Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 10

Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 10
10 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Sjá nánar á www.xs.is Gleðilegt sumar Fagnaðu sumri með okkur í dag og um helgina Akureyri | Sumarkaffi og spjall með frambjóðendum í Lárusarhúsi kl. 13–15. Kópavogur | Kaffi og kökur í Hamraborg 11, 3. hæð kl. 14–17. Frambjóðendur og ráðherrar á staðnum. Árborg | Opið hús í Tryggvaskála kl. 14–16. Frambjóðendur bjóða upp á kaffi og kökur. Grindavík | Fjölskyldugleði Víkurbraut 46 kl. 14–16. Barnasmiðjur fyrir börnin. Frambjóðendur bjóða upp á hraun, gos og vöffl ur og kaffi fyrir eldri kynslóðina. Reykjavík | Hugmyndasmiðja um Fellahverfi í Leiknishúsinu kl. 15–17. Taktu þátt í að móta hugmyndir um framtíð Fellahverfi s með okkur. Laugardaginn 24. apríl Reykjavík | Reykjavíkurþing og sumargleði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti kl. 10–17. Sumargleðin hefst kl. 15 með Ómari Ragnarssyni, Fræbblunum, Lalla töfra- manni, Kristmundi Axel Kristmundssyni og fl eirum. Reykjanesbær | Kosningamiðstöð opnuð að Hafnargötu 50 (áður Zik-Zak) kl. 13. Frambjóðendur bjóða upp á vöffl ur, kaffi og Svala. Fjóla tröllastelpa kíkir í heimsókn. Sandgerði | Kosningamiðstöð opnuð í húsi björgunarsveitarinnar kl. 14. Hljómsveitin Klassart leikur og frambjóðendur bjóða upp á gómsætar kaffi veitingar með tilheyrandi meðlæti. „Við áttum að fara heim síðasta föstudag, áttum flug frá Suður- Þýskalandi til London og þaðan heim. Það tókst alls ekki eins og gefur að skilja,“ segir Jens Baldurs- son, áfangastjóri í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, þegar blaðamaður heyrði í honum í gær. Þá var Jens staddur á flugvellin- um í Berlín og beið ásamt átta nemendum og samkennara eftir flugi heim. „Við gistum eina nótt í Suður-Þýskalandi en tókum svo tvo bílaleigubíla og ókum til Berlínar og þar höfum við verið síðan.“ Jens segir nemendur hafa tekið þessari óvæntu lengingu á ferðinni vel. „Auðvitað var stress fyrst þegar óvíst var hvernig mál myndu þróast en við erum fegin að hafa ekki verið hangandi á flugvöllum.“ Jens segir hópinn hafa nýtt tímann í Berlín til skoðunarferða, nú nokkrum dögum eftir fyrirhugaða heimferð séu peningar hins vegar orðnir af skornum skammti. „Nemendurnir eru samt ánægðir með ferðina, en orðnir aðeins stressaðir út af prófunum,“ segir Jens. Hópurinn hafði verið í skiptipró- grammi í Bregens í Austurríki og kennarar á fundum en sjö lönd taka þátt í verkefninu sem er Comeniusar-verkefni styrkt af Evrópusambandinu. Nem- endurnir eru á aldrinum 18 til 20 ára. Þrír kennarar voru með í för en einn þeirra fór í lok síðustu viku til Aþenu og sat þar fastur enn í gær. Peningalaus en ánægð í Berlín Tíu daga ferðalag unglinga frá Akureyri hefur dregist á langinn vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Krakkarnir eru lagðir af stað heim en þeir fljúga frá Alicante í kvöld. Þeir hafa vakið mikla athygli þar- lendra fjölmiðla. „Við fréttum það snemma að við kæmumst ekki heim á réttum degi og sem betur fer lögðum við ekki af stað til Madridar til þess eins að hanga á flugvelli,“ segir Vigdís Arna Jónsdóttir, foreldri og einn fararstjóri hóps 20 nemenda úr Brekkuskóla á Akureyri. „Það var auðvitað smá sjokk fyrir krakkana að komast ekki heim á réttum degi, en um leið og búið var að skipuleggja heimferðina leið öllum betur.