Fréttablaðið - 22.04.2010, Qupperneq 24
24 22. apríl 2010 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
D
raumur sem kviknaði í bréfum og samtölum manna
um miðja nítjándu öld að Íslendingar gætu í fyll-
ingu tímans reist sér hús sambærileg safnahúsum,
menntaskemmum og leikhúsum meginlandsins,
stappaði í þann tíma nærri brjálsemi og firru. Draum-
urinn sýndi samt metnað, sigurvissu um stað okkar í menningu
heimsins. Tómas Sæmundsson sem vakti fyrstur máls á þessum
draumi, Sigurður Guðmundsson sem tók að tala fyrir stofnun
Þjóðleikhúss, Indriði Einarsson sem hélt draumnum vakandi og
loks þeir Jakob Möller og Jónas Jónsson sem gerðu hugsjónina
um Þjóðleikhúsið að verklegum pólitískum veruleika; allt þetta
lið leit svo hátt sem augað eygði
og sá himnana opna. Hugsjónir
þeirra gera okkur veikum og
vondaufum skömm til. Og svo
sterk var vissan um óorðna hluti
að hundrað árum eftir að örla
tók á hugmyndinni stóð húsið
uppsteypt og var vígt sumar-
daginn fyrsta 1950. Það var
dagur vona og eftirvæntingar.
Húsið kallaði saman unga og eldri starfskrafta, fært fólk hert
í áhugamennsku og hlutastarfi og ungmenni sem höfðu í eymd
stríðslokaáranna sótt sér menntun á erlend tungumál: Herskyld-
an í Bretlandi varð til þess að stór hópur íslenskra leikara komst
að og menntaðist í klassískum skólum enska leikhússamfélags-
ins. Og á næstu áratugum eignaðist þjóðin Þjóðleikhús í beinum
skilningi: tuttugu manna leikflokkur Þjóðleikhússins reyndist
aflgjafi áhugamönnum, Leikfélagi Reykjavíkur og öðrum sjálf-
stæðum leikflokkarekstri sem allt til loka sjöunda áratugsins
fór árvisst um dreifðar byggðir landsins meðan hinn hefðbundni
rekstur Þjóðleikhússins milli vertíðarloka og sláturtíðar kallaði
á gesti í tugum þúsunda. Leikhús þjóðarinnar varð til, stutt afl-
miklu starfi Ríkisútvarps. Þjóðleikhúsið gat af sér óperuflokka,
dansflokka, leiknar kvikmyndir, leikið efni í sjónvarpi – allt þetta
átti upptök sín þar. Vonir forgöngumannanna rættust til fulls á
örskömmum tíma.
Okkur sem ólumst upp í ljóma Þjóðleikhússins kann að þykja
húsið nú geta illa svarað kalli tímans. Áhugaleysi stjórnvalda og
skammsýni hafa látið það drabbast niður, það er dýrt í rekstri
sökum innréttinga og þarfnast brýnna endurbóta. Þá er ósvarað
þeirri spurningu hvernig Þjóðleikhús á að standa undir nafni í
samfélagi sem ætlar að byggja menningarhús í stærri byggða-
kjörnum. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar hafa enga stefnu sem
lítur langt í skipan þessa geira menningar okkar. Og gjafir til
Þjóðleikhússins á sextugsafmælinu verða nú fáar, gestirnir
í afmælinu eyddu um efni fram og eru blankir. En stofn eins
og Þjóðleikhús og flokkur honum tengdur eru ekki sjálfsagður
munaður, hann er stofn sem verður að sinna og gæta að. Lifandi
virkjun krafta og áhuga, innilegs erindis, stefnuskrá í sífelldri
endurnýjun og spurn um hvað við erum og hvert við höldum, þó
hann sé okkur ekki síst skemmtun langa vetur. Og við hann skal
lögð rækt, því um leið ræktum og rækjum við okkur sjálf.
Því er sú ósk efst við háan himin að Þjóðleikhúsið dafni og lifi
og sinni okkur áfram af sínum óslitna krafti.
HALLDÓR
SKOÐUN
Páll Baldvin
Baldvinsson
pbb@frettabladid.is
Hæstvirtur menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fjármálaráð-
herra Steingrímur J. Sigfússon.
Nú stendur yfir endurskoðun á úthlut-
unarreglum Lánasjóðs íslenskra náms-
manna. Ljóst er að LÍN hefur úr litlu að
moða til að bæta kjör námsmanna. Þess
er þó mikil þörf ef ríkisstjórnin vill sýna í
verki að leggja eigi áherslu á háskólanám í
því árferði sem nú er. Sem dæmi má nefna
að atvinnulaus einstaklingur sem ætlar
í nám fær verri kjör hjá LÍN en ef hann
færi á atvinnuleysisbætur. Þetta eru ekki
þau skilaboð sem stjórnvöld eiga að senda
út í þjóðfélagið.
