Fréttablaðið - 16.01.2010, Side 48

Fréttablaðið - 16.01.2010, Side 48
 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR6 Hjúkrunarheimilið Skógarbær Eldhús Ef þig langar til að vinna með skemmtilegu fólki skaltu lesa þessa auglýsingu. Okkur vantar starfsmann í fullt starf í eldhús/matsal Skógarbæjar, um er að ræða dagvinnu. Við leitum eftir einstaklingi sem kann að baka, elda, tala íslensku, er heilsuhraustur, skemmtilegur og hefur góða framkomu og samskiptahæfi leika. Upplýsingar um Hjúkrunarheimilið Skógarbæ eru á heimsíðu okkar skogar.is. Ef nánari upplýsinga er óskað þá sendið tölvupóst til olga@skogar.is Umsóknir sendist með tölvupósti til olga@skogar.is Olga Gunnarsdóttir Næringarrekstrafræðingur Forstöðumaður eldhúss Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is. ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 400 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór- iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Framkvæmdagleði í fyrirrúmi MÁLMIÐNAÐARMENN ÍSTAK óskar eftir að ráða málmiðnaðarmenn til starfa. Í boði eru fjölbreytt verkefni við nýsmíði, viðhald og uppsetningu stálvirkja. Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu af störfum í málmsmíði. Einnig er óskað eftir málmiðnarmönnum með þekkingu og reynslu af suðu röralagna. Viðkomandi þarf að búa yfir frumkvæði, sýna metnað í starfi og vera tilbúinn að gangast undir hæfnispróf í málmsuðu. VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR ÍSTAK óskar eftir að ráða viðskiptafræðing til starfa. Um er að ræða umsjón með bókhaldi erlendra verkefna, vinnu við uppgjör og gerð ársreikninga, skýrslugerð og eftirlit, aðstoð við bókhald auk annarra verkefna í samráði við fjármálastjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun í viðskiptafræði • Frekari framhaldsmenntun er æskileg • Reynsla af bókhalds- og uppgjörsvinnu • Þekking á Navision æskileg • Góð enskukunnátta • Góð kunnátta í minnst einu norðurlandamáli • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Hjá Umhverfisstofnun eru tvö störf sérfræðinga laus til umsóknar. Sérfræðingur á deild hollustuverndar. Helstu verkefni sérfræðingsins varða löggjöf um plöntuvarnarefni, þ.á.m. leyfisveitingar vegna notkunar og markaðssetningar þeirra, starfsréttindi garðaúðara og meindýraeyða, sérfræðivinna vegna innleiðingar nýrrar Evrópulöggjafar og fræðsla sem tengist málaflokknum. Sérfræðingur á sviði fræðslu og upplýsinga. Helstu verkefni sérfræðingsins verður vinna sem lýtur að vistvænum innkaupum hjá ríkisstofnunum auk vinnu að rekstri umhverfismerkisins Svaninum. Í verkefnunum felast m.a. fræðsla og kynningarhald til opinberra aðila, fyrirtækja og neytenda, aðstoð við daglegan rekstur og kynningarátak Svansins, samstarf við hagsmunaaðila og vinna við innleiðingu vistvænna innkaupa hjá Umhverfisstofnun. Sjá nánari upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og umsóknarfresti um þau á umhverfisstofnun.is og starfatorg.is Störf sérfræðinga hjá Umhverfisstofnun Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman ÞJÓNUSTULIÐI RÆSTING í Menntaskólanum í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi óskar eftir að ráða þjónustu- liða til ræstinga og umsjónar með umgengni í skólanum á dagvinnutíma. Möguleiki á hlutastörfum. Laun eru skv. sérstökum samningi Efl ingar og fjármála- ráðuneytis. Nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu skólans í síma 594 4000 hjá skrifstofustjóra eða ræstinga stjóra. Skólameistari RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Ráðningarþjónusta HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar. Framkvæmdastjóri Leitað er að einstaklingi sem hefur: · Háskólamenntun sem nýtist í starfi · Frumkvæði og metnað til að ná árangri · Mjög góða samskiptahæfni · Gott vald á töluðu og rituðu máli og hæfni til framsetningar í skýrslum og kynningum · Reynslu af stjórnun Leitað er að drífandi og kraftmiklum einstaklingi til að fara fyrir daglegri starfsemi og rekstri sem fram fer á Urriðavelli í Garðabæ. Í starfinu felst starfsmannastjórnun, fjármálastjórnun, þjónusta og samskipti við félagsmenn, samstarfs- og styrktaraðila. Urriðavöllur í Heiðmörk er af mörgum talinn einn fallegasti golfvöllur landsins. Golfklúbburinn Oddur hefur þar aðstöðu sína en í klúbbnum eru tæplega 1400 félagsmenn. Starfmenn eru frá 5 – 25 eftir árstíðum. Nánari upplýsingar um aðstöðuna og félagsstarfið má finna á www.oddur.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.