“ Einn úr hópnum á að fermast á laug- ardaginn og annar er á leið í brúðkaup bróð- ur síns þannig að það reið nokkuð á að komast heim fyrir helgina. Nemendurnir eru á aldrinum 13 til 16 ára og hafa verið í spænskunámi í vetur. Hluti af því var að taka á móti jafnöldrum þeirra frá bænum Pobra do Caraminal í Galisíu á Norð- ur-Spáni sem þau gerðu í vetur. Í apríl kom svo að því að þau færu í 10 daga heimsókn til Spánar. Hún hefur dregist nokkuð á lang- inn vegna flugbannsins, þau áttu sem fyrr segir að fara heim síðastliðinn sunnudag, með flugi í gegnum Madrid og London. Þess í stað verða þau komin til Akureyrar í fyrramálið eftir rútuferð þvert yfir Spán, til Alicante, en þaðan fljúga þau til Keflavíkur í kvöld og taka svo rútu beint til Akureyrar. „Við höfum dvalið hér í góðu yfirlæti en allar fjölskyldurnar sem við búum hjá hafa sýnt okkur mikla gestrisni,“ segir Vigdís, sem er ein þriggja foreldra í ferðinni en auk henn- ar eru tveir kennarar með í för. Margrét Einarsdóttir er spænskukennari hópsins. Hún segir afar vel hafa verið hugsað um hópinn og allir séu fegnir yfir að hafa ekki þurft að hanga á flugvelli. „Það eru nokkrir metnaðarfullir 10. bekkingar hér í hópnum sem höfðu áhyggjur af því að töfin hefði áhrif á einkunnir sem ráða inngöngu í Menntaskól- ann á Akureyri. En við fengum send verk- efni frá skólanum og svo voru einhverjir með bækur sem hægt var að ljósrita. Við höfum sinnt náminu fram eftir degi og svo farið á ströndina, við höfum verið mjög heppin með veður hér.“ Tíu þúsund manns búa í bænum og Íslend- ingarnir hafa vakið mikla athygli. „Spænskir fjölmiðlar hafa fjallað um hópinn sem varð innlyksa, við höfum verið til umfjöllunar á sex sjónvarpsstöðvum, tveimur útvarpsstöðv- um og nokkrum blöðum,“ segir Margrét sem hefur haft orð fyrir hópnum og er orðin sjóuð í að veita viðtöl á spænsku. „Fyrst var ég nokk- uð stressuð en þetta hefur bara gengið vel.“ Fyrst voru það héraðsfjölmiðlar sem sýndu hópnum áhuga en hann hefur svo ratað inn í spænska ríkissjónvarpið, TV5 og CNN á Spáni svo dæmi séu tekin. sigridur@frettabladid.is Rétt nær heim í tæka tíð fyrir ferminguna BLAÐAEFNI Nemendur Brekkuskóla staddir á Spáni skoða umfjöllun um hópinn í staðardagblaði. Hópur- inn hefur fengið mikla umfjöllun í spænskum fjölmiðlum. Sigurbjörn Búi, forstöðumaður fyrir kalda vatnið hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir ástæðulaust að óttast mengun á drykkjarvatni vegna öskufalls á starfssvæði fyr- irtækisins. Að sögn Sigurbjörns er allt kalt vatn Orkuveitunnar fengið úr borholum neðanjarðar nema á Akranesi þar sem vatn er feng- ið úr vatnsbóli í Akrafjalli. Þar sé reyndar heldur ekki von á að mengað vatn berist til neytenda því það fari í gegnum sandsíur. Sigurbjörn útskýrir að helsta hættan af gosöskunni stafi af flúor sem geti náð niður í jarð- lögin þaðan sem vatnið sé tekið. Í öskunni mun einmitt vera tals- verður flúor. „En reyndar er flúor í drykkjarvatni hér eitt hundr- að sinnum minni en mælt er með vegna tannheilsu,“ bendir hann á. Guðni Guðbergsson, fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun, segir hættuna á öskufalli fyrir fisk í ám og vötnum vera fyrir hendi. Hættan sé hins vegar óljós enda séu mjög margir þættir sem spili inn í hugsanleg áhrif af öskunni. Hann biður fólk að láta vita ef það sér fisk sem það telur hafa drepist af völdum öskufalls. Þekkt sé að flúor sé hættulegt skepnum. „Mér er sagt að þegar askan lá norður í land í Heklugosinu 1970 hafi fundist fljótandi dauðir fiskar í hliðarám Blöndu á Auðkúluheiði. Það voru líkur til þess að það væri vegna eiturefna úr öskunni,“ segir Guðni Guðbergsson. - gar Fiskar í ám og vötnum í hættu: Vatni borgarbúa ekki ógnað ÖSKUFALL UNDIR EYJAFJÖLLUM Breyting í vindáttum gæti farið að leggja ösku yfir á höfuðborgarsvæðið. Orkuveitan segir það ekki mundu spilla drykkjarvatni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.