Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 30

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 30
30 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR Hver er þín stefna í heilbrigðismálum? „Mín grundvallarafstaða er sú að heil- brigðisþjónustan sé ein af grunnstoðum sam- félagsins sem ríkisvaldinu beri að tryggja. Hún á að vera öllum aðgengileg, óháð efna- hag, félagslegri stöðu, búsetu og bakgrunni. Sú stefna sem stjórnvöld marka þjónustunni á hverjum tíma er því mikilvæg þar sem hún hefur áhrif á heilsu og velferð samfélags- þegnanna til skemmri og lengri tíma. Mark- miðið er að tryggja að gæðin séu eins góð og mögulegt er og að tekið sé mið af bestu þekk- ingu og reynslu á hverjum tíma.“ Hver eru brýnustu úrlausnarefnin sem snúa að heilbrigðiskerfinu núna? „Brýnasta verkefnið sem blasir við er sá gríðarlegi niðurskurður sem stendur fyrir dyrum. Allt heilbrigðiskerfið er því í gerjun, enda mjög kostnaðarsamt. Þetta þýðir í raun að stjórnvöld standa frammi fyrir ýmsum valkostum og verða þá að vega og meta hvar á að skera niður. Landlæknisembættið getur komið með ráðgjöf en endanlegt ákvörðunar- vald er eðlilega á höndum ráðherra og undir- stofnana ráðuneytisins.“ Hlutverk Landlæknisembættins er að vera eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustinni og veita stjórnvöldum ráðgjöf, meðal annars á grunni heilbrigðisupplýsinga sem embætt- ið safnar og vinnur úr. Á þessum verkefnum ber embættið ábyrgð á og hefur þar ákveðið sjálfstæði. Það snýr að því að fylgjast með því að þjónustan sé ávallt eins góð og hægt er að krefjast á hverjum tíma, að fyrirmæl- um um bestu læknisfræðilegu meðferð sé fylgt og að starfað sé eftir viðurkenndum viðmiðum heilbrigðisvísinda.“ Niðurskurður vandasamt verkefni Hvernig hugnast þér þær niðurskurðar- aðgerðir sem stjórnvöld hafa þegar ákveðið að ráðast í? „Ég ætla ekki á þessari stundu að tjá mig um ákvarðanir sem hafa þegar verið tekn- ar. Ég veit að menn eru meðvitaðir um það að ákvarðanir í dag geta haft áhrif á heil- brigði manna þegar til lengri tíma er litið. Því þarf að gæta þess að þær ákvarðanir sem eru teknar valdi ekki auknum kostn- aði í framtíðinni. Ég er nýr í embætti, en ef ég hef skilið og lesið rétt í það sem ég hef heyrt þá trúi ég að stjórnvöld hafi skilning á mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu, að börn og fjöl- skyldur séu ákveðinn forgangshópur og að þjónusta á sjúkrastofnunum og annars staðar verði ekki skert með þeim hætti að það skapi hættu fyrir þá sem þar fá þjónustu. Á þessu tel ég að ríki fullur skilningur.“ En þolir stofnun eins og Landspítalinn niðurskurð upp á þrjá milljarða króna? „Ég er ekki í stöðu til að geta metið það á þessari stundu. Stjórnendur spítalans hafa lagt fram ákveðnar tillögur og ég er þess fullviss að þeir hafa lagt alúð í þetta vandasama verkefni og að tillögur þeirra séu ábyrgar og byggðar á góðri greiningu á starfseminni. Menn eru vissulega hrædd- ir við aukið álag á starfsfólk sjúkrahússins, deildir og þess háttar og hvernig það gæti haft áhrif á þjónustuna og gæði hennar. Einn- ig er ákveðið ráðningastopp gagnvart heil- brigðisstarfsfólki, til dæmis nýútskrifuðum læknum sem allir fá ekki ráðningu eins og áður. Það getur auðvitað haft neikvæð áhrif á heilbrigðisþjónustuna, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. Tíminn mun leiða í ljós hvernig til tekst og embættið mun fylgjast náið með framvindunni.“ Vandinn ekki auðleystur En er í öllu falli ekki viðbúið að heilbrigðis- þjónusta á Íslandi eigi eftir að dragast saman og það komi til með að bitna á þeim sem þurfa á henni að halda? „Ég tel mig geta fullyrt að skipulagning þjónustunnar muni breytast. Það er mikil vinna í gangi vegna nauðsynlegs niðurskurð- ar, en samtímis að tryggja að breytingar á þjónustu bitni ekki á þeim sem síst skyldi. Ef við tökum ákveðin embætti eins og landlækni þá er niðurskurðarhnífurinn uppi þar líka, með tilheyrandi endurskoðun á öllum ferlum innanhúss. Það er eðli heilbrigðisstofnana og stofnunar á borð við Landlæknisembættið að vera mjög