Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 32

Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 32
4 föstudagur 30. apríl Söngfuglinn Lára Rúnarsdóttir er komin með nýjan umboðsmann og stefn- ir á frægð og frama erlendis. Fram undan eru tónleikar þar sem hún spilar á undan hinni vinsælu Amy McDonald auk þess sem hún hefur gert sérstakan samn- ing við tískuhönnuðinn Munda um að klæðast aðeins fatnaði hans á tónleikum. Viðtal : Anna Margrét Björnsson Myndir: Stefán Karlsson É g var mjög ánægð með myndbandið, það kom miklu betur út en ég þorði að vona,“ segir Lára sælleg og glöð þegar hún segir frá nýju mynd- bandi við lagið „I wanna be“ sem er af þriðju plötu hennar sem kom út í október síðastliðnum. Því er leikstýrt af breska leikstjóranum Henry Bateman og skartar Láru og fleira fólki hvítmáluðu í fram- an með svarta hryllilega bauga. „Já það er smá goth-fílingur í þessu,“ segir hún og hlær. „Pælingin var sú að maður eigi að kýla á hlutina strax í lífinu vegna þess að maður veit aldrei hvaða dagur er manns síðasti.“ Lára er búin að vera í tónlistar- bransanum í fjölmörg ár og gaf til að mynda út sína fyrstu plötu hér- lendis árið 2003. Nú er hins vegar kúvending á frama Láru þar sem hún er komin með nýjan umboðs- mann, Bretann Nicholas Knowles, sem hefur áralanga reynslu í tón- listarbransanum í Bretlandi og ætlar að sækja hart inn á breska mark- aðinn í sumar. „Það er vegna Nicks sem hjólin fóru að snúast. Ég hitti hann í gegnum sameiginlega vini en hann hafði farið á tónleika með mér og hreifst af því sem hann sá. Hann segir mér að hann hefði trú á því að ég gæti náð langt erlendis. Persónulega var ég eiginlega búin að leggja alla drauma um frægð og frama á hilluna, ég var nýbúin að eignast barn og hafði í raun ýtt þessu dálítið frá mér.“ Lára segist síðast hafa spilað úti í Los Angeles árið 2006 og því verður það spenn- andi fyrir hana að spila á tónleikum í júní sem eru haldnir af tónlistar- tímaritinu Q. Það er engin önnur en Amy McDonald sem spilar á sömu tónleikum og því má áætla að stórir hlutir geti farið að gerast hjá hinni ungu íslensku söngkonu á næst- unni. „Síðasta platan mín var í raun fyrsta platan sem ég gerði eiginlega aðeins það sem mig langaði til þess að gera. Ég vildi bara vinna með skemmtilegum hópi og gera lög sem voru að mínu skapi. En þegar Nick kom og hitti mig þá kviknaði á gamla neistanum hjá mér aftur um að tónlist mín gæti átt erindi til útlanda. Nick hefur afskaplega mikið af samböndum og þetta virð- ist ætla að ganga upp. Næst á dag- skrá er að gera nýjan útgáfusamn- ing og gera svo nýja plötu seinna á þessu ári.“ STRANGT KLASSÍSKT TÓNLISTARNÁM Ein ástæða þess að Nicholas hefur óbilandi trú á Láru eru vaxandi vinsældir söngkvenna sem einn- ig skrifa tónlistina sína. „Það sem kallast singer/songwriter á ensku. Það er svo lítill markaður fyrir þess- ari tónlist hérna heima og svo held ég að fólkið sem er að hlusta á þessa tónlist sé ekkert endilega að kaupa hana heldur spili hana bara á myspace eða öðrum vefsíðum. Nick fylgdist með hópnum sem mætti á tónleikana mína hérna heima og komst að því að þetta voru aðal- lega unglingsstúlkur. Það er auðvit- að stór markaður og mikið sóknar- færi. Hann ber mig saman við söng- konur í Florence and the Machine, Lily Allen, Regina Spector og Bat for Lashes en þær eru allar að gera það gott.“ Finnst henni rokk- heimurinn hafa verið dálítið karla- væddur? „Já, ég held að karlmenn- irnir sem eru í tónlist fái oft meiri umfjöllun en konurnar, svona eins og gerist reyndar í öllum stéttum. Það er í rauninni dálítið grátbros- legt að þegar ég er komin með karl- mann sem umboðsmann fari hlut- irnir loksins að gerast,“ segir hún og hlær. „En það sem Nick hefur líka aðallega gert fyrir mig er að hjálpa mér með þetta endalausa „plögg“ og pot sem ég er ekki hrif- in af og hundleiðinlegri samninga- gerð.