Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 6
6 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR
DÓMSMÁL Gamli Landsbankinn féll í gær frá sex
skuldamálum á hendur eignarhaldsfélaginu Imon
vegna galla á stefnum. Málin snúast um yfir sex
milljarða króna. Stefna á að nýju sem allra fyrst.
Umfangsmesta málið af þessum sex er vegna
fimm milljarða króna láns sem Landsbank-
inn veitti Imon, eignarhaldsfélagi Magnúsar
Ármann, fyrir kaupum á fjögurra prósenta hlut í
Landsbankanum. Kaupin voru samþykkt 30. sept-
ember 2008 og gengu í gegn þremur dögum síðar,
örfáum dögum fyrir bankahrun.
Sérstakur saksóknari rannsakar nú þau við-
skipti og hefur Magnús Ármann fengið réttar-
stöðu sakbornings í rannsókninni, líkt og ein-
hverjir fulltrúar Landsbankans.
Ástæða þess að málin voru felld niður er sú að
í kröfunum var ekki tekið tillit til þess að gamli
Landsbankinn hefði þegar gert veðkall í stofn-
fjárbréfin í Byr, sem lágu að veði fyrir lánunum
sex. Verðmæti þeirra bréfa var ekki reiknað til
lækkunar kröfunum eins og eðlilegt hefði
verið.
Ekki hefur fengist uppgefið hjá aðil-
um málsins um hve mikla fjármuni er
að tefla í smærri málunum fimm. Þeir
eru þó ekki eintómt smáræði, því dóm-
ari upplýsti fyrir dómi að eitt
þeirra snerist um ríflega 600
milljónir og annað um 380
milljónir.
Páll Benediktsson, upp-
lýsingafulltrúi skilanefnd-
ar Landsbankans, stað-
festi við Fréttablaðið í
gær að strax verði stefnt
á ný vegna málanna. - sh
Gamli Landsbankinn fellir niður sex gölluð skuldamál á hendur Imon ehf. upp á yfir sex milljarða:
Landsbankinn mun stefna Imon aftur
MAGNÚS SEGIST
FÓRNARLAMB BANKANS
Magnús Ármann, eigandi og stjórnarfor-
maður Imons, hefur réttarstöðu sakbornings
í rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum
Imons í Landsbankanum, líkt og einhverjir
fulltrúar Landsbankans. Grunur er um mark-
aðsmisnotkun og umboðssvik.
Magnús heldur fram sakleysi sínu
og segist fórnarlamb bankans í
málinu, samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Hann hafi verið
gabbaður til að kaupa bréf sem
augljóst hafi verið að yrðu
verðlaus nokkrum dögum síðar.
Rannsókn málsins stendur enn.
MAGNÚS
ÁRMANN
Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822
www.polarnopyret.is
Útsalan
heldur
áfram
50%
afsláttur
HAFRÉTTARSTOFNUN
ÍSLANDS
Styrkir
til náms í hafrétti
Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði
hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar
að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni
standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið.
Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms
í hafrétti til umsóknar:
1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2010 - 2011.
2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í
hafrétti 27. júní -16. júlí 2010.
Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, pósthólf 5445,
125 Reykjavík, fyrir 2. febrúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður
stofnunarinnar, í síma 545 9900.
DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri
hefur verið dæmdur í sjö mán-
aða skilorðsbundið fangelsi og til
greiðslu 42 milljóna króna í sekt-
ar fyrir stórfelld skattalagabrot.
Maðurinn rak verktakafyrir-
tækið Lyngdalsverktaka, sem
tekið var til skattarannsókn-
ar 2008. Í kjölfar hennar voru
opinber gjöld fyrirtækisins og
mannsins endurákvörðuð og
málið kært til ríkislögreglu-
stjóra.
Verði sektin ekki greidd innan
fjögurra vikna skal maðurinn
sæta í hennar stað fangelsi í sex
mánuði. -jss
Stórfelld skattalagabrot:
Greiðir 42 millj-
ónir króna í sekt
FÉLAGASAMTÖK Fartölvur og
farsímar úr Rangárþingi eystra
kunna að koma að notum í
þróunarlöndum. Íþróttafélagið
Dímon hefur hafið fjáröflun sem
felst í að safna gömlum tölvum
og símum sem og stafrænum
myndavélum, upptökuvélum og
MP3-spilurum. Félagið fær greitt
fyrir tæki sem safnast.
Fyrirtækið Græn framtíð
annast flutning á tækjunum til
endurvinnslufyrirtækja. „Heilir
símar og tölvur verða nýttir áfram
og íhlutir úr ónýtum tækjum verða
nýttir í annan búnað,“ segir á vef
Rangárþings eystra. - óká
Nýstárleg fjáröflun Dímons:
Safna fartölv-
um og símum
HEILBRIGÐISMÁL „Í barnaverndinni
eru greinileg merki þess að eitt-
hvað er að gerast. Það er óróleiki,
fleiri tilkynningar og meira álag,“
sagði Ólafur Ó. Guðmundsson,
yfirlæknir á barna- og unglinga-
geðdeild LSH (BUGL), á árlegri
ráðstefnu um geðheilbrigðisþjón-
ustu fyrir börn og unglinga í gær.