Brýnt er að hækka grunnframfærslu
námslána í takt við verðbólgu svo raun-
gildi framfærslunnar rýrni ekki milli ára.
Þá er einnig mikilvægt að að hækka tekju-
skerðingu lánanna úr 750 þúsund í milljón
en slík breyting myndi ekki kosta meira
en að stækka einn golfvöll. Námsmanna-
hreyfingarnar telja ekki til of mikils
mælst að hækka framfærslu þeirra allra
tekjulægstu þegar aðrir hátekjuhópar geta
farið í verkfall og knúið fram hærri laun.
Grunnframfærsla einstaklings í dag er
120 þúsund krónur og Lánasjóðurinn við-
urkennir að framfærslugrunnur hans er
löngu úreltur, þ.e. þetta dugar ekki til þess
að lifa. Einnig er ljóst að verði grunnfram-
færslan ekki hækkuð þarf að taka miklu
stærra stökk þegar loks á að hækka fram-
færsluna aftur.
Það er einlæg ósk allra námsmanna-
hreyfinganna sem sæti eiga í stjórn LÍN
að framlag til sjóðsins verði aukið til að
mæta þeim lágmarksframfærslukröfum
sem stúdentar gera. Það er ekki í takt við
stefnu ríkisstjórnar jafnréttis og velferð-
ar að búa svo illa í hag fyrir námsmenn að
þeir flýi land og komi jafnvel aldrei aftur
til þess að borga þær skuldir sem á herðar
okkar hafa verið lagðar.
Opið bréf til ráðherra
Rakel Lind
Hauksdóttir
fulltrúi Bandalags
íslenskra
námsmanna í
stjórn LÍN.
Sigurður Kári
Árnason
fulltrúi
Stúdentaráðs
Háskóla Íslands í
stjórn LÍN.
Sindri Snær
Einarsson
fulltrúi Sambands
íslenskra
framhalds-
skólanema í
stjórn LÍN.
Valur
Þráinsson
fulltrúi Sambands
íslenskra
námsmanna
erlendis í stjórn
LÍN.
Námslán
Einnig er ljóst
að verði grunn-
framfærslan
ekki hækkuð
þarf að taka miklu stærra stökk
þegar loks á að hækka fram-
færsluna aftur.
Þjóðleikhúsið sextugt:
Sumargjöf
Gömlum gildum hent
Borgar Þór Einarsson benti á það í
gær að nokkuð merk tímamót hefðu
orðið í sögu Sjálfstæðisflokksins um
síðustu helgi. Þar var samþykkt ný
stefnuskrá og grunnstefi flokksins
frá stofnun, 1929, breytt. Flokkurinn
hefur í rúm 90 ár unnið að málum „á
grundvelli einstaklings-
frelsis og atvinnufrelsis
með hagsmuni allra
stétta fyrir augum“. Um
síðustu helgi hætti hann
því hins vegar og vinnur nú
að málum „á grundvelli jafn-
réttis og atvinnufrelsis með hags-
muni allra stétta að leiðarljósi“.
Gegn einstaklingsfrelsi?
Þetta er athyglisvert, svo ekki sé
meira sagt, og hefði í raun verðskuld-
að mun meiri umfjöllun en hver situr
í embætti varaformanns eða hættir í
því. Þarna var grunngildum flokksins
breytt, án mikillar umræðu virð-
ist vera, í einu vetfangi. Ekkert
einstaklings-
frelsi, bara
jafnrétti. Ætli
þetta sé til marks
um að flokkurinn
sé nú á móti ein-
staklingsfrelsi?
Engin tvímæli lengur
Össur Skarphéðinsson lá undir
nokkru ámæli þegar hann skipaði
Ólöfu Ýri Atladóttur ferðamálastjóra.
Þá var Össur iðnaðarráðherra og
ráðningunni var mótmælt, meðal
annars af Félagi háskólamenntaðra
ferðamálafræðinga. Aðrir drógu
fram pólitísk tengsl Ólafar og
þurftu að seilast ansi langt, alla
leið aftur í háskólapólitíkina. Nú
hefur Ólöf Ýrr tekið af öll tvímæli
um hvar hún á heima í pólitík,
en hún skipar nú 10. sæti
Samfylkingarinnar í Garðabæ
til sveitarstjórnarkosninga.
kolbeinn@frettabladid.is