“ Lára kemur af tónelsku fólki og byrjaði ung í tónlistarskóla. Faðir hennar er Rúnar Þórisson gítarleik- ari og hún lærði bæði á píanó og klassískan söng. „Ég tók burtfarar- próf úr söngnum úr Tónlistarskóla Kópavogs árið 2006. Það verður þó að segjast að ég er eiginlega búin að gleyma alveg klassíska söngnum núna þar sem ég nota hann eiginlega ekki neitt. Það hefur alltaf verið mikil tónlist á heimilinu. Þegar ég var lítil var pabbi minn í mjög ströngu klass- ísku gítarnámi og því var mikið spilað og mikið æft heima hjá mér. Hann gerði sömu kröfur til mín, ég átti að æfa mig í hálftíma á dag. Til að byrja með þá naut ég þess ekkert sérstaklega að spila á píanó. Það var ekki fyrr en ég hætti að ég fór að nálgast hljóðfærið upp á nýtt með sköpun í huga að ég virkilega kunni að meta það.“ BARNIÐ MEÐ Á TÚRA Lára keypti sinn fyrsta gítar þegar hún var í sálfræðinámi í Háskóla Ís- lands. „Ég lærði sjálf á gítarinn og gerði ekki annað en að spila þegar ég átti að vera að læra í háskólan- um. Eitt sinn var ég að spila á loka- hófi KK í Stapanum þegar Kiddi í Hjálmum til mín og bauð mér að taka upp plötu í geimsteini. Tilvilj- un, eins og svo margt annað í mínu lífi. Ég hef verið svo ótrúlega hepp- in að kynnast alltaf svo góðu fólki. Stundum er eins og það komi allt upp í hendurnar á mér.“ Dóttir Láru, Embla, er sannarlega gleðigjafi í lífi hennar en hún fæddist fyrir einu og hálfu ári. „Við hjónakornin erum bæði í hljómsveitinni og því höfum við auðvitað hugsað út í það hvað við munum gera ef ég á að fara í tónleikaferð um heiminn. Von- andi gengur þetta upp þannig að við tökum hana bara með okkur. Vonandi verða þetta ekki einhverj- ir skítatúrar með rútu þar sem allir fara á fyllirí,“ segir hún og hlær. „Ég er ekki beint að fara að lifa ein- hverjum rokk og ról-lífsstíl með bandinu og litlu barni.“ Lára segir hljómsveitina vinna afskaplega vel saman og þrátt fyrir að hún semji öll lögin þá eigi hinir meðlimirnir heilmikið í þeim. Auk þess að vinna myrkranna á milli í tónlistarsköp- un er Lára svo rekstrarstjóri Skíf- unnar og hefur því í nógu að snú- ast. En hvernig tónlist skyldi höfða mest til hennar? „Vegna vinnu minnar í Skífunni hlusta ég gífur- lega mikið á alls kyns tónlist. Und- anfarið hef ég mest hlustað á ýmiss konar söngkonur, allt frá gömlum Billy Holliday-upptökum og upp í nýjar stjörnur eins og hina sænsku Lycke Li. Ég er líka mjög hrifin af Nick Cave, Tom Waits og Rufus Wainwright og þess háttar söng- vurum. Textarnir mínir eru frekar persónulegir en sumir eru gaman- samir. Allir textarnir eru byggðir á einhverri reynslu og eru allt frá því að vera ástarsöngvar upp í að vera lög um náttúruna eða pólitík.“ KLÆÐIST HÖNNUN MUNDA „Það er gaman að geta þess að ég samdi lag árið 2006 sem nefn- ist Crystals og biður fólk að vera ekki að tapa sér í veraldlegu kapp- hlaupi. Það kom ekki út fyrr en eftir að kreppan skall á sem er kannski dálítið of seint,“ segir hún og hlær. En hvað brennur mest á henni? „Ég myndi segja að ég væri mikill náttúruverndarsinni og er afskaplega hrifin af náttúrunni og þeim innblæstri sem hún veit- ir mér við listsköpunina. En ég myndi segja að það sem ég hafi helst lært síðustu ár er hversu mikilvægt það er að læra að lifa í núinu og vera sáttur við það sem maður hefur. Ég á sjálf dálítið erf- itt með þetta, ég er alltaf dálítið komin á undan mér og er alltaf að stefna hærra og lengra.“ Það er púsluspil að koma öllu heim og saman með ungt barn heima fyrir. „Ég held að ég sé að standa mig vel. Þetta væri heldur ekki mögu- legt ef ég ætti ekki svona góða fjölskyldu sem styðja mig og að- stoða mig mikið.“ Þegar Lára hefur tíma aflögu stundar hún sund og Bragðgott tyggjó með 100% náttúrulega sætuefninu Xylitol sem stuðlar að betri tannheilsu Spry TYGGJÓ 100% Xylitol Fyrir alla sem vilja forðast sykur í matvælum! Xylitol er ekki aðeins bragðgott sætuefni heldur stuðlar það hreinlega að betri tannheilsu! Heilbrigðissamtök víða um heim mæla eindregið með Xylitoli sem sætuefni í tyggigúmmí. Brosum og verum hraust! Fæst í heilsubúðum & apótekum ÞAÐ KEMUR EINHVERN VEGINN ALLT UPP Í HENDURNAR Á MÉR Spilar ásamt Amy McDonald Lára Rúnarsdóttir tekur stefnuna á Bretland og stóra tónleika í maí.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.