Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 45

Fréttablaðið - 22.04.2010, Síða 45
FIMMTUDAGUR 22. apríl 2010 7 Fafu er nýtt íslenskt fyrir- tæki sem hannar og fram- leiðir skapandi leikföng fyrir börn. Hugmyndin vaknaði með Huldu Hreiðars- dóttur fyrir nokkrum árum. „Ég hafði þá haft áhuga á umhverfisvæn- um vörum og á sjálf þrjú börn,“ segir Hulda sem haustið 2008 sótti Viðskiptasmiðju hjá Klaki sem er verklegt nám til að framkvæma hugmyndir. Upp úr því stofnaði hún ásamt Þórunni Jónsdóttur Fafu í júní 2009 en að starfi og hugmyndavinnu koma fleiri einstaklingar. Sanngjarnir viðskiptahættir, eða „Fair trade“, eru hugmynda- smiðum fyrirtækisins Fafu mik- ilvægir auk þess sem umhverfis- sjónarmið eru höfð að leiðarljósi við hönnun og framleiðslu varanna. Þá er öll hugmyndafræðin að baki leikfanganna sérstök. „Við reyn- um að fá krakkana út úr boxinu og örva þau og krefja um mót- framlag í leik,“ útskýrir Hulda. Hún segir allt of algengt að börnin horfi á dótið leika sér án þess að þau þurfi að taka þátt. Með leikföngum frá Fafu sé hins vegar gerð krafa um að þau búi eitthvað til sjálf, hugsi og læri. „Við vinnum mikið með liti, form og áferð. Leikföngin hafa ekki augljósa virkni heldur verða börnin að velta fyrir sér hvað eigi að nota þau í.“ Fyrsta lína Fafu, búningalínan Fikra, var tilbúin í desember. Er þar um að ræða skikkj- ur og hatta sem hægt er að nota á ýmsa vegu. Enn er það eina lína Fafu en þær stöllur vinna nú að vöruþróun á fleiri vörum þar sem unnið er með tré, gúmmí og fleiri hráefni. Hulda segir fjármögnun hafa gengið ágæt- lega. Þær fengu í fyrra frumherjastyrk frá Tækniþróunarsjóði sem gerði þeim kleift að einbeita sér alfarið að verkefninu. En hvar má fá vörur Fafu? Við erum með þær í einni búð í Norræna húsinu og verð- um líklega í nokkrum túristabúðum í sumar. Hins vegar stefnum við aðallega á útflutning og eru Skandinavía og Þýskaland okkar aðal- markaðir,“ segir Hulda. Vörurnar eru þegar til sölu í einni búð í Stokkhólmi en líkur eru á að þær verði til sölu í fjölmörgum verslunum í Svíþjóð sem sérhæfa sig í umhverfisvænum vörum. Áhugasamir geta kynnt sér vörurnar og hugmyndirnar á www.fafutoys.com solveig@frettabladid.is Vinna með opinn leik, liti og áferð Hulda Hreiðarsdóttir og Þórunn Jónsdóttir standa að fyrirtækinu Fafu. Þar er áhersla lögð á leikföng sem örva börn til sjálfstæðrar hugsun- ar. Fafu hlaut nýlega sérstök útflutningsverðlaun Útflutningsráðs. Skikkjur, hatt- ar og slæður öðlast nýtt líf í höndum barnanna. Hulda Hreiðarsdóttir og Þórunn Jónsdóttir standa saman að leikfangafyrirtækinu Fafu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 1. MAÍ breytist útivistartími barna. Þá mega börn 12 ára og yngri ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22, nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir miðnætti. Krakkar geta brugðið sér í ýmis hlutverk í litríkum búningum. • LÍTILL OG ÞÆGILEGUR • HÆGT AÐ NOTA Á ALLAN LÍKAMANN • LOSAR UM VÖÐVABÓLGU OG HARÐSPERRUR • ENDURNÆRIR HÁLS, AXLIR, BAK OG FÆTUR • STERKUR OG ENDINGARGÓÐUR • TVEGGJA ÁRA VERKSMIÐJUÁBYRGÐ LOGY EHF - B E R J A R I M I 6 - 112 R E Y K J AV Í K - S Í M I 6 61-2 5 8 0 O G 5 8 8 -2 5 8 0 SENDUM Í PÓSTKRÖFU EÐA KEYRUM HEIM Á REYKJAVÍKURSVÆÐI WWW.LOGY.IS Fjölskyldu sumargjöfi n Útsölustaðir: Apótekið, Árbæjarapótek, Lyfjaval, Lyfjaver, Rima Apótek, Reykjavíkur ap., Fjarðakaup, HNLFÍ, 30% afsláttur af sóttum pizzum Tilboðið gildir frá 19–25. apríl „Bjóðum einnig upp á speltpizzur“ Sími: 577-3333 Dalvegur 2, 201 Kóp. Opið alla daga frá kl. 11–1 Dalshrauni 13, Hafnarfjörður Opið sun – fim frá kl. 11–23, fös og lau frá 11–23:30 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Þriðjudaga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.