Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 26
26 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR
Þekkist þið eitthvað eða hafið þið
hist áður?
Anna Svava: „Við þekkjumst ekki
neitt, nei, og höfum aldrei hist áður.
En ég hef reyndar alveg frétt af
þér.“
Guðmundur: „Já, vissirðu af því
að ég væri til?“
Anna Svava: „Já, ég hef heyrt að
þú sért frábær kennari, sért svo
fyndinn og skemmtilegur.“
Guðmundur: „Það er nefni-
lega það! Já, já, ég hef kennt
þeim mörgum, þar á meðal fjölda
útrásarvíkinga.“
Anna Svava: „Áttu fjölskyldu?“
Guðmundur: „Já, já. Ég gifti mig
á Þorláksmessu í fyrra.“
Anna Svava: „Í alvöru. Til
hamingju með það. Hver er sú
heppna?“
Guðmundur: „Hún heitir Anna
María Sverrisdóttir.“
Anna Svava: „Þið eruð kannski
búin að vera saman í tuttugu ár?“
Guðmundur: „Nei, ætli það
séu ekki komin fimm ár? En nú
ákváðum við að láta verða af því,
eins og maður segir, og fórum til
borgarfógeta.“
Anna Svava: „Já, var opið þar á
Þorláks?“
Guðmundur: „Já, já. Og þær
gerðu athöfnina mjög fallega þess-
ar konur. Þetta er allt orðið konur,
fulltrúar valdsins í samfélaginu.“
Anna Svava: „Já, sem betur
fer …“
Guðmundur: „Í háskólunum eru
konur orðnar 67 prósent nemenda.
Nú fer maður að velta því fyrir sér
hvort ekki eigi að gæta jafnræðis og
reka konurnar úr háskólanum, eða
fella þær meira.“
Anna Svava: „Já, það er hug-
mynd!“
Guðmundur: „Það var einu sinni
góður maður í verkfræðideild-
inni sem bauðst til að hafa létt-
ari æfingar fyrir konurnar, þar
sem þær voru svo fáar í deildinni.
Hann vildi leggja sitt af mörkum í
baráttunni.“
Anna Svava: „Og varð ekki allt
brjálað?“
Guðmundur: „Jú, jú. En ég held
þær hafi ekki skilið að hann var
bara að grínast.“
Ekki alltaf ein á báti
Guðmundur: „En hvað segirðu mér
af þér sjálfri, ert þú gift?“
Anna Svava: „Nei, nei, ég er ein
á báti.“
Guðmundur: „Hvað kemur til,
kona sem lítur svona vel út eins og
þú?“
Anna Svava: „Ég veit það nú ekki.
En ég hef ekki alltaf verið ein, sko.“
Guðmundur: „Nú, svo þú skilar
þeim bara?“
Anna Svava: „Já, ég held ég sé
búin að skila þeim þremur.“
Guðmundur: „Já, það er algengt,
meðalhjónabandið varir nú ekki
nema í fimm ár.“
Anna Svava: „Sambönd halda
samt lengur. Nú eigið þið pottþétt
eftir að hætta saman, úr því að þið
eruð búin að gifta ykkur.“
Guðmundur: „Já, þú heldur
það …“
Er sjarmerandi að vera ríkur?
Anna Svava: „Er það satt sem ég
heyrði að þú hafir lært í Rúss-
landi?“
Guðmundur: „Já, meðal annars.
Ég lærði stærðfræði í Pétursborg.
Síðar lærði ég hagfræði. Ég ætlaði
mér nefnilega ekki að verða kenn-
ari. Ég ætlaði að verða ríkur.“
Anna Svava: „Já! Hvernig ætlað-
irðu að fara að því?“
Guðmundur: „Þetta var einhver
misskilningur í mér. Menn verða
nefnilega ekki ríkir af því að læra
hagfræði eða viðskiptafræði. Það
er nánast tilviljun hverjir verða
ríkir. En ég var búinn að vera einn
vetur í skólanum hér heima þegar
ég var farinn að kenna. Og nú er ég
orðinn gamall stærðfræðikennari,
það er bara svoleiðis!“
Anna Svava: „Sérðu nokkuð eftir
því? Er það hvort sem er nokkuð
sjarmerandi að verða ríkur?“
Guðmundur: „Það er náttúrlega
sjarmerandi fyrir marga. En ég
hef aldrei velt fyrir mér pening-
um fyrir sjálfan mig, heldur bara
fræðilega.“
Þeir áttu þetta skilið
Anna Svava var ein af höfundum
Áramótaskaupsins 2009 og sumir
segja að hún hafi átt heiðurinn að
mörgum fyndnustu atriðunum. Er
það satt?
