Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 30.04.2010, Qupperneq 68
36 30. apríl 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Þolir ekki Cameron ENGIR KÆRLEIKAR Kate Hudson ber engan hlýhug til leikkonunnar Cameron Diaz. Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir frumsýnir einleikinn Dagbók Önnu Knúts – Helförin mín á Rosenberg á sunnudag. Anna Svava samdi verkið ásamt leikstjóranum Gunnari Birni Guðmunds- syni og er það að hluta til unnið upp úr gömlum dagbókarfærslum Önnu Svövu. Að sögn leikkon- unnar er verkið eins konar sambland af einleik og uppistandi, en hún stendur ein á sviðinu og segir frá unglingsárum Önnu Knúts fyrir gesti sem eiga eftir að engjast um í pínlegum hlátri. „Verkið fjallar um unglingsárin sem voru svo vandræðaleg fyrir marga. Það er kaldhæðið og brandarinn er kannski svolítið pínlegur enda voru þessi ár mikil helför fyrir marga. Persónunni Önnu Knúts líður augljóslega mjög illa og gerir hvað sem er til að passa inn í hópinn en það mis- heppnast alltaf,“ segir Anna Svava. Aðspurð segist hún kvíða því að þurfa að standa ein á sviðinu og er þetta í fyrsta sinn sem hún sýnir slíkan einleik. „Það verður hræðilega erfitt að þurfa að standa þarna einn, en okkur fannst henta verkinu best að taka burt búninga, leikmynd og aðra karaktera og setja það frekar upp í þessu formi. En ég hlakka líka mikið til að sýna verkið,“ segir hún. Að sögn Önnu Svövu var verkið samið fyrir tveimur árum en bæði hún og Gunnar Björn voru of upptekin til að geta sett það á svið fyrr en nú. „Við ákváðum fyrir jól að ljúka þessu bara af. Verkið verður frumsýnt núna á sunnudag og svo eigum við tvö önnur kvöld bókuð á Rosenberg seinna til að endurtaka leikinn ef vel gengur.“ Sýningin hefst klukkan 21.00 og kostar 1.000 krónur inn. - sm Pínlegar minningar unglings PÍNLEG ÁR Anna Svava Knútsdóttir sýnir verkið Helför mín – Dagbók Önnu Knúts sem fjallar um pínleg unglingsár ungrar stúlku. > FANGAKLEFAR ÖRUGGIR STAÐIR Leikarinn Robert Downey Jr. sagði í nýlegu viðtali að honum hafi þótt hann mjög öruggur þegar hann dvaldi í fangelsi. „Þegar hurðin lokast á eftir þér, þá ertu öruggur. Þá er ekkert sem getur gert þér mein, svo lengi sem klefa- nautur þinn er í lagi.“ Hjartalæknirinn Helgi Júlíus Óskarsson hefur gefið út sína fyrstu plötu, Sun for a Lifetime. Hann hefur starfað í Bandaríkj- unum síðan hann útskrifaðist þaðan árið 1993 en starfar nú einnig á Íslandi. „Þetta hefur verið mín afslöppunar- aðferð eftir langan vinnudag í gegnum árin sem læknir,“ segir Helgi Júlíus um tónlistina. Hann spilar bæði á gítar og hljómborð og hefur verið duglegur við að semja lög í gegnum árin. Hann segist eiga heilmikið efni á lager og stefnir á að klára aðra plötu á þessu ári. Á Sun for a Lifetime spilar Helgi Júlíus bæði djass og þjóðlagatónlist og er útkom- an afar þægileg áheyrnar. Syngur hann bæði á ensku og íslensku. Honum til halds og trausts á plötunni var tónlistarmaður- inn Svavar Knútur sem hann kynntist í gegnum KK. „Ég sendi honum tölvu- póst og spurði hvort hann myndi nenna að hlusta á nokkur lög sem ég hafði tekið upp. Hann var mjög jákvæður og stappaði svolítið stálinu í mann,“ segir Helgi um KK. „Það var óskaplega skemmtilegt að vinna með Svavari og ég geri ráð fyrir því að hann vinni með mér á næstu plötu.“ Helgi er einn fjölmargra lækna sem sinna tónlist í frístundum sínum. „Ein- hvern tímann var mér sagt að það sé mjög há prósenta. Allir hafa sína leið til að slappa af og dreifa huganum. Að glamra á gítarinn, spila á píanó og söngla með hefur verið mín aðferð.“ Sun for a Lifetime er fáanleg í 12 tónum og Smekkleysu og er væntanleg í fleiri verslanir á næstunni. - fb Hjartalæknir með sólóplötu HELGI JÚLÍUS ÓSKARSSON Fyrsta plata hjarta- læknisins Helga Júlíusar, Sun for a Lifetime, er komin út. