Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 36

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 36
4 fjölskyldan MIKIÐ VAL Í mörgum hverfum á höfuðborgarsvæðinu eru nokkrir leikskólar og því má segja að foreldrar hafi úr talsverðu að velja þegar kemur að því að velja leikskóla fyrir barnið. Flestir leikskólar eru með heimasíðu sem hægt er að skoða og svo er um að gera að hafa samband og heimsækja þá leikskóla sem koma til greina. FRAMHALD AF FORSÍÐU dæmis er farið einu sinni á ári í sumarbústaðaferð og þá er allt- af þeim sem hættu árið á undan boðið með,“ segir María. Tengsl barna við barnaheimilið eru því sterk áfram eftir að dvölinni þar lýkur og sumir tala um árin á Ósi langt fram eftir fullorðinsárum. Svo skemmtilega vill til að einn starfsmannanna núna Anna Krist- ín Cartesgna var einmitt á Ósi sem barn og segir hún dásamlegt að vinna þar. „Það er bara svo mik- ill kærleikur í húsinu,“ segir hún. Anna Kristín er alinn upp á Ítalíu til fimm ára aldurs. „Mamma mín skoðaði ótal leikskóla í Reykjavík þegar hún flutti heim og valdi Ós vegna þess að hún vildi taka þátt í starfi leikskólans og ég skil það vel, í hvað á maður að verja tíma sínum nema í börnin,“ segir Anna Kristín. María segir marga foreldra hafa búið í útlöndum og kynnst leik- skólum sem gera ráð fyrir meira foreldrastarfi en gengur og gerist í venjulegum leikskólum. „Foreldrarnir hér eru frábær hópur og verða svo góðir vinir okkar,“ segir María. „Þetta er allt frá þeim,“ segir Anna og bendir á hlaðið borð af kræsingum sem boðið er upp á á kaffistofunni í aðdraganda jólanna. Kaffistofan er ekki stór, ekki frekar en húsið sem hýsir leik- skólann, það er þriggja hæða timburhús sem foreldrar gerðu upp á níunda áratugnum, áður var skólinn á tveimur öðrum stöð- um „Börnum þykir líka gaman að vera í þessu margra hæða húsi.“ Sannarlega eru krókar og kima margir í húsinu og börnin eru að leika sér þegar blaðamaður röltir um. Skólinn starfar eftir Hjalla- stefnunni þannig að kynin eru í sitthvoru lagi en sameinast í úti- verunni. Lóðin er heldur ekki stór en það eru margir spennandi staðir að skoða í grenndinni þannig að það kemur ekki að sök. „Við erum dug- leg að fara í leiðangra með börn- in,“ segir María og bendir í átt að Skólavörðuholtinu. Með það kveður blaðamaður hlýlegt hús og heldur út í kuldann með bros á vör. Í góðum hópi María og Anna Kristín í góðum hópi yngstu krakkanna á Ósi. Árið 1973 stofnaði hópur foreldra það sem þeir kölluðu Tilraunaheimilið Ós, sem tilraun til að reka barnaheimili með öðrum hætti en þá tíðkaðist. Heimilið var til ársins 1977 að Ósi við Dugguvog en flutti þá að Bergstaðastræti 26B. Árið 1986 var flutt í núverandi húsnæði sem er í eigu Reykja- víkurborgar að Bergþórugötu 20. Nafn heimilisins er áfram Barna- heimilið Ós, því þó að Ós sé dregið af nafni hússins við Dugguvog má einnig hugsa sér myndlíkinguna í læknum sem rennur í hafið og sameinast í því, líkt og barnið sameinast fjölskylduhópnum. Ós er foreldrarekinn leikskóli. Með hugtakinu foreldrarekinn er ekki einungis átt við rekstrarformið með stjórn, starfsráði, stórfundum, starfsdögum og fleiru, heldur einnig að foreldrar og aðrir aðstandend- ur barnanna á hverjum tíma hafi tækifæri til að fylgjast með og móta starfsemina þannig að eðlilegt samhengi skapist á milli uppeldis á Ósi og heimilis barnsins. Ábyrgðin er sameiginleg og með þessu móti gefast foreldrum möguleikar á stefnumörkun. Starfið á Ósi endurspegl- ar því vilja og áhuga foreldra og starfsfólks á hverjum tíma. Við inngöngu á Barnaheimilið Ós verða barnið og foreldrar þess hluti af Ósfjölskyldunni. Eins og hjá öðrum fjölskyldum er gagnkvæm tillitssemi, virðing og traust allra fjölskyldumeðlima grundvöllurinn fyrir því að góður árangur náist í uppeldinu. Á Ósi er mikið lagt upp úr hollu og góðu fæði sem matreitt er af mikilli alúð frá grunni í eldhúsi skólans. Ávaxtabílinn kemur vikulega með stútfulla körfu af ávöxtum og leitast er við að allt grænmeti sem boðið er upp á sé lífrænt ræktað. Heimild: www.leikskolinn.is/os Tilraunaheimilið Ós Í stuði Eydís Helga Þórisdóttir stekkur hátt. Ertu ,,alltaf” á leiðinni í jóga? Vantar þig orku, einbeitingu, gleði og ró KARLATÍMAR KUNDALINI JÓGA Orkugefandi - markvisst - umbreytandi Byrjum á Bóndadaginn 22. janúar Konur ath. gjafabréf! Nánari upplýsingar á www.lotusjogasetur.is/a_dofi nni og í síma 846 1970 Lótus Jógasetur - Borgartúni 20 í leikskóla er gaman...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.