mannauðskrefjandi, það er að segja að laun eru verulegur kostnaður. Það skapar að því leyti minna rými til að skera niður kostnað nema hreinlega með uppsögn- um. Persónulega lít ég þó á endurskipulagn- ingu sem jákvæða. Við þurfum öll af og til að hugsa um þau ferli sem við vinnum eftir dags daglega. Auðvitað væri skemmtilegra að vinna með mikið fjármagn og geta leik- ið sér með ýmis konar hugmyndir. Núna erum við hins vegar í innri naflaskoðun með þröngt svigrúm. Mitt markmið er að taka virkan þátt í þeirri nauðsynlegu endurskoð- un sem embættið er að fara í gegnum en um leið styrkja helstu stoðir embættisins, eftir- lit og ráðgjöf. Það er því spennandi en um leið krefjandi verkefni að fá að taka þátt í því að endurskipuleggja landslagið og undirbúa okkur fyrir framtíð með bættum hag.“ Hvað um bein áhrif á sjúklinga, má ekki búast við að biðlistar lengist og lífsgæði fólks þar með versni? „Það fer örugglega eftir því hvert vanda- málið er. Niðurskurður getur vissulega leitt til þess að þjónusta dragist saman og að bið eftir þjónustu lengist fyrir þá sem þurfa á henni að halda og því geta fylgt versnandi lífsgæði. Aftur á móti skynja ég vel þau skila- boð stjórnvalda að það eigi að standa vörð um grunnþjónustuna. Hún fer fram á heilsu- gæslustöðvum, sem eru út um allt land og er í nánum tengslum við íbúana. Þær þurfa þó eins og aðrir að fara yfir sína innri starf- semi og má vafalítið búast við einhverjum breytingum. Heilsugæslustöðvar eru fyrsti viðkomustaður flestra í heilbrigðiskerfinu, síðan eru aðrar stofnanir sem taka við til- teknum vandamálum. Eftir því sem vanda- málin verða flóknari og krefjast meiri sér- hæfingu geta myndast biðlistar, eðli málsins samkvæmt. Það þarf að huga vel að því að koma í veg fyrir að það verði of mikið álag á þessum annars og þriðja stigs stigum heil- brigðisþjónustunnar en þar er unnið við lausn á sérhæfðari vanda en í boði er á heilsu- gæslustöðvunum. Því snýst verkefnið um að færa þjónustuna sem næst einstaklingnum og á rétt þjónustustig, enda er það ódýrast og getur í reynd bætt þjónustuna fyrir íbúana. Ég sé fyrir mér að í þessari gerjun sem er í gangi verði ýmsir verkþættir hugsaðir upp á nýtt, það er hvernig hægt sé að gera þjónustuna markvissari fyrir þá sem þurfa á henni að halda. Þetta er hárfínt jafnvægi, niðurskurður og góð þjónusta og vandinn ekki auðleystur. Mikilvægast er að hlúa að undirstöðunum og styrkja þær þannig að þegar ástandið batnar sé heilbrigðiskerfið í stakk búið að takast á við ný og krefjandi verkefni sem bíða úrlausnar, en ekki dofið vegna fyrri þrenginga.“ Formaður Læknafélags Íslands óttast atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks. Tekurðu undir þær áhyggjur? „Eftir því sem herðist á atvinnumark- aðnum hjá læknum, hjúkrunarfólki og öðru heilbrigðisstarfsfólki, skil ég að starfsfólki finnist verulega að sér þrengt hvað varð- ar afkomu, framamöguleika eða símennt- un. Þá getur það verið valkostur fyrir suma að yfirgefa landið. Ég get ímyndað mér að yngra fólk, ungir læknar til dæmis, fari fyrr af landi brott heldur en þeir hefðu gert ella vegna ráðningarstopps og að þeir komi kannski seinna heim. Ástæðurnar fyrir brott- flutningi heilbrigðisstarfsfólks geta verið margar og atgervisflótti er örugglega eitt af þeim vandamálum sem við þurfum að kljást við. Hann gæti t.d. leitt til þess að erfitt verði að manna heilbrigðisstofnanir á landsbyggð- inni þegar fram líða stundir. Þrátt fyrir niður- skurð hlýtur þó markmiðið að vera áfram að skapa eftirsóknarvert atvinnuumhverfi til að tryggja nauðsynlega endurnýjun í hópi heil- brigðisstarfsfólks og að þeir sem fara utan komi aftur.