Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 33

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 33
fjölskyldan [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] janúar 2009 Á Bergþórugötu stendur barna- heimilið Ós sem er foreldra- rekið. Þar eru 27 börn í vistun á heimilislegum og vinalegum stað sem börn og foreldrar kunna vel að meta eins og gefur að skilja. Það er sannarlega heimilis-leg stemming sem mætir gesti á barnaheimilinu Ósi við Bergþórugötu. Verið er að undirbúa hádegismat og það eru Kristófer Dignus og María Heba Þorkelsdóttir, for- eldrar barns á heimilinu sem standa yfir pottunum. „Kokk- urinn okkar er í fríi og í þannig aðstæðum hlaupa foreldrar í skarðið,“ útskýrir María Jónsdóttir leikskóla- stjóri á Ósi. Ós er foreldrarekinn leikskóli eða barnaheimili sem starfræktur hefur verið í 36 ár. Eins og gefur að skilja leika foreldrar þar stærra hlutverk en á venjulegum leikskóla. „Það eru oftar foreldrafundir og skyldumæting á svokallaða stórfundi sem eru annan hvern mánuð, þar er allt sem viðkemur starfinu rætt.“ 27 börn dvelja á Ósi og þau njóta þess að hafa foreldrana stundum í húsinu, því að þeir leysa af ef að starfsfólk eru í fríi eins og tilfellið var þegar Fréttablaðið kíkti í heimsókn. „Svo skipuleggur For- eldrafélagið hátíðir og uppákomur, til FRAMHALD Á SÍÐU 4 Í gula herberginu Amira Snærós Ómarsdóttir, Ragn- heiður Vala Antonsdóttir, Eydís helga Þórisdóttir, Sigyn Christaansdóttir. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V ILH EL M Hlýlegt heimili á Bergþórugötu Frumskógarhljóðin Slagverkstónleikar fyrir börn í Salnum SÍÐA 2 Skoppa og Skrítla Nýtt leikrit væntanlegt SÍÐA 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.