8 10 6 10 9 7 9 11 11 SKIL Það ganga skil yfi r landið í dag með tilheyrandi vindi og úrkomu. Skilin koma inn á landið suðaustanvert og þar fer fyrst að rigna en síðdeg- is má búast við rigningu víða um land en líklega þó ekki fyrr en í kvöld á Vestfjörðum. Ingibjörg Karlsdóttir Veður- fréttamaður HAÍTÍ Þórir Guðmundsson, deildar- stjóri Alþjóðadeildar Rauða kross Íslands, RKÍ, segir að þrátt fyrir að mörgum þyki hjálpar- starf á Haítí fara seint af stað þá gangi það hraðar fyrir sig en eftir hamfaraflóðin í Búrma árið 2008 og í Indónesíu 2004. Hlín Baldvinsdóttir, einn af reyndustu sendifulltrúum RKÍ, er á leið til Haítí. Þórir segir tuttugu manns til viðbótar einnig viðbúna að fara, bæði heilbrigðisstarfsfólk og hvers kyns sérfræðinga. Í gær var aðeins eitt sjúkra- hús á hamfarasvæðinu sem gat tekið við slösuðu fólki. Önnur voru yfirfull að svo miklu leyti sem þau voru starfhæf. Alþjóð- legt björgunarlið vann að því að koma upp sjúkratjöldum og færanlegum sjúkrastöðvum til að hlynna að fólki. - pg Hjálparstarfið á Haítí: Gengur hraðar en í Indónesíu JÓLAKORTIÐ „Peningapokann hefur hún áreiðanlega hugsað sem táknrænan fyrir þann fjárhagsstuðning sem við veitum henni,“ segir stuðningsmóðir Judeline, níu ára stúlku á Haítí. LÖGREGLUMÁL Tveir menn á þrí- tugsaldri reyndu að kasta frá sér 50 grömmum af amfetam- íni þegar lögreglan á Akureyri stöðvaði bíl þeirra í fyrradag. Í kjölfarið fór lögregla í húsleit þar sem um 50 grömm af kanna- bisefnum fundust. Ákveðið var leita á heimili annars mannsins í Reykjavík í samstarfi við lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu, sérsveit rík- islögreglustjóra og leitarhunda frá tollinum. Þar fundust um 200 grömm af hassi, lítilræði af marijúana og amfetamíni og þýfi, meðal annars fimm far- tölvur, tölvuflakkari, tölvuturn, 42“ flatskjár og motocross- mótorhjól. - jss Köstuðu amfetamíninu: Tveir með fíkni- efni og þýfi GENGIÐ 15.01.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,107 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,76 125,36 203,03 204,01 179,47 180,47 24,111 24,253 22,014 22,144 17,695 17,799 1,3742 1,3822 195,98 197,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.