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Merkileg tímamót urðu í sögu Sjónvarpsins í gær- kvöldi þegar sjónvarps- áhorfendum var ekki boðið gott kvöld af þulu heldur andlitslausri Jóhönnu Vig- dísi Arnardóttur og skjá- mynd. Páll Magnússon vonar að áhorfendur hafi ekki fengið sjokk. Margrét Rós Gunnarsdóttir á síðustu þuluvaktina en uppsagn- arfrestur sjónvarpsþulna RÚV rennur út í dag. Ekki er þó víst að sjónvarpsáhorfendur fái að sjá Margréti því nýtt dagskrárforrit var keyrt í gærkvöldi. „Þetta eru auðvitað blendnar tilfinningar, að vera á síðustu þuluvaktinni og vita ekki einu sinni hvort maður kemur í mynd eða ekki,“ segir Margrét Rós í samtali við Fréttablaðið. „Maður er kannski bara búin með sína síðustu dagskrárkynningu,“ bætir hún við en Margrét hefur verið þula hjá Sjónvarpinu samtals í fjögur ár, með hléum þó. „Ætli ég sé ekki búin að vera samfleytt núna í tvö ár,“ segir Margrét sem trúir því að áhorfendur eigi eftir að sakna þulnanna. „Það á samt bara eftir að koma í ljós.“ Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær verður Jóhanna Vig- dís Arnardóttir rödd Sjónvarps- ins. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að þulurnar verði dagskrár- forritinu til halds og trausts á meðan verið sé að slípa það til. Hann bætir því við að sjónvarps- áhorfendur eigi ekki eftir að fá neitt sjokk, umhverfi kvölddag- skrárinnar verði svipað og hjá öðrum erlendum sjónvarpsstöðv- um. Hann viðurkennir þó að um merkileg tímamót sé að ræða í sögu Sjónvarpsins; þær hafi jú boðið áhorfendum gott kvöld síðan 1966. Hann segir Jóhönnu verða hálfgerða Bó Sjónvarps- ins en Björgvin Halldórsson er jú rödd Stöðvar 2. Hann vill þó ekki kvitta upp á að ástæðan fyrir val- inu á Jóhönnu sé að draga úr því áfalli sem sjónvarpsáhorfendur kunna að verða fyrir þegar sjón- varpið tekur á móti þeim á kvöld- in, þululaust. „Hins vegar er því ekki að neita að konur eru ekki oft í þessu hlutverki og það fannst okkur svolítið spennandi. Og svo er Jóhanna líka með svo ótrúlega flotta og góða rödd og rúllaði þessu bara upp.“ freyrgigja@frettabladid.is MARGRÉT RÓS Á SÍÐUSTU ÞULUVAKT SJÓNVARPSINS Raunveruleikastjarnan Heidi Montag vakti mikið umtal þegar hún gekkst undir tíu lýtaaðgerðir á aðeins einum degi. Montag lét meðal ann- ars stækka brjóst sín og varir og lagfæra á sér nefið auk þess sem hún fékk ígræðslu í kinnbein og kjálka. Montag heimsótti fjöl- skyldu sína fyrir stuttu og sýndi þeim breyt- ingarnar sem hún hafði gengið í gegnum. Upp- tökuvélar eltu stúlkuna að sjálfsögðu heim til foreldranna sem varð um og ó þegar þau sáu nýtt útlit dóttur sinnar. Þegar Montag spurði móður sína hvort henni þætti hún líta vel út, svaraði hún: „Hvað viltu að ég segi? Auðvitað fannst mér þú mun fal- legri áður. Mér fannst þú unglegri, frísklegri og heilbrigðari. En þetta er búið og gert og þetta þarft þú að lifa við núna.“ Ósátt við útlit Heidi NÝTT ÚTLIT Heidi Montag gekkst undir tíu lýtaaðgerðir á einum og sama deginum. NORDICPHOTOS/GETTY MERKILEG TÍMAMÓT Margrét Rós Gunnarsdóttir, Eva Sólan, Matthildur Magnúsdóttir, Katrín Brynja og Sigurlaug Jóns- dóttir bjóða áhorfendum ekki lengur gott kvöld því tími sjónvarpsþulna er liðinn. Jóhanna Vigdís Arnardóttir verður rödd Sjónvarpsins. Leikkonan Kate Hudson, sem átti í stuttu sambandi við hafnaboltaleikarann Alex Rodriguez á síðasta ári, er ekki hrifin af nýju kærustu kappans. Rodriguez hefur verið að slá sér upp með leikkonunni Camer- on Diaz undanfarið og að sögn heimildarmanna er Hudson ekki sátt. „Þegar Alex og Kate voru saman sagði hann henni einu sinni að honum þætti Camer- on ekki falleg þannig að Kate finnst það vera algjör brandari að hann skuli vera að hitta hana núna,“ var haft eftir heimildarmanni. „Kate þolir ekki Cameron og finnst hallærislegt að hún skuli ekki geta haldið í kærasta.“ *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.