Fréttablaðið - 30.04.2010, Page 54

Fréttablaðið - 30.04.2010, Page 54
 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR6 Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður haldin í Kald- árseli á sunnudag. „Hátíðin er haldin í tuttugasta sinn sem vorhátíð og alltaf fjöl- menni sem mætir til að skemmta sér saman í stórkostlegri náttúr- unni í Kaldárseli,“ segir Jóhann Guðni Reynisson formaður og bætir við að dagskráin nú verði fjölbreytt að venju. „Hljómsveit kirkjunnar og starfsfólk sér um að skemmta gestum og vonir standa til þess að hestamenn mæti á staðinn og bjóði börnunum á hestbak. Á vor- hátíðinni er ávallt séð um að full- orðna fólkið finni sitthvað við sitt hæfi og nú ætlar Dagur Jóns- son vatnsveitustjóri að bjóða upp á klukkustundar gönguferð og kynningu á vatnsbólum Hafnar- fjarðar, enda dásamlegt að ganga um nágrenni Kaldársels, með- fram skógræktinni, um hraunið og skoða hellana í kring,“ segir Jóhann um dagskrána sem hefst klukkan 11. „Svo er vitaskuld ómissandi að grilla pulsur fyrir börnin á vorhátíðinni og kaffihlaðborð verður í Kaldárseli. Ég hlakka mikið til því alltaf myndast ljúf og skemmtileg stemming, og alveg óborganlegt að heyra börn- in taka undir með hljómsveitinni svo undir tekur í Helgafelli.“ Rútuferð verður frá kirkjunni klukkan 10.30 fyrir þá sem ekki koma á eigin bílum og öllum vel- komið að gera sér glaðan dag á fögrum stað. - þlg Vori verður fagnað Frá fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði við Kaldársel í fyrra. MYND/FJARÐARPÓSTURINN - GUÐNI GÍSLASON Kerrupúl sf. fer af stað með ný námskeið á morgun í Laugar- dalnum sem kallast Leikjapúl. Leikjapúl er leikjanámskeið fyrir börn á skólaaldri og foreldra þeirra. Markmiðið er að auka samverustundir foreldra og barna þeirra, og auka þannig leikgleðina og hreyfinguna hjá foreldrum og börnum. Fátt er skemmtilegra en að leika sér með barninu sínu úti í góðu veðri, rifja upp gömlu góðu leikina sem voru vinsælir þegar við vorum lítil, læra nokkra nýja leiki og finna barnið í sjálfum sér í leiðinni. Námskeiðin verða kennd þrjá laugardagsmorgna á tímabilinu 1. maí-15. maí klukkan 10.30 í Laug- ardalnum. Námskeiðsgjaldið er 3.990 krónur fyrir eitt foreldri með eitt til tvö börn með sér. Hægt er að skrá sig á kerrupul@ kerrupul.is. Leikjapúl hefst í Laugardalnum Kerrupúl sf. hefur séð um skemmtilega hreyfingu fyrir foreldra og byrjar nú með leikjanámskeið fyrir börn á skólaaldri og foreldra þeirra. Sæluvika Skagafjarðar nær hámarki um helgina og lýkur á sunnudag. Margt er í boði og hér verður fátt eitt nefnt: Léttsveit Reykjavíkur syngur bar- áttu- og bjartsýnisljóð í Hóladóm- kirkju í kvöld klukkan 20. Á laugardaginn verður kóramót í Menningarhúsinu Miðgarði klukk- an 20.30. Þar syngja Rökkurkórinn og Karlakórinn Heimir en gesta- kórar verða Söngsveit Hveragerðis og Karlakór Hreppamanna. Stéttarfélögin í Skagafirði bjóða upp á hátíðardagskrá í tilefni af 1. maí og Æskan og hesturinn verður haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum klukkan 13 og 16.30. Á sunnudaginn verða sýndar tvær myndir Friðriks Þórs í Menn- ingarhúsinu Miðgarði, Englar alheimsins klukkan 14 og Mamma Gógó klukkan 20, en aðgangur er ókeypis. Þetta er aðeins brot af því sem verður í boði en benda má á heimasíðu Sæluvikunnar, www. saeluvika.is, til frekari upplýsinga. Sæluviku lýkur MARGT SKEMMTILEGT ER Í BOÐI Í SÆLUVIKU Í SKAGAFIRÐI SEM LÝKUR Á SUNNUDAGINN. Kvikmyndin Mamma Gógó verður sýnd í Menningarhúsinu Miðgarði á sunnudag. Sól, sól skín á mig Öll gleraugu á 1500 kr Ný sending Skeifunni 11 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 • Fax: 517-6465 www.belladonna.is Flott sumarföt fyrir fl ottar konur Stærðir 40–60 20% afsláttur af öllum vörum í dag Lokað 1. maí Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.isVertu vinur Gerð: 55K Stærðir: 36 - 41 Verð: 13.950.- Gerð: 5022 Stærðir: 36 - 42 Verð: 13.950.- Góð breidd Mjúkir og þægilegir götuskór fyrir dömur. Laugaveg 54, sími: 552 5201 HELGARTILBOÐ Leðurjakkar áður 24.990 Nú 14.990 Skokkar áður 16.990 Nú 7.990 Sumarfrakkar áður 14.990 Nú 7.990 Ath opið laugardag 1. maí Sumarklútarnir komnir Frá 2500 kr Mikið úrval Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Föstudaga

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.