Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 37

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 37
Bráðger börn Mikill áhugi er augljóslega á því hvernig grunnskól- inn getur betur komið til móts við bráðgera nemendur. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.rvk.is kemur fram að á málþingi menntasviðs síðastliðinn fimmtudag var hvert sæti skipað, en fyrirlesarar kynntu meðal annars stigskipt verkefni og leiðir til að skapa hvetjandi náms- umhverfi fyrir nemendur með óvenju skapandi hugsun. Þá var farið yfir niðurstöður PISA-könnunar um stöðu bráðgerra nemenda. Í máli Almars Halldórssonar, sérfræðings hjá Náms- matsstofnun, kom fram að samkvæmt PISA-könnunum er hlutfall bráðgerra nemenda að jafnaði um níu prósent í OECD- löndum og skera þeir sig úr á ýmsan veg. Á Íslandi er hlutfallið svipað, en í stærðfræði er hlutfall afburðanemenda hærra. Ánægjan og áhuginn virðist stýra miklu um árangur nemenda í skóla og staðfesta rannsóknir hér á landi beint samhengi þar á milli. „Helsta niðurstaða málþingsins hafi verið að í stað þess að reyna að mæta þörfum bráðgerra nemenda með sértækum úrræðum eða verkefnum, eins og áður var gert, leitast skólinn nú við að koma til móts við þarfir sérhvers nemanda ... Bráðger- ir nemendur eru meðal annars skilgreindir sem þeir sem sýna snemma mikla hæfileika, eiga auðveldara með að hugsa óhlutbundið og leysa flókin og óvænt verkefni, eru óvenju skapandi og hugmyndaríkir, rökfastir, vinna skipulega og ná háum einkunnum,” segir í frétt Reykjavíkurborgar. HVAÐA SKÓLI? Lögheimili nemenda ræður því í hvaða hverfisskóla þeir eiga námsvist. En allir foreldrar eiga kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni. NÁM (Alþýðublaðið janúar 1930) Opið hús sunnudaginn 17. janúar kl. 14 - 16 Frá opnun Hótels Borgar árið 1930 höfum við tekið á móti tugþúsundum litríkra karaktera; kóngafólki, fegurðardrottningum, flugköppum, frelsishetjum, kvikmyndastjörnum og allra handa fólki frá öllum heimshornum. Eftir alla þessa æfingu teljum við okkur reiðubúin að taka höfðinglega á móti þér. Skoðunarferð um hótelið, sem hefur nýlega verið endurgert af fágun og glæsileika, sem sameinar það besta af anda fjórða áratugarins og þægindum nútímans. Hápunkturinn er heimsókn í turn- svítuna en af efri hæð hennar er stórkostlegt út- sýni til allra átta. Einnig býður veitingastaðurinn Silfur á Hótel Borg upp á kaffi og pönnukökur líkt og venja er þegar góðir gestir koma í heimsókn. Fagnaðu afmælinu með okkur og sjáðu innviði eins helsta kennileitis miðborgarinnar, Hótels Borgar. Pósthússtræti 11 101 Reykjavík Sími: 551 1440

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.