Anna Svava: „Nei, við berum
sko öll jafna ábyrgð á þessu.“
Guðmundur: „Þetta skaup sló
mig vel. Það voru að vísu dálítið
grimmir hlutir þarna. En ég verð
að segja að þeir sem lentu í því
áttu það alveg skilið.“
Anna Svava: „Já, einmitt. við
vorum ekki að níðast á börnum …
nema í einu atriði reyndar, en það
meiddist nú ekkert!“
Guðmundur: „Svo er nú sagt
að Ólafur Ragnar Grímsson hafi
ákveðið að skrifa ekki undir af
því hann kom svo illa út úr Ára-
mótaskaupinu. Ef það er rétt hefur
honum tekist það. En ég spyr nú
bara, hversu lengi?“
Anna Svava: „Mig hefði aldrei
grunað að skaupið okkar fengi
svona góðar viðtökur. En við
vorum heppin að hafa úr þessu
ári að moða.“
Guðmundur: „En þið genguð
ekki svo langt að fólk færi að hafa
samúð með útrásarvíkingunum.“
Anna Svava: „Nei, guði sé lof
fyrir það!“
Er ekki bara best að flytja?
Guðmundur: „Hefurðu annars eitt-
hvað verið að leika á sviði?“
Anna Svava: „Ég var einn vetur
á Akureyri eftir að ég útskrifaðist
2007.“
Guðmundur: „Já, það hlýtur að
hafa verið skemmtilegt. Ég hef
einstöku sinnum farið norður gagn-
gert til að sjá leikrit. Maður verð-
ur að halda áfram að auðga andann.
Hættan er nefnilega sú að það verði
svo hrútleiðinlegt að búa hérna.
Það var það sem var til dæmis það
erfiðasta í Rússlandi og í öðrum
löndum sósíalismans.“
Anna Svava: „Rúðustrikað líf?“
Guðmundur: „Já, það átti stóran
þátt í að kerfið hrundi hvað lífið var
leiðinlegt þarna. Það var að sumu
leyti óþarfi, því það er alveg hægt
að hafa fjör og skemmtilegheit þótt
hagkerfið sé ekki byggt á frjáls-
hyggju. En kommúnistaflokkar eru
púrítanískir. Það ber með sér svo
botnlaus leiðindi.“
Anna Svava: „Heldurðu að þetta
sé framtíðin hér? Að það megi ekki
skemmta sér eða sleppa sér? Úff,
er þá ekki bara best að flytja til
útlanda?“
Guðmundur: „Ef ég væri ungur
maður myndi ég gera það. Ekki
spurning. Það eru þannig tímar
fram undan. Atvinnuleysið hér er
komið til að vera. Og það er hvergi
verra að vera atvinnulaus en á
Íslandi. Í Svíþjóð eru góðar trygg-
ingar og á Grikklandi er betra
loftslag …“
Anna Svava: „Og svo er maður
hér í myrkrinu, þunglyndinu og ein-
angruninni! En ég er alla vega búin
að ákveða að ferðast í sumar. En
planið er að plana ekki neitt. Fara
bara út í tvo til þrjá mánuði og láta
þetta ráðast.“
Guðmundur: „Ég bíð bara eftir
eftirlaununum mínum. Þegar ég
verð komin á eftirlaun gæti ég til
dæmis farið og búið í Asíu. Ég á
kunningja sem hafa flutt þangað.“
Anna Svava: „Og hvað gera þeir
þar?
