Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 72

Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 72
BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar 40 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvernig er heilsan Ívar? Villtu ekki fara í göngutúr heim? Nei, hehehe, nei, nei öh, jú, fyrst ljósin eru farin að blikka. Takk fyrir í kvöld! Góða nótt Ívar! rop Kobbi töframaður Það sem angrar mig mest er að þetta þurfi að vera svona á hverjum einasta sunnudegi. Pabbi, geturðu sýnt mér hvernig maður setur þetta saman? Jú, fyrst á maður... Þetta er vitlaust! Hver skildi bakpokann sinn eftir á miðju gólfi? Ég er að koma! Bíddu, þetta er ekki minn bakpoki, held- ur á Hannes hann Ég er ekki í vandræð- um, heldur Hannes! Það hlýtur að vera fín tilbreyting? Tja, mig svimar eiginlega! Vísir.is birti á dögunum frétt um erótísku samfélagssíðuna Purplerabbit.com. Fréttin snerist um að aðstandendur vefsíð- unnar séu tilbúnir að borga Íslendingum fyrir erótísk myndbönd sem þeir myndu taka upp sjálfir. Fréttin vakti mikla athygli, enda hefur íslensk erótík ekki þrifist á opin- berum vettvangi síðustu misseri. FRÉTTIN um vefinn vakti hörð viðbrögð og Femínistafélag Íslands krafðist þess að honum yrði umsvifalaust lokað, enda um vændistengda starfsemi að ræða að mati félagsins. Sem forvitinn ungur maður rann mér blóðið til skyldunnar og fannst ég þurfa að athuga hvað væri á seyði á vefnum. EKKI lagði ég á mig að skrá mig sem notanda vefjarins, enda bjóst ég ekki við að finna þar hvatningu til að taka þátt í samfélagi fólks, sem berar sig fyrir ókunnuga á Netinu. Ég er ekki tepra, en slík hegðun er einfaldlega ekki fyrir mig – þó að ég skilji vel að einhverjir, bæði strákar og stelpur, fái út úr því kikk. ÉG GAT skoðað þann hluta vefjarins sem var ekki aðeins ætlaður not- endum og vafraði aðeins um. Ég sá alls konar myndir af alls konar fólki. Stelpur á undirfötum einum klæða þökkuðu fyrir sveittar athugasemdir frá nafnlausum gaurum sem opinberuðu hvern- ig þeir færu að, myndu leiðir þeirra og nafn- lausu stúlkunnar liggja saman. Mig grunar reyndar að minnst helmingur þeirra sem skildu eftir slepjulegar athugasemdir þori ekki að vinda sér upp að dömu á almanna- færi og kjósi því að fá útrás fyrir órum sínum á Netinu. Fremstur meðal jafningja. Og allt það. HÁPUNKTUR þessarar hávísindalegu úttektar minnar á íslenskri erótík var myndband sem sýndi stúlku láta vel að sjálfri sér. Ég verð að viðurkenna, að kyn- þokki var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar hún renndi hægt niður appelsínu- gulu 66° norður-flíspeysunni þar sem hún lá á pleðursófa í íslenskri stofu. ÍSLENSK erótík á augljóslega langt í land, ætli hún að verða iðnaður. Eins og á öllum samskiptasíðum getur þrifist þarna ógeðs- legt fólk, sem nýtir sér ástand eða neyð annarra. En á meðan fólk stillir sér upp nakið fyrir framan myndavélar af fúsum og frjálsum vilja, rukkar jafnvel fyrir það, þakkar fyrir athugasemdir nafnleysingja af einlægni og fer eftir lögum, þá sé ég ekki hvernig krafan um lokun ætti fram að ganga. Íslensk erótík 10. HVERVINNUR! VILTUVINNAEINTAK? Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FULLT AF AUKAVIN NINGUM TÖLVULE IKIR · DVD MYNDIR · PEPSI M AX OG MARG T FLEIRA! SENDU SM S SKEYTIÐ EST AT4 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆ TIR UNNIÐ EIN TAK! 90 af 100 - PlayStation Official Magazine 85 af 100 - PSM3 Magazine 85 af 100 - IGN.com WWW.sena.is/army/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.