Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 8
8 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR
Auglýsingasími
– Mest lesið
HEILBRIGÐISMÁL Ákveðið hefur verið
að loka dagdeild iðjuþjálfunar á geð-
deild Landspítalans þann 1. apríl
næstkomandi. Sambærileg dagdeild
á Kleppi verður styrkt og hluti skjól-
stæðinga fær þar inni segir Páll
Matthíasson, framkvæmdastjóri
geðsviðs Landspítalans.
Skjólstæðingum dagdeildarinn-
ar var tilkynnt bréflega um þess-
ar breytingar í gær, en fréttu fyrst
af þeim síðastliðinn miðvikudag. Á
dagdeildinni fer fram endurhæfing
fólks sem greinst hefur með geð-
sjúkdóm. Þar hefur verið starfrækt
trésmiðja, saumastofa og fleira. Á
þriðja tug hefur nýtt sér þjónustuna
undanfarið.
„Við erum ekki að fella niður þjón-
ustu, en þetta er hluti af hagræð-
ingu,“ segir Páll. Ekki eigi að spara
fé með þessari breytingu, enda ekki
gerð sparnaðarkrafa á iðjuþjálfun
deildarinnar.
Í dag eru reknar tvær dagdeild-
ir, á geðdeildinni og á Kleppi. Páll
segir að hægt sé að nýta krafta iðju-
þjálfa hjá spítalanum betur með því
að hafa alla starfsemina á einum
stað.
„Okkar markmið er að þetta hafi
ekki neikvæðar afleiðingar fyrir
sjúklinga, heldur jákvæðar,“ segir
Páll. Eftir breytinguna verði frek-
ar hægt að nýta iðjuþjálfana til að
meta hæfni sjúklinga á geðdeild og
aðstoða við útskrift.
Páll viðurkennir að óróleika hafi
gætt hjá skjólstæðingum dagdeild-
arinnar eftir að tilkynnt var um
fyrirhugaðar breytingar á miðviku-
dag. „Allar breytingar valda óróa,
en okkar markmið er að útskýra
málið fyrir fólki. Ég vona að fólk
Loka iðjuþjálfun á
geðdeild Landspítala
Áformað er að loka dagdeild iðjuþjálfunar á geðdeild Landspítalans 1. apríl.
Hluti skjólstæðinga flyst á sambærilega dagdeild á Kleppi. Spítalinn ætlar að
nýta iðjuþjálfa betur og opna nýja íþróttaaðstöðu segir framkvæmdastjóri.
„Dagdeildin hefur verið okkar fasti
punktur í tilverunni,“ segir Kristín
Guðmundsdóttir sem hefur mætt
daglega klukkan níu í iðjuþjálfun á
geðdeild Landspítalans síðan í sept-
ember í fyrra.
Kristín, sem er óvinnufær vegna
veikinda sinna, segir iðjuþjálfunina
auka sjálfstraust þeirra sem veikst
hafi af geðsjúkdómi.
„Þegar maður veikist er hætta á
einangrun. Iðjuþjálfunin tryggir að
maður hafi samskipti við annað fólk
og byggir upp sjálfstraust,“ segir hún
og hefur áhyggjur af því hvað taki við
enda ekki pláss á dagdeild Klepps
fyrir þá sem eru á dagdeild iðjuþjálf-
unar Landspítalans.
Þetta komi þeim illa sem ekki fái
inni á dagdeild Klepps enda hafi þeir
ekki þurft að greiða fyrir viðtöl við
geðlækni. Almennt verði þeir sem
ekki eru í iðjuþjálfun á dagdeild að
greiða 1.200 krónur að teknu tilliti til
afsláttar fyrir hvert viðtal, sem sumir
þurfi á að halda tvisvar í viku. - jab
ÁHYGGJUFULL VEGNA ÓVISSUNNAR
BREYTINGAR Nokkrir af skjólstæðingum dagdeildar iðjuþjálfunar á geðdeild
Landspítalans fara á sambærilega dagdeild á Kleppi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
verði rólegra þegar við höfum skýrt
hvað við ætlum að gera.“
Fundað verður með skjólstæðing-
um dagdeildarinnar og aðstandend-
um þeirra í næstu viku til að ræða
breytingarnar og svara spurn-
ingum sem upp geta komið, segir
Páll.
Sett verður upp íþróttaaðstaða
í hluta þess húsnæðis geðdeildar-
innar þar sem dagdeildin hefur
aðstöðu í dag. Páll segir slíka
aðstöðu mikilvæga fyrir sjúklinga
á geðdeild, sambærileg aðstaða sé
þegar til staðar fyrir sjúklinga á
Kleppi. brjann@frettabladid.is
BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti
hyggst leggja sérstakan skatt á stærstu banka lands-
ins næstu tíu árin til að innheimta útlagðan björgun-
arkostnað ríkisins vegna fjármálakreppunnar.
Bankarnir hafa brugðist ókvæða við og segja skatt-
inn rangláta refsingu.
Í vikunni hóf bandarísk rannsóknarnefnd opinberar
yfirheyrslur, meðal annars yfir framkvæmdastjórum
nokkurra stærstu fjármálafyrirtækja Bandaríkjanna.
Þeir kepptust allir við að biðjast afsökunar á áhættu-
sækni sinni og röngum ákvörðunum í kreppunni,
en vörðu engu að síður ofurháar kaupaukagreiðslur
fyrirtækjanna og sögðu þær vera lægri nú en áður.
„Við skiljum reiðina sem er í mörgu fólki,“ sagði
Brian Moynihan, framkvæmdastjóri Bank of Ameri-
ca. „Við ollum miklu tjóni í kreppunni.“
Hann sagðist jafnframt þakklátur fyrir þá fjár-
hagsaðstoð sem ríkið hefur veitt bankanum eins og
fjölmörgum öðrum fjármálafyrirtækjum í Banda-
ríkjunum.
Phil Angelides, formaður rannóknarnefndarinnar,
hét því að rannsóknarnefndin myndi komast að því
hvað olli hruni fjármálakerfisins. - gb
Framkvæmdastjórar bandarískra fjármálafyrirtækja sýna iðrun í yfirheyrslum:
Obama skattleggur þá stóru
SVERJA EIÐ UM AÐ SEGJA SANNLEIKANN Þrír framkvæmda-
stjóranna áður en yfirheyrslur hófust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Júlíus Vífill býður í vöfflukaffi
2. sæti Komið í prófkjörsspjall um helgina á
kosningaskrifstofu mína í Borgartúni 6, 4. hæð.
Vöfflujárnið verður heitt laugardag og
sunnudag frá kl. 14 - 17.
Ræðum okkar hjartans mál, lífið í Reykjavík og
tækifærin sem felast í framtíðinni.
Með bestu kveðju
Júlíus Vífill Ingvarsson
www.juliusvifill.is