Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 32

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 32
32 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Keppnin er mikil þolraun fyrir keppendur. Þeir eru ekki bara að berjast við hitann heldur einnig mikið ryk. Sandöldurnar eru einnig erfiðar viðureignar og ef menn hafa ekki einbeitinguna í lagi gæti farið illa. NORDIC PHOTOS/AFP ÁFRAM SPÁNN Ekki eru margir stuðningsmenn á svæðinu þar sem kapparnir þeysa um en einstaka áhorfandi sést þó á ferli. NORDIC PHOTOS/AFP GLÆSITILÞRIF Þótt fáir áhorfendur séu á ferli þá er nóg af myndatökumönnum sem koma víða til að ná einstökum myndum af keppendum. NORDIC PHOTOS/AFP Dakar-rallið í nýrri álfu Rallíkeppnin París-Dakar, heitir nú aðeins Dakar-rallið og fer nú fram í Suður- Ameríku annað árið í röð í stað hinnar hefðbundnu leiðar sem lá að mestu um Afríku. Keppnin spannar níu þúsund kílómetra leið milli Chile og Argentínu, en hún endar í Búenos Aíres. Bæði mótorhjól og jeppar taka þátt. Fréttablaðið birtir hér hápunkta úr keppni síðustu viku. ÓTRÚLEGT UMHVERFI Keppendur þurfa að berjast við krefjandi aðstæður, en sjónarspilið er ótrúlegt. Lesendur fá þó öllu betra útsýni en ökuþórinn á myndinni, sem virðist vera að keyra á hjara veraldar. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.