Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 64

Fréttablaðið - 16.01.2010, Page 64
12 fjölskyldan GAGN&GAMAN Tilbreyting með lítilli fyrirhöfn Barnaherbergi eru sjaldan skemmtilegri en þegar þau eru líflega skreytt og falleg. Ekki er öllum gefið að munda málningarkústinn með miklum tilþrifum en þeir þurfa þó ekki að örvænta. Skemmtilegir límmiðar til að setja upp í herbergjum barna fást víða. Ikea selur þannig límmiða, Húsgagnaheimilið sömuleiðis og fleiri búðir bjóða upp á þennan varning sem hefur og þann kost að auðvelt er að fjarlægja hann. Úthugsuð kaup Nú þegar vetrarútsölur standa sem hæst er tíminn til að gera góð kaup á flíkum sem öll börn þurfa að eiga, kuldagöll- um, kuldastíg- vélum, regngöll- um og stígvélum. Þegar börnin hafa verið dressuð upp er hægt að fara að kíkja á föt handa fullorðna fólkinu á heimilinu, ekki má gleyma því. Góðir morgnar Gott yfirlit yfir barnastarf kirkjunnar er að finna á síðunni kirkjan.is/barnastarf en þar má meðal annars sjá hvenær sunnudags- skólinn er í kirkjum víða um land og sömuleiðis er þar að finna yfirlit yfir starfsemi sunnudagaskólanna sem fara iðulega fram á sama tíma og messað er í kirkjunni. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.