Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 88

Fréttablaðið - 16.01.2010, Síða 88
56 16. janúar 2010 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Ægir Þór Steinarsson varð í fyrrakvöld fyrsti íslenski leikmaðurinn í tæp sjö ár til þess að ná því að skora 30 stig og gefa 10 stoðsendingar í einum og sama leiknum. Ægir Þór var þá með 33 stig og 13 stoðsendingar í 111-109 útisigri Fjölnis á Grinda- vík. Ægir Þór er aðeins átján ára gamall og á sínu fyrsta ári í úrvalsdeildinni. Síð- asti íslenski leikmaður- inn til þess að ná því að skora 30 stig eða gefa 10 stoðsendingar í sama leiknum var Damon Johnson sem gerði það í sigri Keflavíkur á ÍR 27. mars 2003. Damon var með 39 stig og 11 stoðsendingar í leiknum. Þeir Ægir og Damon eru aðeins í hópi fjögurra annarra leikmanna í úrvalsdeild karla frá og með 1999- 2000 tímabilinu sem hafa náð því að leiða sóknarleik sinna liða bæði í skori og sköpun. Meðal þeirra er Tómas Holt- on en sonur hans, Tóm a s Heið a r Tómasson, skoraði einmitt sigurkörfu Fjölnis í leiknum í Grindavík eftir stoðsendingu frá Ægi Þór. - óój Ægir Þór skoraði 33 stig og gaf 13 stoðsendingar: Sá fyrsti í tæp sjö ár FRÁBÆR Ægir Þór Stein- arsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ST O FA 5 3 IE-deild karla: Keflavík-Stjarnan 118-83 Stig Keflavíkur: Draelon Burns 30, Gunnar Einarsson 23, Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Sverrisson 9, Jón Nordal Hafsteinsson 9, Sigurður Þorsteinsson 8, Gunnar Stefánsson 8, Elentínus Margeirsson 7, Þröstur Jóhannsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21, Jovan Zdra- vevski 17, Fannar Helgason 14, Birgir Pétursson 11, Kjartan Atli Kjartansson 7, Magnús Helgason 6, Ólafur Ingvason 5, Birkir Guðlaugsson 2. ÍR-KR 76-103 Stig ÍR: Nemanja Sovic 22, Michael Jefferson 20, Gunnlaugur Elsuson 11, Steinar Arason 8, Hregg- viður Magnússon 8, Kristinn Jónasson 3, Ásgeir Hlöðversson 2, Benedikt Skúlason 2. Stig KR: Semaj Inge 29, Tommy Johnson 26, Jón Orri Kristjánsson 13, Brynjar Þór Björnsson 12, Fannar Ólafsson 8, Skarphéðinn Ingason 7, Stein- ar Kaldal 2, Egill Vignisson 2, Kristófer Acox 2. Snæfell-Breiðablik 109-74 Stig Snæfells: Sigurður Þorvaldsson 22, Hlynur Bæringsson 21 (18 frák.), Sean Burton 14, Jón Ólafur Jónsson 13, Emil Jóhannsson 13, Sveinn Davíðsson 10, Kristján Andrésson 5, Páll Helga- son 3, Gunnlaugur Smárason 2. Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 19, Jeremy Caldwell 13, Daníel Guðmundsson 13, Ágúst Angantýsson 12, Rúnar Pálmarsson 8, Hjalti Friðriksson 6, Gylfi Geirsson 3. STAÐAN: Njarðvík 13 11 2 1160-966 22 KR 13 11 2 1233-1063 22 Keflavík 13 10 3 1174-994 20 Stjarnan 13 10 3 1134-1058 20 Snæfell 13 9 4 1217-1060 18 Grindavík 13 8 5 1219-1049 16 ÍR 13 5 8 1077-1161 10 Hamar 13 5 8 1077-1124 10 Tindastóll 13 4 9 1079-1174 8 Fjölnir 13 3 10 1016-1054 6 Breiðablik 13 2 11 979-1166 4 FSu 13 0 13 871-1264 0 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Keflavík vann í gær stóran og öruggan sigur á Stjörn- unni á heimavelli sínum, 118-83, í toppbaráttuslag í Iceland Express- deild karla. Stjarnan féll úr öðru sæti í það fjórða með tapinu en Keflavík færðist upp um eitt, í það þriðja. Liðin eru nú jöfn að stigum, tveimur á eftir toppliðum Njarð- víkur og KR. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíking- ar náðu undirtökunum í leiknum með 14-0 spretti í öðrum leikhluta. Stjörnumenn áttu í erfiðleikum með öflugan varnarleik Keflvík- inga, sér í lagi þegar Justin Shouse var hvíldur. Nýi Bandaríkjamaðurinn í liði Keflavíkur, Draelon Burns, átti mjög góðan leik í gær og skoraði 20 stig af sínum 30 í fyrri hálfleik. Það var þó í þriðja leikhluta sem Keflvíkingar gerðu endanlega út um leikinn. Stjarnan skoraði tvö stig í upphafi þriðja leikhluta en svo ekki í næstum átta mínútur. Á þeim tíma skoraði Keflavík 22 stig í röð og virtist hreinlega allt falla með Keflvíkingum á þessum kafla. Gunnar Einarsson fór mikinn og skoraði alls 20 af 23 stigum sínum í síðari hálfleik. Hörður Axel Vil- hjálmsson átti einnig mjög góðan leik en fyrst og fremst var það öfl- ugur varnarleikur sem skóp sigur Keflvíkinga í gær. „Ég held að þeir hafi brotnað þegar við beittum okkar varnar- afbrigðum í þriðja leikhluta og þetta var aldrei spurning eftir það. Við spiluðum mjög sterka og góða vörn ásamt því að vera skyn- samir í okkar sóknarleik. Það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk ágætlega upp,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörn- unnar, var vitanlega ekki sáttur við tapið. „Ég vil helst bara henda þessum leik út um gluggann og snúa mér að næsta verkefni. Þetta gekk hræðilega illa hjá okkur. Við létum allt fara í taugarnar á okkur eins og aðkomulið eiga til að gera í Keflavík. Þá náðu þeir upp ákveð- inni stemningu og börðu okkur í spað.“ Honum fannst þó ekki hallað á hans lið í dómgæslunni. „Nei, alls ekki. En ef við hefðum mætt þeim í sama stíl þá hefði þetta getað orðið ljótur leikur.“ Hann segir niðurstöðuna þó ekkert áfall fyrir sína menn. „Við vorum komnir með fimm sigurleiki í röð sem var það mesta í deildinni. Nú þurfum við að koma okkur aftur á sigurbraut. Þessi leikur kemur okkur á jörðina og ekkert annað að gera en að reyna að læra af ósigrum sem þessum.“ eirikur@frettabladid.is Stjörnunni var slátrað í Sláturhúsinu í Keflavík Keflavík gerði toppbaráttuna í Iceland Express-deild karla enn meira spennandi með stórsigri á Stjörnunni, 118-83, í Sláturhúsinu í gær. Keflavík stöðvaði um leið fimm leikja sigurgöngu bikarmeistaranna úr Garðabænum. BARÁTTA Gunnar Einarsson Keflvíkingur reynir hér skot að körfu Stjörnunnar í leik liðanna fyrr í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.