Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 39

Fréttablaðið - 30.04.2010, Side 39
 • 7 Viltu vinna afnot af íbúð í mið- bænum í heilt ár? Fjöldi: 11.155 Hvað kom upp um hann: Maxel-leigusala sem býður upp á leikinn er því miður ekki til. Á Facebook má finna fullt af síðum sem bjóða þér að vinna ýmsa vinninga. Þús- undir hafa látið glepjast, en POPP tekur öllum svona leikjum með fyrirvara, nema lukkuleik Magga Mix, sem er raunverulegur. En hvað er satt og hvað er logið? VILTU VINNA EITTHVAÐ Á FACEBOOK Viltu vinna 30.000 kr. gjafa- kort í Kringluna? Fjöldi: 27.005 Hvað gerir hann raunverulegan: Trygging- ar og ráðgjöf, sem stendur fyrir leiknum, er alvörufyrirtæki. Viltu vinna iPhone? Fjöldi: 203 Hvað kom upp um hann: Biður fólk um að velja lit á sím- ann, en Apple býður aðeins upp á iPhone í svörtu og hvítu, sem eru ekki einu sinni litir heldur grunntónar. Viltu vinna Wii Fjöldi: 527 Hvað gerir hann raun- veruleg- an: Vefsíðan Buy.is hefur áður gefið PS3. Viltu vinna 50 tommu flat- skjá? Fjöldi: 28.700 Hvað kom upp um hann: Í lýsingu á hópnum stendur „ekki séns“. Nóg sagt. Viltu vinna 50 tommu LCD-ská, PS3 auk fimm leikja? Fjöldi: 16.610 Hvað kom upp um hann: Engar upplýs- ingar um fyrirtækið sem stendur fyrir leiknum. Viltu vinna Apple- fartölvu Fjöldi: 37.526 Hvað kom upp um hann: Lofað er að gefa Apple Note- book-fartölvu, en hún er ekki til – aðeins Apple Macbook. Viltu vinna afnot af glænýjum Ford Focus RS & 500 þúsund króna bensíninneign? Fjöldi: 13.998 Hvað kom upp um hann: Já, já, 18 ára strákur ætlar að lána Facebook-notanda af handahófi bíl og gefa honum hálfa milljón í bensín. Viltu vinna afnot af Bugatti Veyron í heilt ár? Fjöldi: 51 Hvað kom upp um hann: Æi, kommon. Bugatti Veyron er ekki nema dýrasti sportbíll heims.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.