Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 21

Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 21
LAUGARDAGUR 16. janúar 2010 21 svo að opinn hugur er betri en upp- gerður. Efi er allt sem þarf. Höfðatölutillagan En einhverjar línur þarf þó. Og hver ættu nú að verða samnings- markmið Íslands? (Aldrei fengum við að vita samningsmarkmið fyrri nefndar.) Eigum við að neita með öllu að borga, að hætti Einars Más, hins Húgó Chavezka byltingar- manns norðursins? Nota tækifær- ið og sýna alþjóðlegu fjármálavaldi fingurinn? Nei, segir samviskan. Slíkt væri dæmigerð 2007-hegðun, áframhaldandi hroki, yfirgangur og agaleysi. Hér er heldur ekki verið að tala um ósanngjarnt lán frá gósenlandi til þróunarlands. Icesave var rán en ekki lán. Ríkt land rændi önnur rík. Og ekki vilj- um við einangrast. Seint förum við að framleiða okkar eigin farsíma og hver ætlar að neita börnunum sínum um námsár í Boston eða Berlín? Tilfinningin segir manni að framtíðarfórnin yrði stærri ef við neitum öllum greiðslum. Bróðir minn Gunnar er með ein- falda tillögu að lausn: Hann vill að heildarskaðanum í Icesave verði deilt niður á þjóðirnar þrjár sem borgi samkvæmt sanngjarnri höfðatölureglu. Og þetta hefur hann reiknað út: Ef við gefum okkur að heildarupphæðin vegna Icesave sé 700 milljarðar króna myndi henni deilt niður á þessar rúmu 76 millj- ónir manna sem byggja löndin þrjú. Þá kæmu 45 ensk pund niður á haus. Samkvæmt því ætti 313.000 manna þjóðin að greiða 2.7 millj- arða króna. Samkvæmt þessari til- lögu bróður míns myndum við því sleppa með tæpa þrjá milljarða fyrir sögulegt axarskaft, sirka 10.000 kall á mann. Vonandi verður niðurstaðan einhverstaðar á milli þessa og samnings 2. Ekki of mikið, ekki of lítið Nú þurfa menn samt að setja sér einhver markmið. Við getum nýtt okkur hálstakið sem handrukk- arinn AGS hefur fangað okkur í. Varla er sanngjarnt að stofnun sem segist vera alþjóðleg gangi erinda nokkurra smáþenkjandi stórþjóða. Við getum minnst á kerfishrun. Við getum beitt þjóðaratkvæðis- grýlunni: Þrjóskasta þjóð í heimi mun ekki samþykkja hvað sem er. Við getum nýtt okkur viðsnúning í erlendu almenningsáliti. Við getum bent á ábyrgð hinna stóru þjóða sem leyfðu fjárglæpamönnum að opna netbanka í landhelgi sinni. Og þegar allt um þrýtur getum við dregið fram Parísarparið og farið laganördaleiðina. Umfram allt megum við alls ekki leysa málið samkvæmt nýjustu hugmyndum um orku fyrir Icesave. Það lýsir vel nýlendueðli Breta og Hollend- inga að þeim skuli detta í hug að leggja naflastreng til smálandsins og soga úr því orkuna til hundrað ára. Slík lausn væri niðrandi fyrir okkur. Að borga til fulls væri líka niðrandi fyrir okkur. Að borga ekk- ert væri líka niðrandi fyrir okkur. Og þá er ég loks kominn með vott af afstöðu í Icesave: Við eigum að gangast inn á að borga sanngjarnan hlut í þessu ráni. Ekki of mikið, ekki of lítið. Ég vil ekki tilheyra þjóð sem lætur beygja sig í duftið fyrir græðgi nokkurra gullfíkla. En ég vil held- ur ekki tilheyra þjóð sem tekur enga ábyrgð á yfirlýsingum eigin ráðamanna og neitar að læra nokk- uð af hruni alls þess sem sjálf hún kaus. (Samkvæmt skoðanakönn- unum er Icesave-flokkurinn enn stærstur stjórnmálaflokka.) Ég vil ekki tilheyra þjóð siðblindra sveitamanna sem ætla stöðugt að sigra heiminn, á sinn sérísleska hátt; sem aðeins er hægt að gera einu sinni og síðan aldrei meir: Því sá séríslenski „sigur“ felst í því að valta yfir heiðvirt fólk og hlaupa svo burt með gróðann, láta sig hverfa. Eldskírn þjóðar Rétt eins og hrunið er Icesave eld- skírn þjóðar. Eitt sinn var hún í sjokki og gafst bara upp. Svo var hún dugleg stelpa og vildi sýna lit. Loks varð hún þreytt á sjokki og vissi ekkert lengur. En áður en hún verður aftur þjóð sem gleymir öllum sjokkum, og ekkert hefur öðrum að bjóða annað en yfirgang og hroka, verður að semja um Icesave. Og til þess verðum við að standa saman, kæru landsmenn. Í smá tíma að minnsta kosti. Því svo mikið er víst: Hinn eilífi, sísjálfsendurnýjandi Íslending- ur verður hættulega fljótur upp í flugvél aftur, kominn með glæ- nýjar leiðir til „heimsyfirráða“, með nýjar „sigur“-formúlur á vör og nýtt glas af víni í loftinu yfir heimsborgum fullum af svefn- heimskum útlendingum sem bíða eftir því að verða teknir í bólinu. „Getur ekki klikkað! Óli og Dorrit ætla að mæta á opnunina!“ Þú ert númer 1000 í röðinni PS. Eitt hefur þó hrunið góða lagað í okkar landi. Nú þora menn og konur loks að tjá sig, á bloggi, í greinum, úr ræðustól og sínum eigin kvikmyndum jafnvel. Hrun- ið vakti Ísland. Ég minnist þess nú, að lokinni langri greinarsmíð, hve áður fyrr var fámennt oft á rit- vellinum. Stundum stóð maður þar einn og mundaði penn- ann. Nú má maður hinsvegar gjöra svo vel og taka númer, fara aftast í röðina. Á undan mér eru 999 sjónarmið. höfundur er rithöfundur BJARNI BENEDIKTSSON, STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON, JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR OG SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.