“ Mikilvægt að samþætta þjónustuna Er ástæða til að taka upp aukinn einkarekst- ur í heilbrigðiskerfinu í árferði sem þessu? „Það er ekki landlæknis að taka ákvörð- un um það heldur stjórnvalda á hverjum tíma. Í samanburði við Norðurlöndin þá er einkarekstur með greiðsluþátttöku ríkisins nú þegar meiri hér á landi en almennt gerist þar. Hlutverk landlæknis er að hafa eftirlit með framkvæmd einkarekinnar þjónustu og ganga úr skugga um að hún standist fagleg- ar kröfur. Hversu mikil þjónusta á að vera einkarekin og hversu mikil þáttaka ríkisins á að vera í slíkri þjónustu er eilíft umræðu- efni, hér á landi sem erlendis. Markmiðið hlýtur að vera að gera þjónustuna eins góða og hægt er fyrir eins lítinn kostnað og mögu- legt er. Landlæknisembættið getur komið inn í það ferli sem ráðgjafi um það hvern- ig einkarekstur fellur að grunnþjónustunni sem allir eigi rétt á, en það er ekki á valdi embættisins að taka endanlega ákvörðun um rekstrarform.“ Hvað um hátæknisjúkrahús, er skynsam- legt að ráðast í byggingu á því núna? „Það er þegar búið að taka ákvörðun um að byggja slíkt sjúkrahús. Mín skoðun er sú að það sé mjög mikilvægt að samþætta alla þjónustuna, allt frá grunnþjónustunni og upp í svokallað hátæknisjúkrahús. Við höfum nú þegar hátæknisjúkrahús með Landspítalan- um. Að það sé verið að bæta aðstöðuna þar er eingöngu af hinu góða. Það má aftur á móti ekki verða til þess að menn gleymi hinum þáttunum, sem er grunnþjónustan, forvarn- ir og þjónusta utan sjúkrahúsa og mikilvægi þess að leysa úr vanda áður en hann þarfn- ast þjónustu hátæknisjúkrahúss. Öll stig heil- brigðisþjónustunnar þurfa að vera öflug og styðja hvert annað. Það þarf að líta jafnt á alla þessa þætti.” Staðið vörð um grunnþjónustuna Sérðu fram á gagngerar breytingar á heil- brigðiskerfinu á næstu fimm árum? „Það er enginn efi í mínum huga að grunn- þættir þjónustunnar verða hinir sömu, það er heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og margvísleg önnur heilbrigðisþjónusta ýmist á vegum rík- isins eða einkaaðila. Það sem ég óska mér eru skilvirkari ferli milli fyrsta, annars og þriðja stigs stofnana heilbrigðisþjónustunnar, óháð rekstrarformi og að virðing fyrir hlutverki hvers og eins sé leiðarljós í starfinu. Ég vona að ferlin verði gegnsærri og skilvirkari fyrir þá sem nýta sér þjónustuna. Hvað stofnanir varðar vonast ég eftir ákveðnum breyting- um, til dæmis að Landlæknisembættið efl- ist í samvinnu við aðrar stofnanir sem eru að vinna á svipuðum vettvangi, sérstaklega Lýðheilsustöð. Þar eru sannarlega möguleik- ar á samlegðaráhrifum á mörgum sviðum, sem væri af hinu góða. Ef efnahagsvandinn leiðir til slíkra niðurstaðna væri það jákvætt að mínu mati.“ Heilbrigðiskerfið er í gerjun GEIR GUNNLAUGSSON Að það sé verið að bæta aðstöðuna á Landspítalanum með nýju hátæknisjúkrahúsi er af hinu góða, að mati landlæknis. Það megi aftur á móti ekki verða til þess að menn gleymi hinum þáttunum, grunnþjónustu og forvörnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Geir Gunnlaugsson útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1978. Hann var við nám og störf í ellefu ár í Svíþjóð þar sem hann lauk doktorsprófi í barnalæknisfræði og meistaranámi í lýðheilsu- fræði við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi. Hann hefur einnig starfað átta ár í Gíneu-Bissá í Vestur- Afríku við barnalækningar, almenn lýðheilsustörf og rannsóknir. Frá 2000 til 2009 var hann yfirlæknir og forstöðumaður á Miðstöð heilsuverndar barna. Undanfarin þrjú ár hefur hann gegnt prófessors- stöðu við kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þróunarmál eru Geir hugleikin. Hann hefur starfað með UNICEF vegna stuðnings barnahjálparinnar við Gíneu-Bissá og hefur tekið þátt í starfi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Malaví undanfarin tíu ár. Eiginkona Geirs er Jónína Einarsdóttir, prófessor í mannfræði og deildarforseti félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands. Þau eiga þrjá syni. ➜ LANDLÆKNIR Í HNOTSKURN Hlutverk landlæknis er að hafa eftirlit með fram- kvæmd einkarekinnar þjónustu og ganga úr skugga um að hún standist faglegar kröfur Geir Gunnlaugsson tók við landlæknisembættinu í byrj- un mánaðar. Í samtali við Fréttablaðið segir Geir brýn- asta verkefnið að standa vörð um grunnþjónustu heilbrigð- iskerfisins í fyrirhuguðum niðurskurði. Efnahagsvand- inn geti leitt til nauðsynlegrar endurskipulagningar í kerfinu og það sé af hinu góða.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.