Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 47
LAUGARDAGUR 16. janúar 2010 5
Starf umsjónarmanns safna Dalabyggðar
er laust til umsóknar.
Umsóknir óskast sendar skrifl ega til skrifstofu Dala-
byggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardalur eða á netfangið:
grimur@dalir.is fyrir 22. janúar nk.
Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma: 430-4700.
Laus störf á Menntavísindasviði
Forstöðumaður Menntavísindastofnunar
Menntavísindastofnun er mikilvægur vettvangur rannsóknarstarfs við Menntavísindasvið.
Innan vébanda hennar eru starfræktar rannsóknarstofur við sviðið. Meginhlutverk
Menntavísindastofnunar er að efla rannsóknir og rannsóknarumhverfi innan
Menntavísindasviðs, en einnig að greiða fyrir ráðstefnum sem tengjast rannsóknum
starfsmanna og sinna rannsóknar- og þjónustuverkefnum. Umsækjendur skulu
hafa doktorspróf eða rannsóknartengt meistarapróf hið minnsta ásamt þekkingu
á aðferðafræði og reynslu af vinnu við rannsóknir.
Nánari upplýsingar veita Kristín Indriðadóttir rekstrarstjóri, kindr@hi.is, og
Steinunn Gestsdóttir, formaður rannsóknarráðs, steinuge@hi.is.
Lektor í þroskaþjálfafræði
Lektornum er ætlað að sinna kennslu í þroskaþjálfa- og fötlunarfræðum með áherslu
á menningu og samfélagsþátttöku fatlaðs fólks, auk þess að efla framhaldsnám
og rannsóknir á fagsviðinu. Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsgráðu á sviði
þroskaþjálfafræði eða fötlunarfræði og hafa góða þekkingu á eigindlegri og
megindlegri aðferðafræði rannsókna í félagsvísindum.
Nánari upplýsingar veita Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviðs, jtj@hi.is
og Erlingur S. Jóhannsson deildarforseti, erljo@hi.is.
Sjá nánar um menntunar- og hæfniskröfur, ráðningarferlið og störfin
á www.hi.is/is/skolinn/laus_storf og www.starfatorg.is/
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
10
01
59
MENNTAVÍSINDASVIÐ
MENNTAVÍSINDASVIÐ