Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.04.2010, Blaðsíða 38
6 • Addi Intro, eða Intro Beatz, liðsmaður hiphop- sveitarinnar Forgotten Lores, er með nóg af tækjum og tólum í hljóð- verinu sínu. Poppið kíkti í heimsókn. „Einu sinni átti ég ógeðslega mikið af græjum en núna á ég eiginlega bara akkúrat það sem ég þarf, sem er algjör snilld. Þá þarf maður ekki að hugsa um of margar græjur,“ segir Addi Intro, sem heitir réttu nafni Ársæll Þór Ingvarsson. „Ég er með litla stúdíóaðstöðu heima hjá mér. Hún er til bráðabirgða þangað til ég smíða mitt eigið stúdíó.“ Fyrstu græjurnar sem Addi keypti sér voru plötusnúðagræjur, enda hóf hann tónlistarferil sinn sem plötu- snúður. „Síðan vaknar áhugi út frá því að gera mína eigin tónlist. Ég keypti mér AKAI MPC 2000 XL og notaði hann á hverjum einasta degi frá 1999 til 2008. Þá þurfti ég að losa mig við hann því hann var orðinn gamall og takkarnir lúnir. Þannig að ég uppfærði settið upp í AKAI MPC 5000 sem er akkúrat „all in one“ græja, sem er snilld fyrir tónlistarmenn eins og mig sem elska enn þá að vinna með „hardware“ og eru ekki alveg komnir inn í að henda öllu „hardware“ fyrir „software“. Allar smágræjur sem ég hef verið að sanka að mér eru inni í þessari græju. Það má segja að ég nördi mjög mikið í kringum hana,“ segir Addi. Sumar græjur hefur hann keypt á eBay, þar á meðal trommuheila frá árinu 1988. „Þetta var átta bita trommusampler og þú gast aðeins samplað fimm sekúndur inn í einu, sem gerði náttúrulega tónlistarfram- leiðsluna dálítið einfalda,“ segir hann. Í framhaldinu keypti hann aðra, enn þá betri græju af Jóni Skugga sem hafði lengra sampla-minni og hann lítur á sem Cadillakkinn sinn. „Hún er metin á tvö þúsund dollara á eBay en ég tími ekki selja hana því hún hefur svo mikið tilfinningalegt gildi.“ MEÐ CADILLAC Í HLJÓÐVERINU INNAN UM GRÆJURNAR Fyrstu græjurnar sem Addi Intro keypti voru plötusnúðagræjur. Upp frá því vaknaði áhugi á að gera eigin tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 8 9 7 6 5 3 2 1 4 1. „AKAI MPC 5000, „all in one“-græjan. Sequenser, sampler, 8 rása multitracker, þriggja-„oscillator virtual analog syntha- vél“ með innbyggðum „arpeggiator“ og 80gb hörðum diski. Í rauninni það eina sem ég virkilega þarf. Hin tækin eru alveg fín en ég gæti gert allt á græjuna staka, með innstungu og heyrnartólum.“ 2. „DJ-settið mitt, 2 x technics 1210 plötuspilarar og Rane TTM 57SL dj mixer. Byrjaði 12 ára að fikta við dj-mennsku og má segja að ég hafi byrjað í tónlist út frá dj-græjunum mínum – gæti ekki verið án þeirra!“ 3. „Protools-settið mitt, Pro Tools 8 LE með DIGI003 Mixer. Tek allt upp í protools. Klippi, mixa og mastera og er frekar snöggur að því þó ég segi sjálfur frá.“ 4. „Græja sem ég keypti 2006 af Jóni Skugga sem ég lít á eins og Cadillac. EMU SP-1200, framleidd ´86-´87 sem var mikið notuð á tíunda áratugnum í hiphop-senunni. „Mega crunchy 8 bita sound“ en aðeins 10 sekúndna sample-minni svo maður þarf að vera frekar snjall til að gera heilt lag á hana. Nota hana reyndar ekki rassgat núna en tími alls ekki að selja hana.“ 5. Tölvuskjárinn: 24 tommu iMac. 6. Hátalarnir: M Audio BX8A. 7. Kötturinn Jimi: „Hann hefur mikið dálæti á því að kroppa í græjurnar mínar. Ég er oft með hann í kringum mig þegar ég er að gera búta. Hann á það til að leggjast á græjuna sem hann er ofan á og reyna að sofna. Við erum svona svipað „chillaðar“ persónur.“ 8. Numark PT01 Portable Turntable-ferðaplötuspilari. 9. Mackie, 12 rása hljóðmixer. DÓTAKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.