Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 8
8 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið HEILBRIGÐISMÁL Ákveðið hefur verið að loka dagdeild iðjuþjálfunar á geð- deild Landspítalans þann 1. apríl næstkomandi. Sambærileg dagdeild á Kleppi verður styrkt og hluti skjól- stæðinga fær þar inni segir Páll Matthíasson, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Skjólstæðingum dagdeildarinn- ar var tilkynnt bréflega um þess- ar breytingar í gær, en fréttu fyrst af þeim síðastliðinn miðvikudag. Á dagdeildinni fer fram endurhæfing fólks sem greinst hefur með geð- sjúkdóm. Þar hefur verið starfrækt trésmiðja, saumastofa og fleira. Á þriðja tug hefur nýtt sér þjónustuna undanfarið. „Við erum ekki að fella niður þjón- ustu, en þetta er hluti af hagræð- ingu,“ segir Páll. Ekki eigi að spara fé með þessari breytingu, enda ekki gerð sparnaðarkrafa á iðjuþjálfun deildarinnar. Í dag eru reknar tvær dagdeild- ir, á geðdeildinni og á Kleppi. Páll segir að hægt sé að nýta krafta iðju- þjálfa hjá spítalanum betur með því að hafa alla starfsemina á einum stað. „Okkar markmið er að þetta hafi ekki neikvæðar afleiðingar fyrir sjúklinga, heldur jákvæðar,“ segir Páll. Eftir breytinguna verði frek- ar hægt að nýta iðjuþjálfana til að meta hæfni sjúklinga á geðdeild og aðstoða við útskrift. Páll viðurkennir að óróleika hafi gætt hjá skjólstæðingum dagdeild- arinnar eftir að tilkynnt var um fyrirhugaðar breytingar á miðviku- dag. „Allar breytingar valda óróa, en okkar markmið er að útskýra málið fyrir fólki. Ég vona að fólk Loka iðjuþjálfun á geðdeild Landspítala Áformað er að loka dagdeild iðjuþjálfunar á geðdeild Landspítalans 1. apríl. Hluti skjólstæðinga flyst á sambærilega dagdeild á Kleppi. Spítalinn ætlar að nýta iðjuþjálfa betur og opna nýja íþróttaaðstöðu segir framkvæmdastjóri. „Dagdeildin hefur verið okkar fasti punktur í tilverunni,“ segir Kristín Guðmundsdóttir sem hefur mætt daglega klukkan níu í iðjuþjálfun á geðdeild Landspítalans síðan í sept- ember í fyrra. Kristín, sem er óvinnufær vegna veikinda sinna, segir iðjuþjálfunina auka sjálfstraust þeirra sem veikst hafi af geðsjúkdómi. „Þegar maður veikist er hætta á einangrun. Iðjuþjálfunin tryggir að maður hafi samskipti við annað fólk og byggir upp sjálfstraust,“ segir hún og hefur áhyggjur af því hvað taki við enda ekki pláss á dagdeild Klepps fyrir þá sem eru á dagdeild iðjuþjálf- unar Landspítalans. Þetta komi þeim illa sem ekki fái inni á dagdeild Klepps enda hafi þeir ekki þurft að greiða fyrir viðtöl við geðlækni. Almennt verði þeir sem ekki eru í iðjuþjálfun á dagdeild að greiða 1.200 krónur að teknu tilliti til afsláttar fyrir hvert viðtal, sem sumir þurfi á að halda tvisvar í viku. - jab ÁHYGGJUFULL VEGNA ÓVISSUNNAR BREYTINGAR Nokkrir af skjólstæðingum dagdeildar iðjuþjálfunar á geðdeild Landspítalans fara á sambærilega dagdeild á Kleppi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA verði rólegra þegar við höfum skýrt hvað við ætlum að gera.“ Fundað verður með skjólstæðing- um dagdeildarinnar og aðstandend- um þeirra í næstu viku til að ræða breytingarnar og svara spurn- ingum sem upp geta komið, segir Páll. Sett verður upp íþróttaaðstaða í hluta þess húsnæðis geðdeildar- innar þar sem dagdeildin hefur aðstöðu í dag. Páll segir slíka aðstöðu mikilvæga fyrir sjúklinga á geðdeild, sambærileg aðstaða sé þegar til staðar fyrir sjúklinga á Kleppi. brjann@frettabladid.is BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst leggja sérstakan skatt á stærstu banka lands- ins næstu tíu árin til að innheimta útlagðan björgun- arkostnað ríkisins vegna fjármálakreppunnar. Bankarnir hafa brugðist ókvæða við og segja skatt- inn rangláta refsingu. Í vikunni hóf bandarísk rannsóknarnefnd opinberar yfirheyrslur, meðal annars yfir framkvæmdastjórum nokkurra stærstu fjármálafyrirtækja Bandaríkjanna. Þeir kepptust allir við að biðjast afsökunar á áhættu- sækni sinni og röngum ákvörðunum í kreppunni, en vörðu engu að síður ofurháar kaupaukagreiðslur fyrirtækjanna og sögðu þær vera lægri nú en áður. „Við skiljum reiðina sem er í mörgu fólki,“ sagði Brian Moynihan, framkvæmdastjóri Bank of Ameri- ca. „Við ollum miklu tjóni í kreppunni.“ Hann sagðist jafnframt þakklátur fyrir þá fjár- hagsaðstoð sem ríkið hefur veitt bankanum eins og fjölmörgum öðrum fjármálafyrirtækjum í Banda- ríkjunum. Phil Angelides, formaður rannóknarnefndarinnar, hét því að rannsóknarnefndin myndi komast að því hvað olli hruni fjármálakerfisins. - gb Framkvæmdastjórar bandarískra fjármálafyrirtækja sýna iðrun í yfirheyrslum: Obama skattleggur þá stóru SVERJA EIÐ UM AÐ SEGJA SANNLEIKANN Þrír framkvæmda- stjóranna áður en yfirheyrslur hófust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Júlíus Vífill býður í vöfflukaffi 2. sæti Komið í prófkjörsspjall um helgina á kosningaskrifstofu mína í Borgartúni 6, 4. hæð. Vöfflujárnið verður heitt laugardag og sunnudag frá kl. 14 - 17. Ræðum okkar hjartans mál, lífið í Reykjavík og tækifærin sem felast í framtíðinni. Með bestu kveðju Júlíus Vífill Ingvarsson www.juliusvifill.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.