Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.01.2010, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.01.2010, Qupperneq 10
10 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR 1 Hversu hátt hlutfall lækna í sérnámi erlendis kveðst ekki ætla að snúa aftur heim? 2 Hvað heitir elsta dagblað Færeyja sem komið er að hluta í íslenska eigu? 3. Hvað hafði íslenska rústa- björgunarsveitin með sér mikið af vatni til Haítí? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 JARÐFRÆÐI „Frá 950 og til um 1350, fyrir mjög stuttu síðan, var mikið um gos á Reykjanesskaganum allt frá Hellisheiði og vestur um,“ segir Ragnar Stefánsson prófess- or í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri. „Reykjanesskaginn er þess eðlis að skiptast á gostíma- bil og tímabil lítilla og miðlungs- stórra jarðskjálfta. Við höfum eig- inlega verið á slíku lággosatímibili alveg frá um 1400, en þetta gæti hins vegar snúist við og við lent inn á gosgjörnu tímabili,“ bætir hann við. Miðað við söguna þarf ekki að vera svo langt í nýtt gostímabil. Ragnar segir hins vegar erfitt um að dæma hvort skjálftavirkni á Reykjanesskaganum síðustu árin bendi til að hegðun skagans sé að breytast. Hann bendir á að almennt séð hafi verið mikið um jarðskjálfta á svæðinu alla síðustu öld, til dæmis um og upp úr alda- mótunum 1900 við Reykjanestá. „Toppurinn í þessari virkni var 1929 með skjálfta af stærðinni 6,2 milli Bláfjalla og Brennisteins- fjalla og 1933 varð skjálfti upp á 5,5 vestur af Krýsuvík. Skjálfti upp á 5,4 varð vestur af Bláfjöllum 1968. Haustið 1973 urðu skjálftar sem nálguðust fimm að stærð vestur af Krýsuvík og mikið um smærri skjálfta víðar á skaganum.“ Ragnar segir miklar landbreyt- ingar og skjálfta sem urðu í Krýsu- vík í kjölfar Suðurlandsskjálftanna árið 2000 geta verið vísbendingu um mikinn kvikuþrýsting. „Þegar höggið kemur frá Suðurlands- skjálftanum þá brýst þessi kvika nær yfirborðinu og ýtir af stað skjálftum,“ segir hann en áréttar um leið að svæðið frá Krýsuvík og austur að Þrengslum hafi verið verið tiltölulega rólegt síðustu áratugi. „Ég held hins vegar að ef kæmi nýtt gostímabil á Reykja- nesskaganum að ekki væri ólík- legt að það myndi byrja með auk- inni skjálftavirkni einmitt á þessu svæði.“ Sem fyrr áréttar Ragnar að töl- fræði sé til lítils gagns þegar að því kemur að setja fram spár um einstaka jarðhræringar. „Breyti- leikinn í ástandi plötumótanna er svo mikill. Þó við getum séð úr töl- fræði einhverja þróun og auknar líkur þegar horft er til langs tíma, þá er það þannig þegar horft er til skamms tíma, hvort sem það er til ára, daga eða klukkutíma, að þá verðum við að skilja hvaða hreyf- ingar eru í gangi. Þetta gerum við best með því að mæla og túlka samstundis upplýsingar sem berast okkur stöðugt með örsmáum jarð- skjálftum neðan úr skorpunni og svo með nákvæmum samfelldum mælingum á landbreytingum.“ olikr@frettabladid.is Í SVARTSENGI Jarðvarmi er víða á Reykjanesi, en hér má sjá hann beisl- aðan í orkuveri HS orku í Svartsengi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Undir niðri þrýstir kvika Á Reykjanesi skiptast á tímabil jarðskjálfta og gos- tímabila. Nýtt gostímabil myndi byrja með aukinni virkni frá Hellisheiði að Brennisteinsfjöllum. KRÝSUVÍK AÐ VETRI Í Krýsuvík er víða heitt undir, rétt eins og á mörgum öðrum stöðum á Reykjanesi. Suðurlandskjálftarnir hafa haft áhrif á hitasvæði fjarri upptökum skjálftanna. Þannig lokuðu Almannavarnir ríkisins aðgengi að Gunnuhver, austan Reykjanesvita, fyrir um tveimur árum vegna breytinga á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Endurfjármagna með láni Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum 7. janúar að taka lán hjá Lána- sjóði sveitarfélaga að fjárhæð 361 milljón króna, til 14 ára. „Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins“ segir í bókun en lánið er tekið til endurfjármögnunar lána sem Árborg hefur tekið hjá Lánasjóði sveitarfélaga. SVEITARSTJÓRNARMÁL NEYTENDUR Fyrirtækið Kredia, sem veitir svokölluð sms-smá- lán, rekur ábyrga lánastarfsemi þar sem fólk getur ekki safn- að upp skuldum, segir Leifur A. Haraldsson, framkvæmdastjóri Kredia. Fyrirtækið veitir lán til fimmt- án daga þeim sem skrá sig á heimasíðu fyrirtækisins, og senda svo sms til að fá lánið. Fyrsta lán er aldrei hærra en 10 þúsund krónur, með 2.500 króna kostn- aði, og hæsta mögulega lánið 40 þúsund krónur, með 9.250 króna kostnaði. Ekki er hægt að