Guðmundur: „Ekki neitt. Lifa
bara af eignum sínum.“
Anna Svava: Þetta er ekki vitlaus
hugmynd! Maður ætti kannski að
prófa það. En talandi um eignir. Þú
kenndir bróður mínum hagfræði í
Verzló. Hann hringdi í mig nokkr-
um dögum fyrir kreppu og sagði að
ég yrði að selja íbúðina mína, því
eitthvað færi að gerast. Ég seldi
hana tveimur dögum fyrir kreppu.
Þú hefur kennt honum vel! Þannig
að ég er í góðum málum, skulda
ekki neitt, á ekki neitt.“
Guðmundur: „Ég keypti mér
íbúð árið 1998 og seldi hana aftur
fyrir meira en tvöfalt það sem ég
keypti. Síðan keypti ég aftur íbúð
við Laugaveg og seldi aftur tveim-
ur árum síðar fyrir meira en tvö-
falt verð. Það er mjög stór hópur
manna sem hefur gert þetta, og
stórgrætt á öllu saman!“
Geimverur og Guð
Samræður um lífið á Íslandi leiða
alltaf út í alvarlegar hugleiðing-
ar þessa dagana. Snúum okkur
að alheiminum. Ítalskir vísinda-
menn urðu nýlega vitni að flugi
óútskýranlegs furðuhlutar. Trúir
rökstólaparið á tilvist hugsandi
vera á öðrum hnöttum?
Guðmundur: „Nú er ég rúmlega
sextugur. Ég hef ekki orðið var við
framliðna og ekki heldur menn
frá öðrum stjörnum. Ég held þeir
fari varla að heilsa upp á mig úr
þessu.“
Anna Svava: „Mér finnst eigin-
lega jafn skrýtið að trúa á líf á
öðrum hnöttum eins og að trúa á
Guð.“
Guðmundur: „En Guð þarf ekki
að vera tilvistarspursmál, heldur
aðferð við að lifa lífinu …“
Anna Svava: „Já, en það er allt
annað mál!“
Guðmundur: „Ég er orthodox, í
söfnuði kírillspatríarka af Moskvu
í Reykjavík. Orthodoxarnir leggja
áherslu á Guð sem lykil í mannleg-
um samskiptum. Rússneskur prest-
ur sagði við mig einu sinni að við
Vesturlandabúar værum alltaf að
biðja Guð um einhver efnisleg gæði.
Við ættum heldur að biðja hann að
fá innsýn í þjáningar annarra og að
leiða okkur til annars fólks.“
Anna Svava: „Já, það er ekki
annað hægt en að vera sammála
þessu. Nema að ég get ekki kallað
þetta Guð. Ég held ég kalli það bara
eitthvað annað!“
Guðmundur: „Flestir þurfa
einhvern tímann í lífinu að taka
afstöðu til þess hvað er gott og vont.
Þeir munu fyrr eða síðar rekast á
Guð. Það er bara þannig.“
Talandi um geimverur og guð
Guðmundur Ólafsson hagfræðiprófessor myndi flytja af landi brott ef hann væri ungur maður, enda óttast hann að Ísland
stefni í að verða hrútleiðinlegt samfélag. Það hugnast Önnu Svövu Knútsdóttur leikkonu illa, enda er hún einn af höfundum
Áramótaskaupsins og vill hafa lífið skemmtilegt. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir fór á íslenskan bar með rökstólapari vikunnar.
Í GÓÐU YFIRLÆTI Guðmundur „Lobbi“ Ólafsson og Anna Svava Knútsdóttir eru rökstólapar vikunnar. Þau eru sammála um að
útrásarvíkingarnir hafi átt öll föstu skotin í Áramótaskaupinu fyllilega skilin, en Anna Svava er einn af höfundum skaupsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Anna Svava: „Mig
hefði aldrei grunað
að skaupið okkar
fengi svona góðar
viðtökur. En við vor-
um heppin að hafa úr
þessu ári að moða.“
Guðmundur: „En þið
genguð ekki svo langt
að fólk færi að hafa
samúð með útrásar-
víkingunum.“
Anna Svava: „Nei,
guði sé lof fyrir það!“