Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 11

Fréttablaðið - 22.04.2010, Side 11
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 Gróður mun ná sér þar sem öskufall hefur orðið á næsta einu til tveimur árum segir jarðvegsfræðingur. Aska getur verið hinn fullkomni áburður í hæfilegu magni segir eldfjallafræðingur. „Aska getur virkað sem mjög fínn áburður og er í rauninni ástæða þess að íslenskur jarð- vegur er jafn frjór og hann er,“ segir Þorvaldur Þórðarsson eld- fjallafræðingur. „Almennt séð er í lagi fyrir jarðveginn þó að allt að tíu sentímetra þykkt lag af ösku falli. Gjóskan frá Eyja- fjallajökli er mjög fíngerð og það hefur orðið til þess að hún mynd- ar þessa pönnu þar sem hún er þykkust.“ Þorvaldur bendir á að mörg efni í gjóskunni geri jarðveginn betri. Ólafur Arnalds jarðvegs- fræðingur útskýrir þetta betur. „Askan er á flestum stöðum ekki þykkari en svo að rigning skol- ar henni niður í jarðveginn, þar losna næringarefni úr henni, snefilefni og steinefni á borð við kalí, kalsíum og magnesíum, sem eru hluti af þeim næringarefn- um sem gróðurinn þarf til þess að vaxa og dafna.“ Þegar sól skín á öskuna þá hitnar hún og áhrif þess á jarðveg getur verið að gróður taki fyrr við sér en ella. Ólafur segir öskuna sem fall- ið hefur vegna gossins í Eyja- fjallajökli mjög misþykka eins og fram hefur komið. Þykkt lags- ins hafi áhrif á það hversu fljótt jarðvegur nær sér, en það skipti líka máli hvernig jarðvegurinn er sem askan fellur á. Þykkur og ræktarlegur jarðvegur eins og undir Eyjafjöllum þolir öskufall betur en til dæmis viðkvæmur og mikið nýttur afréttarjarðvegur eins og á hálendi Íslands. Þar geti aska stuðlað að uppblæstri. Ólafur segir að jarðvegurinn muni ná sér víðast á næstu einu til tveimur árum. Þar sem lagið sé þykkast muni þurfa að plægja öskuna niður í jörð. „Úr verður eldfjallajarðvegur en svo nefnist allur jarðvegur á Íslandi.“ sigridur@frettabladid.is Aska getur virk- að sem áburður Yfir fjögur þúsund nemendur 10. bekkjar af 4.400 höfðu skráð sig í framhaldsskóla í forinnritun svokallaðri í fyrradag. Hún felst í því að nemendur velja fram- haldsskóla og annan til vara án þess að einkunnir fylgi. For- innritun átti að ljúka 16. apríl en var framlengd þar til í gær- kvöldi. „Það voru allmargir nem- endur erlendis fastir vegna flug- bannsins,“ segir Sölvi Sveinsson hjá framhaldsskólasviði. Hann segir að þó að um könnun sé að ræða hafi verið ákveðið að fram- lengja frestinn. Stefnt er að því að úrvinnslu úr henni verði lokið næstu mánaðamót og verða niður- stöður hennar þá öllum aðgengi- legar. Þá kemur í ljós hvort óskir nemenda og pláss í skólum fara saman. Formlegur umsóknartími í framhaldsskóla er 7. til 11. júní. Þá geta nemendur breytt umsókn sinni eða látið hina standa. - sbt Forinnritun í framhaldsskóla: Framlengdu umsókn- arfrest vegna gossins Gjóska og gjóskurík móðurefni ásamt basískum hraunlögum eru helstu móðurefni íslensks jarðvegs. Slíkur jarðvegur finnst nær hvarvetna á eldfjalla svæð- um jarðar. Hann hefur verið nefndur eldfjallajörð á íslensku. Stærsti hluti jarðvegs á Íslandi er eldfjallajörð, fleiri jarðvegsgerðir hafa þó umtalsverða útbreiðslu. Það er sérstakt að á Íslandi telst stærsti hluti votlendis einnig til eld fjalla jarðar, sem og jarðvegur á auðnum. HEMILD: JARÐVEGSSTOFA LANDBÚNAÐARHÁSKÓLA ÍSLANDS. Íslenskur jarðvegur Áhrif öskufalls á gróður GRAFÍK: JÓNAS GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Þegar öskulag er þykkt borgar sig að plægja það niður í jarðveginn. Snefi lefni og steinefni losna út í jarðveginn og næra hann. Öskulag allt að nokk- urra sentímetra þykkt rignir niður í jarð- veginn og blandast honum. Ef öskulagið er í þykk- ara lagi nær það hvorki að rigna niður né gróð- ur að vaxa í gegn. Sólin skín á jörðu, askan hitnar og jarð- vegur hlýnar sem getur fl ýtt fyrir vexti gróðurs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.