fá nýtt lán fyrr en fyrra lán hefur verið greitt upp. Fyrirkomu- lag sms-lán- a n n a hefu r ver ið gagn- rýnt harðlega, og hafa Neyt- endasamtökin óskað eftir því að viðskipta- ráðherra kanni hvort hægt sé að koma í veg fyrir slíka lánastarfsemi hér á landi. Leifur segir alla umræðu um að hægt sé að steypa sér í skuldir með sms-lánum vekja furðu. Ekki sé hægt að skulda fyrirtækinu meira en 49.511 krónur með kostnaði. Við það bætist þó inn- heimtukostnaður sé skuldin ekki greidd á réttum tíma. Ekki fæst upp gefið hversu margir hafa tekið lán frá fyrir- tækinu, né hversu mörg tilvik hafi farið í löginnheimtu. Leifur segir lánin vinsæl og mjög lágt hlutfall hafi farið í innheimtu. Kredia kynnti starfsemi sína á fundi með fulltrúum Neytenda- stofu og Fjármálaeftirlitsins í nóvember í fyrra. Á þeim fundi kom fram að starfsemin sé sam- kvæmt lögum og uppfyllii allar kröfur sem lagðar eru á starfsemi af þessu tagi, segir Leifur. - bj Forsvarsmaður fyrirtækis sem veitir sms-lán segir fyrirtækið uppfylla allar kröfur: Ekki hægt að safna upp skuldum LEIFUR A. HARALDSSON SVEITARSTJÓRNIR Skólanefnd Sel- tjarnarness hefur skipað nefnd til að vinna að hugmyndum að útfærslum á framkvæmd sam- einingar leikskólanna Mána- brekku og Sólbrekku. „Nefndina skipa fulltrúar stjórnenda beggja leikskólanna, starfsfólk skólaskrifstofu, full- trúar skólanefndar og fulltrúar foreldra beggja leikskólanna,“ segir í tilkynningu bæjarfélags- ins. Nefndinni er ætlað að skila af sér tillögum og athugasemd- um fyrir lok þessa mánaðar. Sameinaður leikskóli á svo að taka til starfa næsta haust. - óká Hagrætt á Seltjarnarnesi: Tveir leikskólar verða að einum Dofri vill 2. til 3. sæti Dofri Hermannsson hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann óskar eftir stuðningi í annað til þriðja sætið í prófkjörinu, sem fer fram 26. til 30. janúar. Dofri er vara- borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Sækist eftir fyrsta sæti Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfull- trúi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Gunnar hefur verið bæjarfulltrúi frá árinu 2002. KOSNINGAR Í VOR DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir að ógna unglingi ruddalega með hnífi. Athæfið flokkast undir hót- anir, vopnaburð á almannafæri og brot gegn barnaverndarlögum. Maðurinn dró upp hníf, að því er segir í ákæru, og nálgaðist piltinn sem var þrettán ára með ógnandi og ruddalegum hætti. Hann hafði hnífinn sýnilegan og beindi honum í átt að hálsi piltsins. Þá er þessi sami maður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og brot gegn barna- verndarlögum, Hann tók annan pilt, einnig þrettán ára, föstu háls- taki og lyfti honum upp frá jörð- inni. Með þessu þrengdi árásar- maðurinn svo að öndunarvegi piltsins að meðvitund hans skert- ist og honum sortnaði fyrir augum. Árásarmaðurinn sleppti þá takinu þannig að pilturinn féll með höf- uðið í jörðina. Pilturinn hlaut við þetta skrámur, mar, bólgur og skurð í andliti. Einnig hlaut hann mar og skrámur á líkama. Sá ákærði játaði að hafa dregið upp hníf, en neitaði að hafa borið hann að hálsi piltsins. Kvað hann tilganginn hafa verið þann að stöðva eftirför drengja, en ekki að ógna þeim. Þá játaði hann líkams- árásina, sem hann sagði hafa verið í varnarskyni. - jss HNÍFUR Maður um tvítugt ógnaði þrett- án ára unglingi með hnífi. Ákært fyrir vopn, árás og brot á barnaverndarlögum: Hótaði pilti með hnífi Dagskrá næstu fjármálakvölda 21. janúar Holtagarðar, Holtavegi 10 kl. 20 28. janúar Akureyri, Strandgötu 1 kl. 20 4. febrúar Selfossi, Austurvegi 20 kl. 20 11. febrúar Bæjarhrauni, Hafnarfirði kl. 20 Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Landsbankans, landsbankinn.is, og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármál heimilisins. Frá miðjum febrúar og fram í miðjan mars verður boðið upp á fjármálafræðslu um skipulag og stýringu fjármála heimilisins þar sem fjallað verður um hvernig hægt er að endurskipuleggja fjármálin, ávöxtun og sparnað, vaxtakjör, útgjöld heimilisins og kosti heimilisbókhalds. Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar sem urðu á réttindum lífeyrisþega á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri og Margrét Jónsdóttir deildarstjóri á Réttindasviði TR munu kynna breytingarnar og svara fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans. Réttindi lífeyrisþega VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.