Hann segir margt benda til að
áhrif kreppunnar á geðheilsu
barna séu að koma fram, án þess
að marktæk aukning innan geð-
heilbrigðisþjónustunnar sé til að
rökstyðja það enn sem komið er.
Tuttugu prósenta fjölgun var á
tilkynningum til Barnaverndar-
stofu fyrstu sex mánuðina 2009
miðað við árið á undan. Alls voru
þær 4.737. „Þá er aukin aðsókn í
Fjölskyldumiðstöðina og skóla-
hjúkrunarfræð-
ingar telja sig
verða vara við
meiri vanlíðan
hjá skólabörn-
um. Þrátt fyrir
þetta höfum við
ekki enn orðið
vör við mark-
tæka fjölgun til-
vísana á BUGL,“
segir Ólafur.
„Við urðum þó
vör við lítils háttar fjölgun bráða-
mála í lok síðasta árs og vísbend-
ingar eru um að alvarleiki mála
sem til okkar koma hafi aukist.“ Í
fyrra fjölgaði innlögnum um átján
prósent fyrstu ellefu mánuðina frá
fyrra ári. Til þess að anna eftir-
spurn þurfti að útskrifa sjúklinga
fyrr. Meðallegutíminn styttist við
þetta um fjórðung.
Sólveig Ágústsdóttir, forstöðu-
maður á Stuðlum – meðferðarstöð
fyrir unglinga, sagði að ákveðinn
hópur, sem félli illa að meðaltals-
samantektum, verði samfélag-
inu þungur í skauti. Staðreyndin
væri sú að kreppuástand, með til-
heyrandi niðurskurði og tilfærsl-
um, hefði helst áhrif á þau börn
og unglinga sem stóðu verst fyrir.
Kom fram að ganga mætti að því
sem vísu að þessi hópur þyrfti
meiri þjónustu en hingað til og
einkenni þess væru þegar komin
fram.
Ólafur sagði að stjórnvöld
gengju að sínu mati afar hart fram
í niðurskurðarkröfum á LSH þótt
það hefði hingað til ekki snert geð-
heilbrigðisþjónustuna með bein-
um hætti. „Það má ekki gerast að
stjórnmálamenn taki til þess ráðs
að skera niður stuðningsúrræði og
þjónustu í skólum, þjónustuteymi
á heilsugæslustöðvum og sér-
fræði- og sjúkrahúsþjónustu.“
svavar@frettabladid.is
Teikn eru á lofti um
aukinn vanda barna
Tilkynningum til Barnaverndarstofu fjölgar á sama tíma og skólarnir greina
frá aukinni vanlíðan barna. Yfirlæknir á BUGL segir margt benda til að áhrif
kreppunnar á geðheilsu barna séu að koma fram. Meira ber á vanlíðan í skólum.
ÓLAFUR Ó.
GUÐMUNDSSON Í SKÓLANUM Skólahjúkrunarfræðingar greina frá því að vanlíðan barna hafi aukist og
tengja það kreppunni. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Nefnd dóms- og mann-
réttindamálaráðherra leggur til
margvíslegar breytingar á lögum
sem lúta að forsjá barna, búsetu og
umgengni. Nefndin skilaði frum-
varpi og greinargerð til Rögnu
Árnadóttur ráðherra á þriðjudag.
Nefndin var skipuð í desember
2008.
Meðal þess sem lagt er til í til-
lögum nefndarinnar er að dóm-
urum verði veitt heimild til að
ákveða að foreldrar skuli fara
sameiginlega með forsjá barns,
þótt annað foreldra sé því and-
vígt. Ræður þá mat dómarans um
að sameiginleg forsjá þjóni hags-
munum barnsins. Þá getur dóm-
ari kveðið á um umgengni for-
eldris við barn í allt að sjö daga
af hverjum fjórtán, að kostnaði
við umgengni verði skipt og að for-
sjárlausir foreldrar fái aðgang að
skriflegum upplýsingum skóla.
„Einnig er lagt til að dómurum
verði veitt heimild til þess að leysa
sérstaklega úr ágreiningi foreldra
um lögheimili án þess að forsjár-
mál sé rekið samhliða. Ekki er á
hinn bóginn lagt til að barn geti
átt lögheimili á tveimur stöðum
samtímis,“ segir í greinargerð á
vef ráðuneytisins.
„Efnislega má segja að frum-
varpsdrögin skapi skilnaðarbörn-
um og foreldrum þeirra – allt að
því – sambærilega réttarstöðu og
þekkist á Norðurlöndum,“ segir
Lúðvík Börkur Jónsson, varafor-
maður Félags um foreldrajafn-
rétti, í greinargerð á vef félagsins.
- óká
RÁÐHERRA Í RÆÐUSTÓL Ragna Árna-
dóttir dómsmálaráðherra á Alþingi.
Nú eru í kynningu drög að frumvarpi
til breytinga á lögum sem varða forsjá
barna, búsetu og umgengni foreldra við
þau. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Réttarstaða skilnaðarbarna og foreldra verður svipuð og þekkist á Norðurlöndum:
Skikka má foreldri til umgengni
Brýtur þú stundum umferðar-
lög?
Já 57,5
Nei 42,5
SPURNING DAGSINS Í DAG
Eiga Íslendingar að vera stoltir
af starfi íslensku rústabjörgunar-
sveitarinnar á Haítí?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN